Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2020, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2020, Blaðsíða 11
Önnu Töru og Högna en ekki gera þau að sjúklingum. Þetta er sjálfstætt listaverk en ekki fræðslumynd. Að skapa lista- verk út frá lífi annarra er ábyrgðarhlutverk og ég vona að okkur hafi tekist að gera það vel.“ Merkt sem sjúklingar Andri Snær bendir á að fæsta þeirra sem hann þekkir og eru með skilgreindan geð- sjúkdóm myndi hann kalla veikt fólk. „Það getur orðið veikt og hefur orðið veikt og tekur kannski lyf til að halda sjúkdómnum niðri en almennt hefur það kannski bara verið veikt lítinn hluta af lífinu. Það er erfitt fyrir fólk að vera skil- greint og fá á sig þann merki- miða að það sé sjúklingur. Sú staðreynd að hafa farið inn á geðdeild er nánast nóg álag til að senda flesta á geðdeild. Skömmin og vanlíðanin getur komið í veg fyrir að fólk leiti sér aðstoðar. Það væri óhugs- andi að við myndum skamm- ast okkar svo mikið fyrir að fótbrotna að við myndum liggja heima þar til það kæmi ígerð í fótinn, því það væri svo mikil skömm að hafa farið á slysó. Skömm sem veldur van- líðan sem veldur enn meiri vanlíðan er hættulegur spí- rall. Myndin er hluti af því að manneskjuvæða geðsjúkdóma og uppræta þennan spíral.“ Hefur þú sjálfur upplifað þessar tilfinningar sem lýst er í myndinni? „Nei, ekki formlega. Allir fara í gegn um alls konar tímabil. Almennt hef ég verið með mikið jafnaðargeð en gæti verið með ógreindan athyglisbrest. Ég var í mik- illi vinnutörn og stuði fyrir nokkrum árum og tók geð- heilsupróf á netinu. Þar var spurt hvort ég talaði meira en venjulega, væri með stórar hugmyndir, hugsaði meira um kynlíf, hvort lífið væri frábært, hvort ég vildi bjarga heiminum og öll svörin mín voru jákvæð. Þá fékk ég við- vörunarorð á skjáinn um að þetta gætu verið merki um maníu. Ég vissi að ég væri réttum megin við línuna, að ég væri einmitt þá í tímabundnu stuði. Við erum öll alls konar og eigum alls konar tímabil en þegar menn fara yfir línuna er mikilvægt að leita sér að- stoðar. Sjálfsvíg víða Ef ég hefði verið spurður hvort það væru geðsjúkdóm- ar í mínu nærumhvefi hefði fyrsta svar verið neitandi. Ég sýndi frændfólki mínu í Ameríku myndina og þá hófst FRÉTTIR 11DV 25. SEPTEMBER 2020 Ég hef alltaf verið forvitinn um þennan geðheim og þessi efnahvörf sem leiða fólk ofan í myrkrið en líka upp í himinhvolfin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.