Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2020, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR 25. SEPTEMBER 2020 DV samtal um að afi hefði verið lagður inn á sjúkrahús vegna þunglyndis. Ég vissi aldrei af þessu. Dísa, amma mín í hina ættina, talaði oft um föður sinn sem var „sinnisveikur“ en á þeim tíma voru hvorki greiningar, lyf né lækningar. Amma var aðeins átta ára gömul send burt því það voru erfiðleikar á heimilinu. Annar afi minn lýsti fyrstu æsku- minningu sinni, að álpast upp á háaloft í húsi og sjá þar mann sem var geymdur í búri. Minn vinahópur saman- stendur af tíu strákum úr Ár- bænum og eiginkonum þeirra. Einn sem tengist hópnum hef- ur framið sjálfsvíg, og ef eig- inkonur eru taldar með hafa tveir feður framið sjálfsvíg og tveir aðrir voru óvinnufærir vegna geðsjúkdóma. Þessi vinahópur er venjulegasti vinahópur í heimi, farsæll og fallegur hópur. Það var síðan í fyrra sem vinur sonar míns framdi sjálfsvíg. Áður fyrr var það þann- ig að það mátti ekki tala um sjálfsvíg, umræðan átti að vera smitandi. Auðvitað þarf að tala um þessa hluti en það þarf að gera af ábyrgð, það hefur margsýnt sig að það er hægt að leiða fólk út úr þessum hugsunum. Mér fannst það mikið ábyrgðar- hlutverk þegar Högni fékk okkur í að gera þessa mynd. Það vill síðan þannig til að það er sjálfsvíg sem brýst inn í myndina hjá okkur og þá verða ákveðin hvörf í verkinu. Við vorum að gleyma okkur í flippinu, fyndnum maníu- sögum og fílum þegar blá- kaldur veruleikinn allt í einu ryðst inn með símtali frá Ís- landi eftir að kunningi Högna hafði framið sjálfsvíg þá um nóttina. Við vorum að fara að halda tónleika til að stofna sjálfshjálparlínu í Nepal en það eru ekki bara íbúar Nepal sem þurfa hjálp. Þetta er al- þjóðlegt vandamál. Þetta er okkar vandamál.“ Svo ótrúlega vildi til að sama dag og Anní sendi frá sér fyrstu heildstæðu drögin að myndinni í fyrrasumar, sendi Andri lokaútgáfu af Tímanum og vatninu til útgef- anda. „Þetta var mikill upp- skerudagur og mér leið eins og bónda sem væri á sama tíma að stappa á þrúgum og með sláturfat í fanginu.“ Það er auðvitað talsvert verkefni að vinna samtímis með verk sem fjalla um loftslagsmál og geðheilsu. Varð að sjá Himalayafjöllin Andri Snær segir verkin hafa talað saman á ákveðinn hátt. Þannig hafi hann þurft að komast til Nepal til að sjá og snerta Himalayafjöllin sem koma við sögu í Tímanum og vatninu. „Mér fannst ég ekki getað klárað það verk án þess að sjá Himalayafjöllin. Verkin nærðu því hvort annað. Og í lok bókarinnar er ég staddur við heilagt fljót, það er fljótið þar sem við skutum megnið af myndinni okkar.“ Undir venjulegum kring- umstæðum, þar sem engin Andri Snær segist hafa orðið sósaður eftir fimm daga sóttkví og að hann hefði eflaust endað einn á nærbuxunum að sjóða pylsur ef sóttkvíin hefði varað lengur. MYND/ SIGTRYGGUR ARI Áður fyrr var það þannig að það mátti ekki tala um sjálfs- víg, umræðan átti að vera smitandi. kórónaveira hefði komið til sögunnar, ætti Andri Snær nú ekki aðeins að vera að kynna myndina heldur einnig að ferðast um heiminn til að kynna Tímann og vatnið. „Ég hefði átt að vera á Ítalíu, á leiðinni til Ástralíu, frá Ástr- alíu beint til Vancouver og þaðan til Berlínar og Norður- landaferð í kjölfarið. Bókin mín er núna að koma út í 26 löndum og ég hefði átt að vera á ferð og flugi. Raunar væri ég þannig kominn í mótsögn við sjálfan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.