Fréttablaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 68
Kristín býr með Helga syni sínum, kettinum Skottu og hundinum Arabíu, í Vesturbænum. Snædís dóttir hennar er nýf lutt til London í nám. „Það hefur auðvitað mikil áhrif á fjölskyldulífið, þar sem við höfum alltaf verið mjög samrýmd öll þrjú. Sérstaklega eru það góðar fjölskyldustundir þegar ég er að dunda mér í eld- húsinu og þau sitja á móti mér við eldhúseyjuna, stundum að elda með mér en stundum að sinna sínu. Eftir að Snædís fór út höfum við haldið þeim sið með því að nota myndsímtöl. Þá getum við spjallað saman þegar ég elda og yfir kvöldmatnum. Mér finnst svakalega gott og afslappandi að leika mér í eldhúsinu og nýt þess að koma heim eftir vinnudaginn á LEX lögmannsstofu og elda,“ segir Kristín. „Ég hef voða gaman af því að elda súpur á haustin þegar það fer að kólna í veðri og baka brauð. Finnst það eitthvað svo hlýlegt og tilheyrandi.“ Ertu til í að deila með okkur þínum uppáhaldshaustréttum? „Mér finnst tilheyrandi að elda rótargrænmeti á haustin, sér- staklega þegar maður fær glænýtt íslenskt grænmeti. Grunnurinn að súpunni eru gulrætur, kart- öf lur og rófur. Ég er með lítinn matjurtagarð bak við hús. Ég rækta þar grænkál, salat, spínat, rabarbara, skessujurt og krydd- jurtir. Svo rækta ég graslauk og jarðarber á svölunum. Grænkál- spestóið er einmitt úr heimarækt- uðu grænkáli og rjómaosturinn er kryddaður með graslauk af svölunum. Heimabökuðu beyglurnar eru svo algjört sælgæti með rjómaostinum.“ Haustsúpa úr íslenskri uppskeru Uppskriftin er stór og venju- lega frysti ég hluta í nokkrum skömmtum. 2 blaðlaukar 4 gulrætur 2 kúrbítar 2 eggaldin 2 bufftómatar 2 kartöflur 1 rófa 4 ½ bolli af grænmetis- eða kjúkl- ingasoði 2 msk. ólífuolía 2 msk. fersk basilíka 2 msk. sítrónusafi Salt og pipar Skerið laukinn smátt, annað græn- meti í grófa bita og setjið í ofnskúffu. Blandið saman ólífuolíu og vel af salti og pipar og nuddið á græn- metið. Hellið um hálfum bolla af soðinu yfir. Bakið í ofni við 200°C í 40 mínútur en fylgist með og snúið við svo grænmetið bakist jafnt. Maukið grænmetið í blandara, í nokkrum skömmtum, með hluta af kjúklingasoðinu og setjið í stóran pott. Bætið afganginum af kjúkl- ingasoðinu út í pottinn ásamt smátt skorinni ferskri basilíku og sítrónu- safa. Þynnið með vatni ef súpan er of þykk. Kryddið eftir smekk. Gott er að toppa súpuna á disknum með 1 msk. af rauðu pestói. Rautt pestó ½ bolli af góðum, sólþurrkuðum tómötum 2 msk. ólífuolía 2 msk. furuhnetur 2 msk. fersk basilíka salt og pipar Allt sett í blandara og maukað þar til góðri áferð er náð. Grænkálspestó 12 grænkálsblöð, stilkur skorinn frá. 1/3 bolli pistasíuhnetukjarnar 1 hvítlauksrif 2-3 msk. ólífuolía 50 g parmesan Setjið grænkálið í sjóðandi vatn og látið sjóða í 30 sekúndur. Kálið verður svo fallega grænt við suð- una. Kælið grænkálið og kreistið vatnið frá. Allt sett í blandara og maukað þar til góðri áferð er náð. Rjómaostur með ferskum kryddjurtum 1 l nýmjólk 2 msk. sítrónusafi Salt Ferskar kryddjurtir Hitið mjólkina að suðu, lækkið hitann, bætið sítrónusafa út í og hrærið stöðugt í. Eftir stutta stund fer mjólkin að skilja sig. Takið af hitanum og kælið. Leggið fína grisju eða eldhúspappír yfir sigti og setjið sigtið yfir skál. Hellið blöndunni í og látið standa í 30-60 mínútur. Setjið ostinn í skál og kryddið hann með salti og ferskum kryddjurtum. Ef osturinn er korn- óttur, þegar hann kemur úr sigtinu, má skella honum í matvinnsluvél áður en hann er kryddaður. Beyglur – ótrúlega einföld uppskrift 2 tsk. þurrger ½ tsk. sykur ½ bolli vatn 1 og 2/3 bolli hveiti ½ tsk. salt 1 msk. sykur 2 msk. mjúkt smjör 1 tsk. matarsódi 1 egg fræ að eigin vali Hitið ofninn í 200°C. Blandið geri, sykri og vatni saman. Látið standa í stutta stund. Setjið öll þurrefnin í skál, blandið gerblöndunni og smjörinu við og hnoðið vel. Bætið við smá hveiti ef deigið er of blautt. Látið hefast í 40 mínútur. Skiptið deiginu í sex jafna bita. Mótið hringi úr hverjum bita, ég geri fyrst kúlu og svo gat með fingrinum. Látið hefast aftur í 15 mínútur. Sjóðið vatn og látið 1 tsk. af matarsóda út í. Notið gataspaða og dýfið einni beyglu í einu ofan í sjóðandi vatnið í um 15 sekúndur. Penslið beyglurnar með eggi og toppið með fræjum. Færið yfir á bökunarplötu og bakið í 15 mínútur. Hin fullkomna haustsúpa Haustið er tími uppskerunnar og margir eiga sína uppáhaldsrétti sem tengjast þessari árstíð. Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður og matgæðingur, nýtur sín best heima í eldhúsinu. Kristín Edwald hefur ástríðu fyrir matargerð og býður hér mjög girni- legar uppskriftir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Haustsúpa sem er stútfull af víta- mínum og með alls konar grænmeti. Kristín bakar þessar beyglur og gefur hér mjög auðvelda uppskrift. Pestó er alltaf í uppáhaldi, til dæmis með beyglunum. Sjöfn Þórðardóttir Matarást Sjafnar Fiskislóð 30 101 Reykjavík 561 4110 Grjóthálsi 10 110 Reykjavík 561 4210 Njarðarbraut 9 260 Reykjanesbæ 420 3333 Njarðarnesi 1 603 Akureyri 460 4350 Lyngási 8 210 Garðabæ 565 8600 Breiðhöfði 13 110 Reykjavík 590 2080 Sjáðu úrvalið á nesdekk.is B irt m eð fyrirvara um m ynd a- o g textab reng l. Skoðaðu nýju heimasíðuna okkar á nesdekk.is Þar getur þú fundið réttu dekkin sem henta þér best og gengið frá kaupunum. POWER IS NOTHING WITHOUT CONTROL Toyo Pirelli Nankang InterstateLaufen Maxxis Mastercraft 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 4 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.