Fréttablaðið - 24.10.2020, Side 92

Fréttablaðið - 24.10.2020, Side 92
Lífið í vikunni 18.10.20- 24.10.20 ÞRÁTT FYRIR AÐ VERA NÚ VIÐURKENND SEM LYKILSTÖRF Í SAMFÉLAGINU, HAFA ÞESSI STÖRF Í ÁRATUGI VERIÐ METIN MINNA VIRÐI EN ÖNNUR STÖRF ÞAR SEM KARLAR ERU Í MEIRIHLUTA. Tryggðu þér skemmtilegri vetur á stod2.is MENNTUN GEGN FÁTÆKT UNICEF á Íslandi stendur nú fyrir sölu á peysum, en að sögn Stein- unnar Jakobsdóttur mun fjárhæðin sem safnast nýtast í að tryggja bág- stöddum börnum greiðari aðgang að menntun í heimsfaraldrinum. TÓNELSK TAMNINGAKONA Á dögunum kom út lagið Tímamót, sungið og samið af tamninga- og tónlistarkonunni Fríðu Hansen. Fríða samdi sitt fyrsta lag á níutíu ára gamalt fótstigið orgel þegar hún var einungis tíu ára gömul. Á MILLI STUNDA Unnur Elísabet stendur fyrir lista- hátíðinni Ég býð mig fram, sem halda átti í þriðja skipti um þessar mundir. Undirtitill hátíðarinnar í ár er: Á milli stunda og gerði hún myndband í tengslum við verkið sem vakið hefur athygli. Konur lifa ekki á þakklætinu Í dag eru liðin 45 ár frá fyrsta kvennafrí- deginum. Í ár er áhersla kvennafrídagsins á kvennastéttir sem starfa í framlínunni í baráttunni gegn COVID-19 faraldrinum. Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands. FRETTABLADID/STEFÁN SKAPA LÍF Í LOKUN Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams og Guðfinnur Sölvi Karlsson, eigendur Priksins, hrundu í gær af stað verkefninu Sköpum líf í lokun. Því er ætlað að glæða miðbæinn lífi með því að aðstoða skapandi fólk að nýta tóm rými. Kvennafrídagurinn er í dag en fjörutíu og fimm ár eru liðin frá því hann var haldinn í fyrsta skipti hér á landi. Konur hafa lagt niður vinnu í sex skipti til að mót- mæla kynbundnu misrétti, árin 1975,1985,2005, 2010, 2016 og 2018. Venjulega hafa verið haldnir bar- áttufundir í tilefni dagsins, en vegna heimsfaraldursins fer dagurinn fram með öðru sniði. Í ár er sérstök áhersla lögð á kvennastéttir sem starfa í framlínunni í baráttunni gegn kórónaveirunni undir kjörorð- unum: Konur lifa ekki á þakklætinu. Áframhaldandi barátta Kvennafrídagurinn var haldinn í fyrsta sinn 24. október árið 1975. Þá tóku kvennasamtök, kvenfélög og stéttarfélög sig saman og skipu- lögðu dag þar sem konur lögðu niður vinnu, til að leggja áherslu á mikilvægi vinnuframlags kvenna á Íslandi. 24. október er dagur Sam- einuðu þjóðanna, en Allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna helgaði áratuginn 1975 til 1985 málefnum kvenna. Tatjana Latinović, formað- ur Kvenréttindafélags Íslands, segir að í dag, 45 árum síðar, sé framlag kvenna til samfélagsins enn ekki að fullu metið að verðleikum. „Konur eru enn með 25 prósenta lægri atvinnutekjur að meðaltali en karl- ar. Þar með hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir sex klukku- stundir og eina mínútu miðað við fullan vinnudag frá klukkan níu til fimm. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið klukkan 15.01 í dag.“ Konur í framlínu gegn COVID-19 Í ár er lögð sérstök áhersla á konur sem starfa í framlínunni gegn COVID-19 hér á landi, enda sinna konur að stærstum hluta störfum sem skilgreind eru á tímum veir- unnar sem nauðsynleg grunn- þjónusta. Konur eru 75 prósent af starfsfólki í heilbrigðis- og félags- þjónustu, 73 prósent starfsfólks í fræðslustarfsemi og 57 prósent þeirra starfa við þjónustu og versl- un. Á heimsvísu eru konur um 70 prósent þeirra sem starfa í heilsu- gæslu og við félagsþjónustu, og þær eru í meirihluta þeirra sem standa í framlínunni í baráttunni gegn COVID-19. „Kvennastörf eru undir- staða samfélags okkar, undirstaða vinnumarkaðarins. En þrátt fyrir að vera nú viðurkennd sem lykil- störf í samfélaginu, hafa þessi störf í áratugi verið metin minna virði en önnur störf, þar sem karlar eru í meirihluta. Konur bera líka enn þann dag í dag hitann og þungann af umönnun barna og aldraðra, og án dagvistunar og hjúkrunarheim- ila og án ólaunaðrar vinnu kvenna á heimilum, væri ekki hægt að halda vinnumarkaðnum gangandi. Án þeirra væri íslenskt samfélag óstarf- hæft. Konur í framlínustörfum munu ekki leggja niður störf sín í dag, á kvennafrídeginum, þrátt fyrir að ærin ástæða sé til,“ segir Tatjana. Staðan breyst lítillega Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands ættu konur að leggja niður störf klukkan 15.01 í dag. Árið 2005 voru konur hvattar til að leggja niður vinnu klukkan 14.08, en tímasetn- ing verkfallsins var þá reiknuð út frá mun á heildarlaunum kynjanna. Árið 2010 sýndu útreikningar að konur hefðu unnið fyrir kaupinu klukkan 14.25. Tímasetningin árið 2016 var 14.38 og 2018 14.55, í fyrra var það heilli mínútu síðar eða 14.56. Staðan virðist því skána lítil- lega með árunum þó enn sé langt í land. Baráttufundur með öðru sniði Ekki verður hægt að safnast saman á baráttufundi í ár eins og venjan er, vegna samkomutakmarkana. Konur á Ísafirði standa hins vegar fyrir rafrænum samstöðufundi. Fundurinn verður í beinu streymi á Facebook- síðunni Kvennaverkfall- netviðburður og hefst klukkan eitt. Bryndís Friðgeirsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður, opnar fundinn með því að lesa upp yfirlýsingu frá Kven- réttindafélagi Íslands og samtökum launþega. Kvenréttindafélagið stendur einnig fyrir stafrænni her- ferð sem hófst á samfélagsmiðlum í gær og í dag verða birtar auglýsingar á netmiðlum. Þá hefur einnig verið útbúið nýtt merki kvennafrídagsins í tilefni 45 ára afmælisins. Mikilvægt að sýna samstöðu Tatjana segir að COVID-19 hafi haft ýmsar afleiðingar í för með sér, sjúk- dómurinn hafi ekki aðeins stefnt heilsu okkar í hættu heldur ýti far- sóttir undir kynjamisrétti og annað ójafnrétti í samfélaginu. „Nú er mikilvægt fyrir okkur öll sem unnum jafnrétti að slá ekki af í baráttu okkar fyrir betri heimi. Við verðum að tryggja að kynja- jafnrétti verði ekki utanveltu í því samfélagi sem við sköpum í kjölfar faraldursins. Við verðum að tryggja kjarajafnrétti til frambúðar. Áfram stelpur!“ segir Tatjana að lokum. urdur@frettabladid.is 2 4 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R48 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.