Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2020, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2020, Blaðsíða 33
Pestópasta með ólífum Uppskrift fyrir 4 500 g tagliatelle-pasta 10 stk. sveppir 1 stk. rauð paprika 1 stk. gul paprika 2 stk. hvítlauksgeirar 1 krukka rautt pestó 3 msk. smjör til steikingar Handfylli af ólífum Ég nota grænar og dökkar til helminga Ólífuolía Salt og pipar Ferskur parmesanostur Byrjið á því að skera sveppina og paprikurnar niður og steikið upp úr smjöri á pönnu. Pressið hvítlaukinn í hvítlaukspressu, bætið honum út á pönnuna og leyfið að blandast aðeins saman. Sjóðið pasta í potti með salti og góðri ólífuolíu. Sigtið vatnið frá pastanu og blandið sveppunum, paprikunni og hvít- lauknum saman við. Setjið pestóið yfir pastablönduna og veltið pastanu upp úr pestóinu. Setjið í skál og stráið ólífum og ferskum rifnum parmesanosti yfir réttinn. Berið fram með góðu hvítlauks- brauði og fersku salati. Blómlegt salat með mozzarellaosti, tómötum og góðri olíu er klassískt og gott meðlæti. Una í eldhúsinu Hjónabandssæla Mér finnst alltaf svo notalegt að skella í hjónabandssælu þegar fer að hausta. Gróft og gott hafra- mjöl með ferskri og nýlagaðri rabarbarasultu. Kakan inniheldur fá hráefni og er þægileg í fram- kvæmd. Hún fellur alltaf í kramið hjá okkur á heimilinu. 2 bollar hveiti 2 bollar haframjöl 1 bolli sykur 1 tsk. matarsódi 250 g smjörlíki (mjúkt) 1 stk. egg Blandið öllum hráefnunum nema sultunni saman í skál og hnoðið saman. Smyrjið eldfast mót með smjöri og leggið blönduna í formið (takið örlítið af deiginu til hliðar – sirka 2 dl). Best er að þrýsta blöndunni fast niður í formið þannig að það myndist þétt lag, mér finnst best að nota fingurna í þetta. Smyrjið rabarbarasultu yfir deigið og stráið svo restinni af deiginu yfir sultuna. Bakist í ofni við 200 gráður í um 35 mínútur. Una Guðmundsdóttir smellir í fljótlegt pasta sem hentar full- komlega í nesti í vinnuna eða skólann daginn eftir. Með lækk- andi hita og aukinni súld er svo tilvalið að bjóða upp á volga hjónabandssælu með þeyttum rjóma og gefa sér góðan tíma í að lesa blöðin. Gleðilega helgi! MYNDIR/AÐSENDAR MATUR 33DV 25. SEPTEMBER 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.