Fréttablaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 8
Íslenskukennsla fyrir útlendinga Umsóknarfrestur 3. desember 2020 Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki til íslensku- kennslu fyrir útlendinga sem er ekki hluti af almennu námi á grunn- eða framhaldsskólastigi. Umsækjendur skulu vera viðurkenndir framhaldsfræðsluaðilar eða hafa undirritaðan samning við viðurkenndan framhaldsfræðsluaðila, um ábyrgð á kennslunni. Upphæð sjóðsins er samþykkt af Alþingi í fjárlögum fyrir árið 2021. Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar er að finna á rannis.is. Umsóknum skal skilað inn á rafrænu formi fyrir kl. 16:00 fimmtudaginn 3. desember 2020. Upplýsingar um sjóðinn veitir Skúli Leifsson, sími 515 5843, skuli.leifsson@rannis.is • Málningarvinna • Flísa- og parketlögn • Múrviðgerðir • Tjón vegna myglu • Nýsmíði og viðhald • Vatnstjón • Rakaskemmdir 892 0688 SAMFÉLAG „Ég man í hvaða stofu ég var, hvar ég sat og hvernig veðrið var. Mér fannst þetta rosalega óþægi- legt og ég skynjaði að kennaranum fannst þetta líka óþægilegt. Þetta var yndislegur kennari en hann var greinilega settur í þessa stöðu sem var óþægileg. En þetta þarf ekki að vera svona,“ segir Lilja D. Alfreðs- dóttir mennta- og menningarmála- ráðherra, um fyrsta kynfræðslutíma sinn í grunnskóla. Hún settist niður með blaðamanni ásamt Sólborgu Guðbrandsdóttur fyrirlesara og Sig- ríði Dögg Arnardóttur kynfræðingi, til að ræða um framtíð kynfræðslu. Ráðherrann stefnir á allsherjar úttekt í grunn- og framhaldsskólum um allt land og verða Sólborg og Sigga Dögg hluti af starfshópi, sem mun að öllum líkindum hefja störf í byrjun næsta mánaðar til að flýta umbótum í kynfræðslumálum. Forboðna blaðsíðan í líffræðibókinni Konurnar þrjár ræða málin af miklum eldmóði og rifja upp fyrsta kynfræðslutímann í grunnskóla. Ráðherrann hugsar hlýtt til líf- fræðikennara síns, sem var settur í skrýtna stöðu að byrja að kenna krökkunum kynfræðslu. Sigga Dögg segist kannast við þessa tilfinningu. „Ég man að líf- fræðikennarinn hitti okkur einn daginn eldsnemma, slökkti ljósin, setti glærurnar á skjávarpann og sýndi okkur alla flóruna af sýktum kynfærum. Það var talað af svo mik- illi skömm,“ segir Sigga Dögg. Sólborg segir reynslu sína hafa verið svipaða en hún og samnem- endur hennar hafi beðið með eftir- væntingu að fá loksins að skoða hina forboðnu blaðsíðu í líffræðibókinni. „En þegar það kom að henni þá var allt svo óþægilegt. Maður heyrði að kynlíf væri vont fyrir okkur stelp- urnar og að við ættum að þrauka í gegnum það þangað til það hættir að vera vont. Ég myndi bara verða ólétt eða fá kynsjúkdóm,“ segir Sólborg. Gestafyrirlesarar eiga ekki að sjá um grunnkennslu Ungt fólk hefur lengi kallað eftir meiri og fjölbreyttari kynfræðslu en boðið hefur verið upp á í skólum landsins hingað til. Að sögn Siggu Daggar og Sólborgar virðast gæði kynfræðslu ráðast að miklu leyti af áhuga kennara og skólayfirvalda hvers skóla. Sammælast þær um að Akureyr- arbær standi sig best, en að skólar á Reykjanesi megi gera betur. „Sumir skólastjórar eða for- eldrar vilja ekki að ég sé að kenna börnum, þrátt fyrir að börnin óski sjálf eftir fyrirlestrum. Ég hef verið bókuð um kvöld í samkomusal fyrir utan skóla, nánast bak við luktar dyr, vegna þess að ákveðinn skólastjóri setti þvert bann á slíka kynfræðslu,“ Sólborg kinkar kolli og segir reynslu sína svipaða. „Ég var einu sinni af bókuð vegna þess að foreldrafélagið var óánægt með að ég hafði svarað spurning- um nemenda um endaþarmsmök. Ég bið alltaf nemendur um að senda mér spurningar nafnlaust og ég geri mitt besta til að svara þeim öllum algjörlega fordómalaust, svo að þau geti tekið meðvitaða ákvörðun um hvað þau vilji og vilji ekki,“ segir Sólborg. Ráðherrann hristir höfuðið og segir: „Það ætti nú að fagna því að verið sé að spyrja um þetta.“ Sigga Dögg tekur undir og Sólborg heldur áfram: „Það er greinilegt að þau eru með pælingar. Eigum við þá ekki að fjalla um eitthvað sem er óþægi- legt?“ Þörf er á kerfisbreytingu en ekki átaksverkefni, að þeirra mati. Telja þær að börn og unglingar ættu að geta spurt spurninga í öruggu rými hjá sérfræðingum. Annars verður Internetið kennarinn. „Ég upplifi það líka að börnin eru ekki búin að fá grunninn og að ég sé að segja þeim margt nýtt,“ segir Sólborg og Sigga Dögg tekur undir. „Gestafyrirlesarar eiga ekki að sjá um grunnkennslu barna. Það er eitthvað meingallað við kerfið þegar krakkar koma til mín og spyrja „Hvaðan kemur barnið?“ Þau eiga að vita það,“ segir Sigga Dögg. Með þekkingu kemur hugrekkið Eftir að hafa heyrt þessar lýsingar segir ráðherrann að margt megi gera betur. Vilji hún bæta alla fræðslu almennt og staðfestir að búið sé að eyrnamerkja fjármuni í það. Hún segist hafa miklar vænt- ingar til starfshópsins og leggur áherslu á að vinnan gangi hratt og örugglega fyrir sig, en fyrst þurfi að fara í úttekt. „Þetta á að snúast um að byggja okkar unga fólk upp. Þetta á ekki að vera eins og Sigga og Sólborg eru að lýsa. Við erum með allt formið í aðalnámskránni, en það þarf að fylla betur upp í það þannig að við séum sátt. Svo þurfum við að hugsa um aldurshópa. Erum við kannski að byrja kynfræðslu of seint?“ veltir ráðherrann upp. Sólborg segir allt of seint að byrja að kenna kynfræðslu við ellefu ára aldur. „Þegar ég held fyrirlestra fyrir ellefu og tólf ára börn, þá vita þau nákvæmlega hvað ég er að tala um þegar ég nefni kynferðislega áreitni og of beldi á netinu.“ Lilja segir að það sem vakir fyrir henni sem menntamálaráðherra sé að vegna þeirra tækniframfara sem átt hafi sér stað, þá sé aðgengi að öllu efni allt annað í dag. Því séu foreldrar í dag að ala upp allt aðra kynslóð en áður. „Það er nóg til af öllu á veraldar- vefnum og við þurfum að kenna börnum okkar að gagnrýna og meta upplýsingar og átta sig á því hvað er í lagi og samræmist þeirra siðferðismörkum. Börn þurfa þessa fræðslu sem þau eiga rétt á. Ef þú hefur þekk- ingu, þá hefurðu hugrekki til þess að taka réttar ákvarðanir,“ segir ráðherrann. Ítarlegt viðtal birtist á frettabla- did.is í dag klukkan 14.00. Þurfum ekki að ræða kynlíf í bakherbergi Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra stefnir á allsherjar úttekt á kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum um landið allt, ásamt Sól- borgu Guðbrandsdóttur fyrirlesara og Sigríði Dögg Arnardóttur kynfræðingi. Þær Sólborg, Lilja og Sigríður Dögg eru alls óhræddar að ræða kynlíf, klám og kynsjúkdóma. Lilja hyggst ráðast í allsherjar úttekt á kynfræðslu í skólum, eru þær Sólborg og Sigríður Dögg í starfshópi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON Meira á frettabladid.is Ingunn Lára Kristjánsdóttir ingunnlara@frettabladid.is 2 4 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.