Fréttablaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 92
Lífið í vikunni 18.10.20- 24.10.20 ÞRÁTT FYRIR AÐ VERA NÚ VIÐURKENND SEM LYKILSTÖRF Í SAMFÉLAGINU, HAFA ÞESSI STÖRF Í ÁRATUGI VERIÐ METIN MINNA VIRÐI EN ÖNNUR STÖRF ÞAR SEM KARLAR ERU Í MEIRIHLUTA. Tryggðu þér skemmtilegri vetur á stod2.is MENNTUN GEGN FÁTÆKT UNICEF á Íslandi stendur nú fyrir sölu á peysum, en að sögn Stein- unnar Jakobsdóttur mun fjárhæðin sem safnast nýtast í að tryggja bág- stöddum börnum greiðari aðgang að menntun í heimsfaraldrinum. TÓNELSK TAMNINGAKONA Á dögunum kom út lagið Tímamót, sungið og samið af tamninga- og tónlistarkonunni Fríðu Hansen. Fríða samdi sitt fyrsta lag á níutíu ára gamalt fótstigið orgel þegar hún var einungis tíu ára gömul. Á MILLI STUNDA Unnur Elísabet stendur fyrir lista- hátíðinni Ég býð mig fram, sem halda átti í þriðja skipti um þessar mundir. Undirtitill hátíðarinnar í ár er: Á milli stunda og gerði hún myndband í tengslum við verkið sem vakið hefur athygli. Konur lifa ekki á þakklætinu Í dag eru liðin 45 ár frá fyrsta kvennafrí- deginum. Í ár er áhersla kvennafrídagsins á kvennastéttir sem starfa í framlínunni í baráttunni gegn COVID-19 faraldrinum. Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands. FRETTABLADID/STEFÁN SKAPA LÍF Í LOKUN Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams og Guðfinnur Sölvi Karlsson, eigendur Priksins, hrundu í gær af stað verkefninu Sköpum líf í lokun. Því er ætlað að glæða miðbæinn lífi með því að aðstoða skapandi fólk að nýta tóm rými. Kvennafrídagurinn er í dag en fjörutíu og fimm ár eru liðin frá því hann var haldinn í fyrsta skipti hér á landi. Konur hafa lagt niður vinnu í sex skipti til að mót- mæla kynbundnu misrétti, árin 1975,1985,2005, 2010, 2016 og 2018. Venjulega hafa verið haldnir bar- áttufundir í tilefni dagsins, en vegna heimsfaraldursins fer dagurinn fram með öðru sniði. Í ár er sérstök áhersla lögð á kvennastéttir sem starfa í framlínunni í baráttunni gegn kórónaveirunni undir kjörorð- unum: Konur lifa ekki á þakklætinu. Áframhaldandi barátta Kvennafrídagurinn var haldinn í fyrsta sinn 24. október árið 1975. Þá tóku kvennasamtök, kvenfélög og stéttarfélög sig saman og skipu- lögðu dag þar sem konur lögðu niður vinnu, til að leggja áherslu á mikilvægi vinnuframlags kvenna á Íslandi. 24. október er dagur Sam- einuðu þjóðanna, en Allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna helgaði áratuginn 1975 til 1985 málefnum kvenna. Tatjana Latinović, formað- ur Kvenréttindafélags Íslands, segir að í dag, 45 árum síðar, sé framlag kvenna til samfélagsins enn ekki að fullu metið að verðleikum. „Konur eru enn með 25 prósenta lægri atvinnutekjur að meðaltali en karl- ar. Þar með hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir sex klukku- stundir og eina mínútu miðað við fullan vinnudag frá klukkan níu til fimm. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið klukkan 15.01 í dag.“ Konur í framlínu gegn COVID-19 Í ár er lögð sérstök áhersla á konur sem starfa í framlínunni gegn COVID-19 hér á landi, enda sinna konur að stærstum hluta störfum sem skilgreind eru á tímum veir- unnar sem nauðsynleg grunn- þjónusta. Konur eru 75 prósent af starfsfólki í heilbrigðis- og félags- þjónustu, 73 prósent starfsfólks í fræðslustarfsemi og 57 prósent þeirra starfa við þjónustu og versl- un. Á heimsvísu eru konur um 70 prósent þeirra sem starfa í heilsu- gæslu og við félagsþjónustu, og þær eru í meirihluta þeirra sem standa í framlínunni í baráttunni gegn COVID-19. „Kvennastörf eru undir- staða samfélags okkar, undirstaða vinnumarkaðarins. En þrátt fyrir að vera nú viðurkennd sem lykil- störf í samfélaginu, hafa þessi störf í áratugi verið metin minna virði en önnur störf, þar sem karlar eru í meirihluta. Konur bera líka enn þann dag í dag hitann og þungann af umönnun barna og aldraðra, og án dagvistunar og hjúkrunarheim- ila og án ólaunaðrar vinnu kvenna á heimilum, væri ekki hægt að halda vinnumarkaðnum gangandi. Án þeirra væri íslenskt samfélag óstarf- hæft. Konur í framlínustörfum munu ekki leggja niður störf sín í dag, á kvennafrídeginum, þrátt fyrir að ærin ástæða sé til,“ segir Tatjana. Staðan breyst lítillega Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands ættu konur að leggja niður störf klukkan 15.01 í dag. Árið 2005 voru konur hvattar til að leggja niður vinnu klukkan 14.08, en tímasetn- ing verkfallsins var þá reiknuð út frá mun á heildarlaunum kynjanna. Árið 2010 sýndu útreikningar að konur hefðu unnið fyrir kaupinu klukkan 14.25. Tímasetningin árið 2016 var 14.38 og 2018 14.55, í fyrra var það heilli mínútu síðar eða 14.56. Staðan virðist því skána lítil- lega með árunum þó enn sé langt í land. Baráttufundur með öðru sniði Ekki verður hægt að safnast saman á baráttufundi í ár eins og venjan er, vegna samkomutakmarkana. Konur á Ísafirði standa hins vegar fyrir rafrænum samstöðufundi. Fundurinn verður í beinu streymi á Facebook- síðunni Kvennaverkfall- netviðburður og hefst klukkan eitt. Bryndís Friðgeirsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður, opnar fundinn með því að lesa upp yfirlýsingu frá Kven- réttindafélagi Íslands og samtökum launþega. Kvenréttindafélagið stendur einnig fyrir stafrænni her- ferð sem hófst á samfélagsmiðlum í gær og í dag verða birtar auglýsingar á netmiðlum. Þá hefur einnig verið útbúið nýtt merki kvennafrídagsins í tilefni 45 ára afmælisins. Mikilvægt að sýna samstöðu Tatjana segir að COVID-19 hafi haft ýmsar afleiðingar í för með sér, sjúk- dómurinn hafi ekki aðeins stefnt heilsu okkar í hættu heldur ýti far- sóttir undir kynjamisrétti og annað ójafnrétti í samfélaginu. „Nú er mikilvægt fyrir okkur öll sem unnum jafnrétti að slá ekki af í baráttu okkar fyrir betri heimi. Við verðum að tryggja að kynja- jafnrétti verði ekki utanveltu í því samfélagi sem við sköpum í kjölfar faraldursins. Við verðum að tryggja kjarajafnrétti til frambúðar. Áfram stelpur!“ segir Tatjana að lokum. urdur@frettabladid.is 2 4 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R48 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.