Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2020, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2020, Blaðsíða 13
mig með öllum þessum flug- ferðum. COVID-ástandið er lítið dæmi miðað við þær lofts- lagsbreytingar sem ég fjalla um í Tímanum og vatninu. Þó að okkur hafi fundist sem það hafi verið slökkt á heim- inum og slökkt á flugumferð þá fórum við aðeins niður um 20 prósent í losun gróðurhúsa- lofttegunda. Heimurinn var sannarlega truflaður rækilega og okkur gefst tækifæri til að endurhugsa allt. Á næstu 20- 30 árum þurfum við að ná svo róttækum framförum í sam- bandi við hvernig við högum okkur gagnvart jörðinni. Ímyndum okkur að hér væru tvær veirur í gangi samtímis, önnur þeirra drepur 1 pró- sent þeirra sem fá hana, hin bræðir alla jökla heimsins, hækkar yfirborð hafsins, hita- stig jarðar með tilheyrandi skógareldum og gæti hrakið 10 prósent jarðarbúa á flótta og drepur dýr í svo miklum mæli að það er kallað sjötta útrýmingin. Hvor veiran væri talin skæðari? Dauðlegir menn orðnir þrumuguðir Við lifum sérstaka tíma. Leið- togar heimsins hafa aldr- ei áður hist til að ræða um veðrið og áhrif sín á veðurfar jarðar. Napóleón gerði það ekki, Sesar gerði það ekki og Genghis Khan gerði það ekki. Nú höfum við fengið það vís- indalega staðfest að við erum að breyta veðrinu og getum tekið ákvarðanir um veður framtíðarinnar. Allt í einu eru dauðlegir menn orðnir þrumuguðir án þess að átta sig á því sjálfir. Hér hafa orðið kaflaskil í mannkynssögunni þegar menn hittast í fyrsta skipti til að tala um áhrif sín á veðrið en við virðumst ekki átta okkur á því. Okkur finnst „lofts lagsráðstefna“ vera frek- ar óspennandi fyrirbæri. Við virðumst ekki skilja þetta. Á næstu árum þurfa að verða róttækar framfarir á öllum sviðum sem hafa áhrif á hvað við borðum, hvert við ferðumst, hvaðan orkan kemur, hvernig við ferðumst, hvernig við framleiðum hluti og hvernig við hendum rusli, eða öllu heldur, hvernig rusl verður ekki lengur til. Það voru færðar fórnir fyrir kór- ónaveiruna og það er hægt að mæta loftslagsvandanum með minni fórnum. Það má fara í bíó, faðma ömmu sína og fara á tónleika en margt annað sem þarf að breytast eða endur- hanna. Næstu ár ráða úrslitun- um um framtíð jarðarinnar.“ Fannst þau hafa stolið LoveStar Andri Snær og verk hans hafa orðið mörgum innblástur. Árið 2002 kom út bókin LoveStar. Þetta var fyrsta skáldsaga hans fyrir fullorðna en Andri hafði þá sent frá sér tvær ljóðabækur og barnabókina Sagan af bláa hnettinum. Í bókinni er nokkuð raunsæ lýsing á samfélagsmiðlum og áhrifavöldum nútímans, og árið 2016 kom út þáttur í dystópísku seríunni Black Mirror sem var nánast eins og unninn upp úr LoveStar. „Mér fannst eiginlega eins og þau hefðu stolið LoveStar. Það var pirrandi að vera fastur með LoveStar á íslensku árið 2002. Tíu árum eftir að Love- Star kom út las ég í Wired magazine um hugmyndir sem ég hafði skrifað um og áttu að vera framúrstefna þá. Bókin kom síðan ekki út á ensku fyrr en 2012, en Black Mirror gæti vel hafa stolið úr henni, einn þátturinn var meira að segja myndaður í Toppstöðinni, skrifstofunni minni. En nú er ég kannski farinn að nálgast oflætið og paranojuna. Í Love- Star er fjallað um hvernig allt er kapítalíserað, fyrst er það yfirborð alls sem er nýtt í auglýsingar en síðan færist það yfir í samskipti. Þá er búið að breyta samskiptum í kapítal, áhrif og læk, og hægt að innleysa vinsældir á sam- félagsmiðlum með vörum og þjónustu sem áhrifavaldur.“ Þrátt fyrir að leggja alla þessa hugsun í skaðleg áhrif samfélagsmiðla játar Andri Snær að vera bara mann- legur, hann sé sjálfur virkur þátttakandi, eða öllu heldur, jafn varnarlaus og aðrir gagnvart þessum tækjum. „Ég er orðinn paródía af þessum rithöfundi sem skrif- aði LoveStar. Ég er á öllum samfélagsmiðlum að aug- lýsa sjálfan mig og reyna að fá fólk til að kaupa það sem ég er að búa til. Og auðvitað er það þversögn, sá sem er í símanum og sér bókarkápuna er ekki að lesa bók og getur það hugsanlega ekki lengur. En ef ég fæ læk er ég sáttur. Snilldar hönnun hjá þeim í Silíkondalnum.“ Ávanabindandi samfélagsmiðlar Hann er vel meðvitaður um að samfélagsmiðlar eru bein- línis hannaðir til að fá fólk til að nota þá sem mest. Þeir eru ánetjandi. „Þetta er þaul- hugsað hjá þeim. Ég er svo heppinn að ráða vel við áfengi og drekk nánast ekkert, ég á enn jólabjórinn um páskana og páskabjórinn um jólin. Ég get hins vegar ekki átt súkkulaði og ég get ekki haft internet. Þegar ég skrifaði LoveStar gat ég skrifað á tölvu sem var ekki nettengd. Ég fann hvað netið truflaði mig mikið og hvað tíminn hvarf. Samfélagsmiðlar eru að þróa stafrænt heróín. Það er verið að prófa okkur á hverri mínútu og reynt að láta okkur hanga sem lengst á þessum miðlum. Þeir eru að verða betri og betri í því, við eigum ekki séns. Ég hef lesið viðtöl við menn sem hafa ánetj ast spilakössum og þeir lýsa því hvernig tíminn hvarf. Ég skildi aldrei hvern- ig einhver gat setið í sjoppu í sex klukkutíma í spilakassa. Spilakassarnir eru hannaðir þannig að fólk ánetjast þeim, öllum þessum hljóðum og ljósum, og það nánast truflar flæðið að fá vinning. Ég hef upplifað að opna kisumynd- band klukkan átta og síðan er klukkan allt í einu orðin hálf eitt, þetta er sama hönnun. Það hlýtur að koma að því að þeir verði neyddir til að setja upp truflanir, eitthvað sem rýfur dáleiðsluna, eins og viðvar- anir utan á tóbakspökkum, þá kemur skilti: Þú ert búinn að skrolla í klukkustund. Er það meðvitað?“ Spurður um af hvaða verkum hann sé stoltastur segist Andri almennt vera ánægðastur og spenntastur fyrir nýjasta verk- inu hverju sinni. „Ég hef alltaf verið stoltur af góðu dagsverki. Þegar ég var að helluleggja með skóla var ég stoltur af mörgum hellu- lögnum sem ég gerði. Ég get sýnt þér eina í Smárahverfinu á Google Earth. Ég held að það sé eðlilegt að vera stoltur af sínum verkum ef maður hefur lagt sig fram og vandað sig eins og maður gat. Yfirleitt er ég stoltastur af nýjasta verk- inu mínu, ekki síst þegar mér tekst að gera eitthvað sem er mjög ólíkt því sem ég gerði síðast. Mér þykir vænt um að Blái hnötturinn er enn að koma út um allan heim. Ég er ánægð- ur með að Tíminn og vatnið varð á endanum eins og ég vildi. Það var erfitt að skrifa hana, líkamlega og andlega. Ég hef síðustu mánuði fengið viðbrögð við henni á ólíkum tungumálum og mér finnst það mikils virði, að skrifa eitt- hvað á íslensku sem fær svipuð viðbrögð í Póllandi og ég fékk hér heima. Nú er ég spenntur að sjá hvernig þessari mynd verður tekið, en þetta er mjög ólíkt öllu sem ég hef gert áður. Mér finnst gaman að endur- uppgötva mig og gera eitthvað öðruvísi en síðast. Ég hef þörf fyrir að sanna mig á nýjum sviðum, gera eitthvað sem ég veit ekki hvort ég kann.“ n Andri Snær bendir á að miklar fórnir hafi verið færðar til að berjast við kórónaveiruna en mun minni fórnir þurfi til að berjast gegn loftslagsvandanum. MYND/SIGTRYGGUR ARI Ég er svo heppinn að ráða vel við áfengi og drekk nán- ast ekkert. Ég get hins vegar ekki átt súkkulaði og ég get ekki haft internet. FRÉTTIR 13DV 25. SEPTEMBER 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.