Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2020, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2020, Blaðsíða 37
Við rýnum í spilin hans Helga Björnsson-ar, tónlistarmanns og Krabba. Krabb-inn er með alla angi úti og grípur tæki- færin. Hann er oft að sinna mörgu í einu og leiðist því sjaldan. Hann er mikill fjölskyldu- maður og stoltur af sínu fólki. Krabbar hafa gaman af að rækta barnið innra með sér og eru þekktir fyrir aulabrandara. Fjarki í mynt Sparnaður í peningum | Skortur | Stjórnun | Öryggi Ég á erfitt með að lesa fyrsta spilið því það eru svo hávær skilaboð að handan sem tengjast bíómynd eða öllu heldur handriti. Eitthvað sem þú byrjaðir á fyrir löngu en hefur setið á hakanum. Og einhver sem fylgir þér, einhver sem bakaði oft kleinur, hvetur þig til þess að byrja aftur á þessu verkefni, núna sé tíminn! En mögulega hefur skortur á fjármögnun haldið aftur af verkefninu og spilið er hér komið til að segja þér að það muni leysast á einn eða annan hátt. Myntás Nýtt viðskiptatækifæri | Birtingarmynd | Gnægð Þetta spil er ennþá meiri staðfesting á að kleinutýpan þín hefur rétt fyrir sér. Ef um áhættu er að ræða þá getur þú treyst á að það er góð fjárfesting sem skilar sér vel að verki loknu. Þetta er eitthvað sem þú ert þegar búinn að sjá fyrir og kalla til þín þótt enn hafi ekki orðið af því. Þú kannt greinilega á alheimslögmálin. Styrkur Styrkur | Hugrekki | Sannfæring | Áhrif | Samkennd Skortur á sjálfsstjórn getur verið óvinur manns. Ef þú finnur að ákveðin atriði í lífi þínu hafa tök á þér, hvort sem það er að reykja eða drekka til dæmis, þá er gott að leita inn á við eftir styrk. Breyttu viðhorfi þínu, vertu jákvæður og þú munt uppskera. Alveg sama hversu vel gengur hjá manni þá er gott að staldra við og skoða hvað má betur fara. Slæmir ávanar eða Skilaboð frá spákonunni Hlustaðu á hlýjuna að handan! Mögulega kemur hún til þín í draumi með mikilvæg skilaboð. STJÖRNUSPÁLESIÐ Í TAROT Helgi Björns SVONA EIGA ÞAU SAMAN Vikan 25.09. – 01.10. Lífið gott sem betur fer... Nýjasta ofurpar Íslands MYND/VALLI stjörnurnarSPÁÐ Í S ést hefur til leikstjórans og kvikmynda-undursins Benedikts Erlingssonar og leikkonunnar, verkefnastjórans og fram- kvæmdastjóra Þjóðleikhússins Tinnu Lindar Gunnarsdóttur á stefnumótum. Það stefnir allt í eitt listrænasta og glæsilegasta par lands- ins. DV lék forvitni á að vita hvernig þau eiga saman ef litið er til stjörnumerkjanna. Benedikt er Tvíburi og Tinna er Ljón. Það fyrsta sem kemur upp þegar pörun þessara stjörnumerkja er skoðuð er eldheit ástríða. Allt sem Ljónið vill sýna, vill Tvíbur- inn gjarnan skoða. Tvíburinn er hugmynda- ríkur og bætir spennu við sambandið. Ljónið er orkumikið og deilir sköpunarkrafti sínum með Tvíburanum. Að hlusta er veikleiki hjá báðum merkjunum og þau þurfa bæði að vinna stöðugt í því að hlusta á þarfir hvort annars. Þau þurfa að hlusta hvort á annað alveg frá byrjun svo sam- bandið gangi upp. Þó að þau séu ekki góð í því að hlusta, þá eru þau góð í því að tala um tilfinningar sínar og tengjast sterkum böndum. Tvíburinn kann að meta sjálfstæði maka síns og eigið frelsi, sem er nákvæmlega það sem Ljónið getur gefið honum. Ef það er eitthvað sem þetta par kann að gera, þá er það að skemmta sér saman. n Benedikt Erlingsson Tvíburi 31. maí 1969 n Góð aðlögunarhæfni n Skapandi n Fljótur að læra n Blíður n Óákveðinn n Stressaður Tinna Lind Gunnarsdóttir Ljón 18. ágúst 1979 n Hugmyndarík n Ástríðufull n Örlát n Fyndin n Hrokafull n Þrjósk MYND/SIGTRYGGUR ARI MYND/ARNÞÓR Hvað segja stjörnurnar um þig þessa vikuna? Hrútur 21.03. – 19.04. Þú ert komin/n með stríðsmálningu eftir allt sem hefur komið upp á. Þú kemur sjálfri/um þér á óvart með hvernig þú tæklar ákveðin mál sem upp koma í vikunni með stórfeng- legri ró. Það er ekkert sem getur stöðvað þig núna, tekur eitt mál í einu og heldur haus, alveg saman hvað bjátar á. Naut 20.04. – 20.05. Þý býrð til blævæng úr peninga- seðlum og þeytir þeim út í loftið eins og er ekkert sé. Óvænt tæki- færi mun fylla vasa þína. Farðu varlega og ekki eyða öllu í einu. Kannski tími til þess að fjárfesta... Tvíburi 21.05. – 21.06. Smá flækjustig í samningamálum sem þú þarft að kljást við þessa vikuna. Þú ert létt/ur og glöð/ glaður að eðlisfari og nennir ekki að díla við þessi mál. En illu er best aflokið. Mögulega sniðugt að fá sérfræðing í málið. Krabbi 22.06. – 22.07. Mögulegt spennufall í gangi og þú í svo mikilli afneitun á stressi að þú hristir hausinn við að lesa þetta. En innst inni finnur þú að þráðurinn er styttri og líðan ekki alveg upp á tíu. Taktu vikunni með ró, láttu renna í bað og drekktu te. Ljón 23.07. – 22.08. Sjálfsvinnan heldur áfram hjá Ljóninu. Við vitum að þetta hefur verið tilfinningaþrungið ár en eitt- hvað er þó enn óuppgert. Þú veist það manna best að þú losnar ekki fyrr en þú gerir þetta mál upp jafn- vel þótt að það þýði að þú þurfir að ræða við einhvern um óþægileg mál. Meyja 23.08. – 22.09. Þú fórst ekki beint eftir ráðum kosm ósins um að breyta um stefnu. Þessa vikuna tekur þú praktískar og þægilegar ákvarð- anir enda er heimurinn einn og sér nógu óstöðugur. Það sakar þó ekki því að það kemur önnur vika eftir þessa og þá mega ævintýrin byrja. Vog 23.09. – 22.10. Þú er að flytja, eða það er allavega í kollinum á þér. Þá er góður tími til þess að taka til í skápum og skipuleggja sig. Þannig kemstu skrefinu lengra í að flytja inn í draumaeignina sem er klárlega í kortunum. Ekki eyða of miklum tíma á fasteingavefjum, eignin kemur þegar hún kemur. Sporðdreki 23.10. – 21.11. Ýmsar breyttar aðstæður torvelda vinnumál og samskiptin sem þegar mátti bæta. En ekki óttast. Vikan tekur svo skemmtilega u-beygju þar sem þú lendir í óvæntum og skemmtilegum aðstæðum með vinum. Bogmaður 22.11. – 21.12. Þú getur ekki þóknast öllum á sama tíma og það er allt í lagi. Smá ágreiningsmál koma upp í vinnunni. Stattu á þínu og allt mun enda farsællega. Sumir sjá metnaðinn í Bogmanninum sem ógnun og láta á það reyna. Steingeit 22.12. – 19.01. Einhver kvíði grasserar og reynir að komast upp á yfirborðið en þú þekkir þessa tilfinningu og tekst á við hana áður en hún tekur yfir. Stappaðu í þig stálinu, horfðu í spegilinn og brostu! Ég er frábær! Ég er klár! Ég er fyndin/n! Ég er stórkostleg/ur! (Og endurtaka svo). Vatnsberi 20.01. – 18.02. Sjálfsást er „mottó“ vikunnar. Það er langþráð verk að huga betur að sál og líkama. Þú ert komin/n lang- leiðina í huga þér en mögulega ekki farin að taka raunveruleg skref í þá átt. Taktu lítil skref og ekki hafa of miklar væntingar í einu. Fiskur 19.02. – 20.03. Hvaða litlu hlutir gleðja þig? Pældu í því og láttu svo verða úr því. Hvort sem það er jógatími, dekur, kvöldverður eða blómaleiðangur. Gefðu þínum nánustu smá frí þessa vikuna og hjálpaðu sjálfri/ um þér, það mun líka efla sjálfs- traustið þitt. 4 MYNT 1 MYNT STYRKUR lífsstílshefðir geta dregið mann niður. Gefðu þér tíma til þess að hugsa um það og hvernig þú getur breytt þeim. Þó að þú verðir alltaf andlega 20 árum yngri þá er líkaminn ekki alveg sammála. Hvernig getur þú hugsað betur um heilsu þína? FÓKUS 37DV 25. SEPTEMBER 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.