Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2020, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2020, Blaðsíða 36
36 FÓKUS 25. SEPTEMBER 2020 DV GLÆSTUR FERILL FRÆGASTI ÓÞEKKTI AUKALEIKARI Í HEIMI Nafnið Jesse Heiman hringir engum bjöllum en þú hefur alveg örugglega séð hann. Hann skartar fer- ilskrá sem flesta leikara dreymir um og er gjarnan kallaður „besti aukaleikari í heimi“. Jesse er 42 ára og hefur meðal annars komið fram í kvikmyndunum The Social Network, American Pie, Catch Me If You Can, Old School og Spiderman. Hann fær lítið að leika þar sem hlut­ verk hans eru smávægileg og krefjast þess venjulega að hann haldi sig í bakgrunn­ inum. Hann hefur bæði leikið á hvíta tjaldinu og á sjónvarps­ skjánum. Þú hefur kannski séð honum bregða fyrir í sjón­ varpsþáttunum How I Met Your Mother, The O.C., My Name is Earl, Glee, Criminal Minds, Parks and Recreation og Arrested Development. Hann hefur þrisvar sinnum komið fram í The Big Bang Theory, í eitt skipti sem „nörd í myndasögubúðinni á Valen­ tínusardaginn“. Þetta „nördaútlit“ virðist skila sér í vinnu. Hann leikur oft nemanda, eins og í Austin Powers in Goldmember og í Freaky Friday lék hann „nem­ anda í kennslutíma“. Starfsferill Jesse er langur og glæsilegur. Hann kom fram í sínu fyrsta aukahlutverki í American Pie 2 árið 2001. Síð­ an þá hefur hann komið fram í fleiri en hundrað þáttum og kvikmyndum. Hann er líklega frægasta „nobody“ í heimi. n Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is Þú kannast alveg örugg- lega við Jesse Heiman. IT’S ALWAYS SUNNY IN PHILADELPHIA CURB YOUR ENTHUSIASM THE BIG BANG THEORY OLD SCHOOL GLEE THE SOCIAL NETWORK HOW I MET YOUR MOTHER CATCH ME IF YOU CAN SPIDERMAN AMERICAN PIE THE O.C. Jesse Heiman á langan feril að baki. MYD/GETTY MYNDIR/IMGUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.