Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2020, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2020, Blaðsíða 4
MEST LESIÐ Á DV Í VIKUNNI Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST... Dómsmálaráðherra í ströngu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur staðið í ströngu vegna afstöðu sinnar í málefnum flóttamannafjölskyldu frá Egypta- landi sem á að vísa úr landi. Áslaug hefur útilokað að hnika til reglum til að gera fjölskyldunni kleift að setjast að á Ís- landi. Hefur Áslaug vegna þessa mátt sæta hótunum og út- hrópun á samfélagsmiðlum. Á miðvikudag fóru einhverjir að heimili hennar og festu á útidyrahurð myndir af börnum sem send hafa verið af landi brott. Forsendur brostnar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir efnahagslegar forsendur Lífskjarasamningsins brostnar og kanna þurfi hvort ástæða sé til að fresta launahækkunum. En samkvæmt samningnum eiga launataxtar næst að hækka um áramótin. Undir þetta taka framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og seðlabankastjóri. Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, segir að frestun hækkana verði ekki liðin og muni verkalýður- inn berjast með kjafti og klóm gegn því. Ólga hjá Siðmennt Jóhanni Björnssyni var óvænt sagt upp störfum hjá lífsskoð- unarfélaginu Siðmennt, en hann hefur starfað innan félagsins í 24 ár, þá einkum að fermingarfræðslu. Meðal útskýringa sem hann fékk fyrir uppsögninni var að hann væri erfiður í samskiptum ásamt fleiri ávirðingum sem Jóhann segir enga stoð eiga sér í raunveruleikanum. Formaður félagsins segir leitt að Jóhann sé sár, en að hann henti ekki framtíðarsýn félagsins og því hafi verið ákveðið að endurnýja ekki verk- takasamning hans. Lækka launin og vinna saman Meiri- og minnihluti bæjarstjórnar Akureyrar ákvað í vik- unni að vinna saman sem heild. Ástæðan er erfið fjárhags- staða bæjarins vegna kórónaveirufaraldursins. Ein af fyrstu ákvörðunum nýrrar sameiginlegrar stjórnar var að lækka eigin laun sem lið í hagræðingaraðgerðum. Að öllu óbreyttu stefnir í 3,5 milljarða halla á bæjarfélaginu á þessu ári. Ekki í sýnatöku úr sóttkví Víðir Reynisson biðlaði í vikunni til einstaklinga í sóttkví að sækjast ekki eftir því að komast í sýnatöku í miðri sóttkví. Sýnataka eigi aðeins að fara fram á síðasta degi sóttkvíar. Rúnar til Arsenal Rúnar Alex Rúnarsson er kominn til Arsenal. Gengið var frá kaupunum á mánudaginn og Rúnar var mættur til æfinga hjá nýja liðinu sínu á þriðjudag. Enskir fjölmiðlar hafa gífurlegan áhuga á nýja leikmanninum og hafa lagt mikið á sig til að grafa upp allt sem finna má um Rúnar. Meðal annars tókst enskum miðlum að komast að því að hann hefði þurft að fara í bráðabotnlangaaðgerð, hverjir foreldrar hans eru, hver unn- usta hans er og þar fram eftir götum. 1 Fiskikóngurinn ósáttur við framkomu starfsmanna sinna: „Látum sumt starfsfólk traðka á okkur“ Kristján Berg varð ósáttur þegar tveir starfsmenn stungu af úr starfi án þess að virða uppsagnar- frest. 2 Breka ofbauð þegar hann fór með dóttur sína á Akranes í gær: „Er til háborinnar skammar“ Breka Logasyni, fyrrverandi frétta- manni, var misboðið vegna dóna- skapar þjálfara ÍA í efstu deild karla sem og aðdáenda. 3 Jón Ívar kærir Jón Magnús til Siðanefndar lækna Prófessor við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum hefur kært sérnámslækninn Jón Magnús Jóhannesson til siða- nefndar lækna vegna ummæla hans á Facebook. 4 Nokkrum mínútum eftir að þær birtu myndina voru þær dánar Brasilískar vinkonur tóku mynd af sér við hættulegan foss og birtu á Instagram. Rétt eftir að myndin birtist á samfélagsmiðlum hröpuðu þær báðar til bana. 5 Bryndís Schram ósátt með „klámbrellu“ RÚV – „Kven- fjandsamleg – hreinn viðbjóður. Svívirðileg árás“ Bryndís Schram er ósátt við gamalt Áramótaskaup þar sem gert var grín að tíma hennar sem þáttastjórnanda Stundarinnar okkar. 6 Eyðilagði þrjá vörubíla og traktor fyrir tugi milljóna við Elliðaárdalinn – Sagðist vera starfs- maður hjá öðru iðnaðarfyrirtæki Óprúttinn aðili vann mikil eignaspjöll hjá gömlu hesthúsunum á Sprengi- sandi snemma á þriðjudag. 7 Vikan á Instagram: „Nektar-dansmær í sólinni“ Vikan á Instagram er fastur liður á mánu- dagsmorgnum á dv.is og nýtur jafnan mikilla vinsælda. 8 Alma Geirdal er látin – „Hryggir okkur meira en orð fá lýst“ Alma Geirdal, ljósmyndari og uppi- standari, lést á laugardag eftir langa og harða baráttu við krabbamein. OnePortal er vefgátt sem gerir fyrirtækjum og sveitar- félögum kleift að veita íbúum þjónustu allan sólahringinn, allt árið um kring. Rafrænir innri ferlar eru tengdir við þjónustugátt fyrir íbúa eða viðskiptavini, þar sem þeir Gæða- stjórnun á stóran þátt í gó um árangri fyrirtækja. OneQuality er lausn sem OneSystems bjóða heildarlausn í skjalamálum fyrirtækja og sveitarfélaga og þjónustu við viðskiptavini og íbúa þeirra Hagkvæmar lausnir með áherslu á rekjanleika, auðveldan aðgang og gagnsæi. OneRecords er öug lausn sem auðveldar fyrirtækjum og sveitarfélögu halda utan um mál sem eru í gangi á hverjum tíma. Stjórnendur hafa yrsýn yr gang mál innan fyrirtækisins og notendur geta á einfaldan máta sótt lista yr þau mál sem þeir bera ábyrgð á. Vilt þú ko a skjal málun m í lag? VELJUM ÍSLENST - VELJUM ÍS LE NS KT -V EL JUM ÍSLENSKT - R cords Mála- og skjalakerfi Self-Service www.one.is OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is www.one.is . one@one.is sími: 660 8551 . fax: 588 1057 4 FRÉTTIR 25. SEPTEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.