Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2020, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2020, Blaðsíða 16
16 EYJAN 25. SEPTEMBER 2020 DV FRIÐURINN ER ÚTI Samstaða fulltrúa launþega og atvinnurekenda hefur verið lykillinn að góðri ávöxtun íslenskra lífeyrissjóða. Nú er samstaðan brostin. Á dögunum var tillaga um að Lífeyrissjóður verzlunarmanna skráði sig fyrir 2,5 milljarða króna hlut í útboði Icelandair felld á jöfnum atkvæðum á fundi stjórnar sjóðsins. Fjórir full- trúar atvinnurekenda studdu tillögu um þátttöku í útboð- inu, fjórir fulltrúar VR voru á móti. Algjört vantraust ríkir milli þessara tveggja fylkinga innan sjóðsins. Niðurstaðan hefur vakið upp spurningar um áhrif skugg- astjórnenda í lífeyrissjóðum en Ragnar Þór Ingólfs son, for- maður VR, gaf út yfirlýsingu 17. júlí síðastliðinn í nafni stjórnar félagsins þar sem Líf- eyrissjóðurinn var hvattur til að sniðganga útboð Icelandair. Sundurlyndi Fyrrverandi formanni stjórn- ar sjóðsins og fulltrúa iðn- rekenda, Guðrúnu Hafsteins- dóttur, var nóg boðið í viðtali í Fréttablaðinu í síðustu viku. Hún sagði það koma sér á óvart að það hefðu verið „fulltrúar atvinnurekenda í sjóðnum sem töluðu fyrir mikilvægi þess að verja störf félagsmanna en ekki fulltrúar launþegahreyfingarinnar“. Icelandair sé ekki í „eigu kapítalista, sem til hafi staðið að bjarga, heldur sé félagið í meirihlutaeigu lífeyrissjóða, sem er þá óbeint eignarhald almennings. Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur verið stór hluthafi í Icelandair í meira en 40 ár og við fulltrúar atvinnurekenda í stjórninni töldum eðlilegt að sjóðurinn myndi styðja áfram við fé- lagið í gegnum þessa erfiðu tíma,“ sagði Guðrún meðal annars. Sú staða sem upp er komin í stjórn Lífeyrissjóðs verzlun- armanna er án fordæma í 65 ára sögu sjóðsins. Til skamms tíma hafa fulltrúar launþega og vinnuveitenda verið sem einn maður og sárasjaldan komið til atkvæðagreiðslna á fundum. Færa má ítarleg rök fyrir því að þetta góða sam- starf sé lykillinn að ríkulegri ávöxtun sjóðsins undanfarna áratugi. Órofa samstaða fram til þessa Þegar skylduaðild að lífeyris- sjóðum var innleidd árið 1969 bjuggu verslunarmenn að því að hafa safnað í lífeyrissjóð frá árinu 1955 en flestir aðrir sjóðir launþega á almennum vinnumarkaði voru veikburða fyrstu árin. Framan af voru fulltrúar atvinnurekenda í meirihluta stjórnar sjóðsins og formaður- inn úr þeirra hópi. Árið 1977 varð sú breyting að atvinnu- rekendur studdu þáverandi formann VR, Guðmund H. Garðarsson, til formennsku í stjórninni. Síðan þá hafa full- trúar launþega og vinnuveit- enda skipst á að fara með for- mennsku. Fundnir nýir fjárfestingarkostir Þegar hillti undir opnun fjár- magnsmarkaða árið 1991 réði stjórnin Guðmund H. til að sinna erlendum fjár- festingum. Hann kynnti sér starfsemi stofnanafjárfesta austan hafs og vestan og kom Lífeyrissjóðnum í tengsl við öflug fjárfestingarfyrirtæki erlendis. Guðmundur hafði líka haft forgöngu um það all- nokkru fyrr að lífeyrissjóðir fengju að fjárfesta í hlutabréf- um. Lengi framan af var mik- ill meirihluti eigna sjóðanna bundinn í ríkisskuldabréfum en með framangreindum ráð- stöfunum tókst að lækka það hlutfall og taka upp betri eignadreifingu. Hlutabréfin hafa komið sem viðbót og skilað miklu hærri ávöxtun en aðrar fjárfestingar og í reynd hafa þau haft óhemju mikla þýðingu fyrir ávöxtun lífeyrissjóðanna. Þess vegna vekur athygli að það eru helst fjárfestingar líf- eyrissjóðanna í hlutabréfum sem verða tilefni deilna og því er ítrekað haldið fram í opinberri umræðu að það sé beinlínis óábyrgt af sjóðunum að kaupa hlutabréf. Í þessu sambandi má geta þess að á árunum 1980–2015, eða á 35 ára tímabili, nam meðaltals raunávöxtun Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í íslenskum hlutabréfum 10,7 prósentum sem er mun hærri ávöxtun en af öðrum fjárfestingum. Byggt á breiddinni Guðmundur H. Garðarsson var formaður VR á árunum 1957–1980 og á þeim tíma varð félagið stærsta stéttarfélag landsins. Langflest launþega- félög hér áður fyrr einskorð- uðust við þröngan hóp stétta og þá voru verkamannafélög kynjaskipt. Guðmundur vildi breyta þessu og hafa félag- ið opið fyrir allt verslunar- og skrifstofufólk, en þessar stéttir fóru hratt stækkandi á árunum eftir stríð með vax- andi borgarsamfélagi. Hann hafði meðal annars forgöngu um það að starfsfólk á skrif- stofum Flugfélags Íslands og Loftleiða gengju í VR og fram á þennan dag hafa starfsmenn Icelandair verið stór hluti fé- lagsmanna VR. Í Lífeyrissjóði verzlunar- manna var sömu stefnu fylgt: að byggja upp breiðan sjóð fólks í ýmsum starfsstéttum. Í breiddinni og stærðinni hefur falist mikill styrkur. Það liggur í hlutarins eðli að umsýslukostnaður vegur mun minna hjá stórum sjóði heldur en litlum enda hefur lífeyris- sjóðum fækkað hratt undan- farin ár og áratugi, þeir sam- einast og þar með stækkað. Þjóðfélagslegt mikilvægi sjóðanna Þegar skyldutrygging líf- eyrissjóða var tekin upp 1969 voru landsmenn fastir í viðjum ríkisforsjár á fjár- festingarsviðinu. Lífeyris- sjóðirnir áttu stóran þátt í að brjótast út úr þeirri stöðu og þeir byggðu upp einkabanka sem sameinaðir voru í Ís- landsbanka árið 1990. Þýðing öflugra lífeyrissjóða sem fjárfesta kom berlega í ljós eftir fall bankakerfisins 2008. Þá hurfu einkafjárfest- ar að mestu leyti af sviðinu og sextán lífeyrissjóðir stofnuðu í desember 2009 Framtaks- sjóð Íslands, en síðar bættust Landsbankinn og VÍS í hóp eigenda. Markmið sjóðsins var að leysa fyrirtæki sem lent höfðu í vanda úr viðjum banka, endurreisa þau og skila um leið góðri ávöxtun til fjárfesta. Lífeyrissjóður verzlunarmanna fór með tæplega fimmtungshlut í sjóðnum. Icelandair reyndist góður fjárfestingarkostur Framtakssjóðurinn kom meðal annars að endurreisn Icelandair Group, auk ann- arra stórra félaga, svo sem Advania, Vodafone, Iceland- ic Group og fleiri. Sjóðurinn fjárfesti alls fyrir 43 millj- arða króna en eftir aðalfund 2018 hafði sjóðurinn greitt eigendum sínum til baka 86,2 milljarða. Alls nám ávöxtun sjóðsins 110 prósentum á stuttum líftíma hans. Lífeyrissjóður verzlunar- manna fjárfesti einnig sjálfur beint í Icelandair sumarið 2010. Keypti þá 12 prósenta hlut á genginu 2,5. Gengi fé- lagsins átti eftir að hækka gríðarlega á næstu árum en síðan taka dýfu frá árinu 2017. Þrátt fyrir það hagnaðist Líf- eyrissjóður verzlunarmanna á fjárfestingu sinni; fékk allt kaupverðið til baka í formi arðgreiðslna – og gott betur. Samstaða er lykilatriði Lífeyrissjóðir landsmanna þurfa á næstu árum að finna nýja fjárfestingarkosti. Líf- eyrisþegum mun fjölga hratt á næstu árum og áratugum og þörfin fyrir traustar ávöxt- unarleiðir því fara vaxandi. Meðal annars hefur sú hug- mynd komið fram að þeir fái að fjárfesta í vegakerfinu og orkumannvirkjum og jafnvel stofna sameiginlegan sjóð um slíkar fjárfestingar, ekki ósvipaðan Framtakssjóðnum. Hér gæti líka verið leið til að grynnka á skuldum ríkissjóðs og draga almennt úr ríkisfor- sjá – á sama tíma og lífeyris- sjóðum landsmanna yrðu skapaðir tryggir fjárfest- ingarkostir sem gætu gefið góðan arð til mjög langs tíma. En forsenda alls þessa – forsenda þess að sjóðfélögum verði tryggður lífeyrir á eldri árum – er að vel takist til við stjórnun lífeyrissjóðanna – að launþegar og vinnuveitendur vinni saman að fjárfestingar- stefnu. Takist það ekki er fótunum kippt undan einni mikil vægustu grunnstoð okkar þjóðskipulags. n Á ÞINGPÖLLUM Björn Jón Bragason eyjan@eyjan.is Fulltrúar VR í stjórn Lífeyris- sjóðs verzl- unarmanna felldu tillögu þess efnis að sjóðurinn tæki þátt í hluta- fjárútboði Icelandair. MYND/ERNIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.