Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2020, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2020, Blaðsíða 2
SVART HÖFÐI Aðalnúmer: 550 5060 Auglýsingar: 550 5070 Ritstjórn: 550 5070 FRÉTTA SKOT 550 5070 abending@dv.is Spiderman-mamman É g hef margoft staðið mig að því að ætla mér of mikið. Ég er spiderman-mamma. Vef þykka sjálfsblekkingarvefi á nanó- sekúndum. „Jú, jú, ekkert mál. Nei, ekki kaupa tilbúið, ertu vitlaus maður, ég baka. Já, nesti í Pintrest-stíl. Ekkert mál. Viltu regnbogaspjót, elskan – og Hello Kitty sam- loku? Mamma græjar.“ Í raunheimum er mamma að græja „ekkert-mál-mál- in“ á næturnar eða eftir fimm tíma svefn. Ofan á það bóka ég bás í Barnaloppunni, „neyðir mann til að taka til í skápunum – svooo sniðugt“, og panta djúskúra. Flesta daga gengur þetta sturlaða líf mitt vel og ég er merkilega lunkin að festast ekki í eigin reddingar- vef og boltarnir haldast allir á lofti. Oftast. Við og við eru gerð mistök. Allajafna lítil, jafn- vel svo smá að enginn nema ég tek eftir þeim en ég er þeim ókosti gædd að geta ekki þagað yfir eigin óförum. Mér rennur blóðið til skyldunnar að deila harmleik dagsins með samferðafólki mínu. Oftast óum- beðin. Við heyrum dæmi. Ég fer í leikfimi í hádeginu einu sinni í viku og er oftast komin með fjörfisk og frunsu við það eitt að aka út af bílastæðinu í hádeginu þar sem ég yfirgef yfirleitt ekki vinnustað- inn á vinnutíma. Sem er galið. Ég er fullviss um það að fólk sem skýst í leikfimi tvisvar í viku í hádeginu en sleppir því að nýta hádegishléið hina dagana eða vinnur lengur á móti er mun betri starfs- menn eftir að hafa rifið upp endorfínið og hitt annað fólk. Að því sögðu mæti ég í leikfimisgallanum þennan fasta dag sem ég stunda líkamsrækt til þess að spara mér 15 mínútur. Tek til- fallandi ákúrum fyrir spandex- klæðnaðinn fagnandi því ég fæ útrás í hádeginu. Skransa inn í salinn á síðustu sekúndu, og laumast út í slökun til þess að komast sem fyrst í sturtu. Helli svo úr leikfimistöskunni til að drullumalla einhverju í andlitið á mér áður en ég rýk út. Nema hvað. Andskotinn. Helvítis fokking fokk. Rándýra andlitssápan mín hefur lekið út um alla töskuna. Nærfötin mín eru löðrandi í sápu og huggu- legar hvítar skellur í dökkbláum kjólnum. Ég er ekki með tvo alklæðnaði með mér svo ekki er annað í stöðunni en að skella sér í sápuklístrað nærfatasettið. Hver vill ekki koma of seint í vinnuna með sápu í rassinum og í flekkóttum kjól? Til að toppa þetta er ég auðvitað á safakúr til að stríða gegn gegndarlausu áti og rjómablíðu sem einkennir sóttkví. Glorsoltin, með freyðandi fætur og eldrauð í framan af áreynslu hádegisins kemst ég þó aftur í vinnuna í tæka tíð til að átta mig á að djúskúrinn hefur engan húmor fyrir því að uppteknar konur gefi sér ekki tíma til klósettferða. Nú hafði ég um það bil 30 sekúndur til að koma mér upp í lyftunni og inn á skrifstofu áður en ég myndi pissa á mig með tilheyrandi freyðibaði. Það hefði ekki verið vandamál ef ekki væri búið að úthluta mér klósetti merktu A samkvæmt sóttvarnahólfun fyrirtækisins. Klósett A var upptekið. B var laust. Freyðibað eða sóttvarnabrot? Pinterest var ekki með svar. n UPPÁHALDS ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Þorbjörg Marinósdóttir, tobba@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Erla Hlynsdóttir, erlahlyns@dv.is AUGLÝSINGAUMSJÓN: Sigurbjörn Richter,sigurbjorn@dv.is PRENTUN: Torg prentfélag DREIFING: Póstdreifing DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. DV, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík Sími: 550 7000. MYND/GETTYFjóla Karlsdóttir, fram- kvæmdastjóri Vorhúss, stjórnarkona FKA-Norður- lands og aðjunkt hjá Háskól- anum á Akureyri, deilir hér sínum uppáhaldssundlaugum á landinu. 1 Sundlaug Akureyrar Hún hefur einfaldlega allt að bjóða, frábærar rennibrautir fyrir börnin, góða heita potta og kalda karið er einfaldlega æði. 2 Geosea sjóböðin Húsavík Sjóböðin eru engu lík og þar geturðu líka fengið hvítvín og bjór fyrir fullorðna út í pottana og líka krap fyrir börnin. 3 Gamla sundlaugin Hveragerði Hún er einfaldlega sú allra besta á landinu. Þar er frið- sælt að vera og mér finnst alltaf vera sól þar þegar ég fer í sund. 4 Sundlaugin á Hofsósi Þessi laug er gimsteinn sem allt of fáir átta sig á að er bara korter frá þjóðveg- inum. Þar rennur sundlaugin saman við sjóinn og skapar einstaka upplifun. 5 Sundlaugin á Álftanesi Ein skemmtilegasta sund- laugin til að fara í með börn, en þar eru bæði rennibrautir og öldulaug sem ungir og aldnir geta skemmt sér í. SUNDLAUGARNAR Vertu snöggur S varthöfði er vel giftur en það má deila um hversu vel giftur maki Svart- höfða er. Nýlegt matarboð þar sem eldri kynslóðinni var boðið til kvöldverðar reyndist betri helmingnum erfitt. Amman og afinn eru hress og eins og annað fólk af þeirra kynslóð, stundvís. Það varð því uppi fótur og fit þegar Svarthöfðahjónin áttuðu sig á því að talsvert vantaði upp á hráefnastöðu eldhússins. Vín- búðin og kjörbúð var stimplað á verkefnalista Svarthöfða og honum réttir bíllyklar. „Vertu snöggur.“ Svarthöfði bregst almennt illa við hótunum – nema frá sama heimilisfangi og hann leggur þungt og þjakað höfuð sitt til hvílu á að kvöldi. Svarthöfði er skipulagður maður og sá strax tímasparn- að í því að leggja bílnum mitt á milli Ríkisins og Bónuss í Skeifunni. Þannig yrði stutt labb á milli og enginn akstur á milli staða. Á leiðinni niður í Skeifu ákvað Svarthöfði þó að hann væri svangur, og einn snöggur buffalo-borgari á KFC gæti nú ekki komið að sök sem for- réttur enda er Svarthöfði sinn eiginn herra. Fór hann því í bílalúgu í Skeifunni. Kveðju- orð betri helmingsins ómuðu í höfði Svarthöfða við þessa ákvörðun, „vertu snöggur“. Bílalúga KFC er guðsgjöf og kemur sér oft vel. Þetta var ekki eitt þeirra skipta. Við Svarthöfða blasti löng bílaröð, að minnsta kosti 12 bílar. Það var of seint. Svart- höfði var fastur í röðinni. „Vertu snöggur,“ ómaði aftur, í þetta sinn með hvössum tón. Að KFC-ferð lokinni hófst hann handa við verkefna- listann. Fyrst áfallalaus ferð í Ríkið, svo þaulskipulagður göngutúr yfir þéttsetnar götur Skeifunnar. Svarthöfði var saddur og geðvondur sem hræddi marga frá og flýtti för. Rafrænn innkaupalisti frú Svarthöfða kom hér að góðum notum. „Paprika, sveppir, rjómaostur, gos, sulta, parma- skinkan góða sem fæst bara í Krónunni.“ Varð Svarthöfða þá litið niður á handfang inn- kaupakerrunnar þar sem við blasti ófögur sjón. „Bónus.“ Ósamþykkt aðalskipulag innkaupaleiðangurs Svart- höfða var hér farið að molna í sundur. Úrskurðarnefnd raun- veruleikans hafði með harðri hendi fellt það úr gildi. Sam- kvæmt Instagram Story ömm- unnar og þó nokkuð mörgum skilaboðum frú Svarthöfða voru gestirnir mættir, barnið svangt, ofnar heitir og búið að leggja á borð. „Hvar ertu?“ Þegar að heimahöfn var loks lagst blasti við reiður gest- gjafi og reiðara barn. Það vantaði pitsusósu líka. Svart- höfði skaust í Nettó og til baka. „Hvað tók svona langan tíma?“ Ákveðið var að hlífa frú Svarthöfða við KFC-ferðinni að sinni. Svarthöfði borðaði kvöldmat klukkan hálf átta þetta kvöld, sem er jafnframt háttatími barnsins. Þegar skaphiti heimilisfólks náði stofuhita að nýju var afráðið að fóðra Svarthöfða með ís úr hverfisísbúðinni. Frúin snéri til baka með lítra af ís, súkkulaðisósu og klístrað hamborgarabréf merkt ofurst- anum auk kvittunar frá KFC, tímasettrar 18.15 þann sama dag. n 2 EYJAN 25. SEPTEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.