Fréttablaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 42
Hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er laus til umsóknar staða sérfræðings í loftslagsmálum á skrifstofu loftslagsmála.
Starfið felst einkum í vinnu að stefnumótun í málaflokknum, m.a. að því er varðar aðgerðir Íslands í loftslagsmálum, aðlögun
að loftslagsbreytingum og kolefnishlutleysi og eftirfylgni við áætlanir stjórnvalda á þessum sviðum. Um er að ræða fjölbreytt
og krefjandi starf í sívaxandi málaflokki, sem kallar á víðtæka samvinnu og samstarf við aðila innan sem utan stjórnkerfisins,
auk skilnings og þátttöku í alþjóðastarfi.
Starfssvið:
• Umsjón með eftirfylgni áætlana, skýrslugerð og þátttaka
í stefnumótun og áætlanagerð í loftslagsmálum
• Framkvæmd á regluverki loftslagsmála, þ.m.t. á sviði
EES-samningsins
• Þátttaka í vinnslu lagafrumvarpa og reglugerða
• Samskipti við stjórnvöld, hagaðila og aðra
• Alþjóðlegt samstarf
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólapróf með meistaragráðu sem nýtist í starfi
• Þekking eða reynsla á sviði loftslagsmála
• Þekking og/eða reynsla af stjórnsýslu, þ.á.m.
á EES-samningnum, er kostur
• Frumkvæði, færni í stefnumótun, skipulögð vinnubrögð
og sjálfstæði í starfi
• Góð samskiptahæfni og geta til að vinna undir álagi
• Mjög gott vald á ritaðri og talaðri íslensku
• Mjög góð kunnátta í ensku, kunnátta í einu
Norðurlandamáli er kostur
Í ráðuneytinu starfa rúmlega 40 starfsmenn á sex skrifstofum. Ráðuneytið leggur áherslu á góðan starfsanda, góð
starfsskilyrði og jafnræði kynjanna. Ráðuneytið hefur hlotið gæðavottun umhverfisstjórnunarkerfis og jafnlaunavottun.
Umsóknarfrestur er til og með 9. nóvember nk.
Sótt er um starfið á Starfatorgi – starfatorg.is
Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem
gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Upplýsingar um starfið veitir Danfríður Skarphéðinsdóttir settur skrifstofustjóri
skrifstofu loftslagsmála, netfang danfridur.skarphedinsdottir@uar.is.
Sérfræðingur á sviði loftslagsmála
SKAPANDI SAMFÉLAG Á FRÆÐASVIÐI LISTA
SVIÐSFORSETI AKADEMÍSKRAR ÞRÓUNAR
Listaháskóli Íslands leitar eftir metnaðarfullum og skipulögðum einstaklingi með mikla leiðtogahæfni
í stöðu sviðsforseta akademískrar þróunar.
SVIÐSFORSETINN
– er leiðandi í þróun á kennslu, rannsóknum og akademískum vinnubrögðum við LHÍ
– ber ábyrgð á akademískri uppbyggingu sviðsins
– leiðir uppbyggingu og þróun meistaranámsbrauta
– vinnur að þverfaglegum markmiðum og innleiðingu á stefnu LHÍ í samráði við aðra stjórnendur
– stýrir starfsemi sviðsins, annast stjórnun þess og rekstur og sinnir starfsmannahaldi.
Starfshlutfall er 100%.
Umsóknarfrestur er 11. nóvember 2020.
Ráðið er í starfið frá miðjum janúar 2021.
Ítarlegar upplýsingar um starfið, hæfiskröfur og umsóknargögn er að finna á lhi.is/laus-storf
Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.
Skólinn áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
8 ATVINNUAUGLÝSINGAR 2 4 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R