Fréttablaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 4
FIAT SENDIBÍLAR - GERIÐ SAMANBURÐ! FIAT DUCATO LANGUR FIAT DOBLO UMBOÐSAÐILI FIAT Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 WWW.FIATPROFESSIONAL.IS • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 fiatprofessional.is • 2.3 dísel 140 hestöfl • 9 gíra alvöru sjálfskipting • Mjög vel útbúinn, m.a.: Bakkmyndavél, leiðsögukerfi, hraðastillir, 3ja manna • 1.3 dísel 95 hestöfl • 5 gíra beinskiptur • 3ja manna • 13m3 flutningsrými • Burðargeta 1200 kg • 3,4m3/4,2m3* flutningsrými • 750 kg/900 kg* burðargeta *Doblo Maxi langur ÁRA5ÁBYRGÐ LEIÐRÉTTING Rangt var farið með starfsaldur Gísla Magna Sigríðarsonar, kórstjóra hjá Léttsveit Reykjavíkur, í blaðinu í gær. Hann hefur stjórnað kórnum frá árinu 2012. Katrín Sif Einarsdóttir heimshornaf lakkari hefur ferðast til 222 landa. Heimsfaraldur- inn hefur sett strik í reikning- inn, en Katrín Sif ferðast á Íslandi á meðan hann gengur yfir. Júlía Brekkan listakona selur veggspjöld með teikningum sem sýna sterkar íslenskar konur. Segir hún verkefnið sýna mikilvægi þess að konur eigi sterkar fyrirmyndir. „Verkefnið endurspeglar hversu dýrmætt það er að hafa stuðning og eiga sterkar fyrirmyndir.“ Einar S. Hálfdánarson löggiltur endur- skoðandi og lögmaður vildi vita hvort það stæðist lög að færa eignir Félagsbústaða eins og gert var í reikningi Reykjavíkurborgar. „Það skiptir ekki máli hvort fasteign- irnar eru taldar vera fjárfestinga- fasteignir af stjórn Félagsbústaða, heldur hver tilgangur borgar- innar er með því að eiga félagslegar íbúðir.“ 195 milljarðar króna er áætlað virði fyrirtækisins Alvotech. 19.000 störf hafa horfið á ári hérlendis. 550 hermenn eru eða eru á leið til landsins til æfingadvalar. 52 milljarðar eru neikvæð áhrif þess að færa eignir Félagsbústaða á kostnaðarverði. 138 tónleikar hafa verið haldnir í Hörpu það sem af er ári. TÖLUR VIKUNNAR 18.10.2020 TIL 24.10.2020 Þrjú í fréttum Flakkari, listakona og endurskoðandi STJÓRNSÝSLA Sex þeirra sjö umsækj- enda sem sóttu um embætti dómara við Hæstarétt í haust eru metin hæf- ust, í drögum að dómnefndaráliti nefndar, sem metur hæfi dómara- efna í aðdraganda skipunar. Um er að ræða fjóra dómara við Landsrétt, þau Aðalstein E. Jónas- son, Davíð Þór Björgvinsson, Odd- nýju Mjöll Arnardóttur og Þorgeir Inga Njálsson, auk tveggja prófess- ora við lagadeild Háskóla Íslands, Ásu Ólafsdóttur og Bjargar Thor- arensen. Ástríður Grímsdóttir, héraðs- dómari, dró umsókn sína til baka. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hafa drög að dómnefnd- aráliti með þessari niðurstöðu nú verið send til umsækjenda og þeim veittur frestur fram í næstu viku til að andmæla. Það mun þó ekki vera í fyrsta heldur annað sinn, sem drög frá nefndinni eru send til umsækj- enda. Í fyrri drögum voru eingöngu landsréttardómararnir metnir hæfastir og hæfari en báðir prófess- orarnir. Heimildir blaðsins herma að það hafi komið mörgum innan lög- fræðingasamfélagsins mjög á óvart að Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti, sé ekki í hópi þeirra sem nefndin taldi hæfasta, en hvorki hún né Ása Ólafsdóttir voru í úrvalshópi umsækjenda í fyrstu drögum. Prófessorarnir tveir hafa báðar minni dómarareynslu en hin fjögur sem öll eru dómarar við Lands- rétt. Heimildarmenn blaðsins sem þekkja til málsins segja að álitsdrög- in hafi verið gagnrýnd sérstaklega, fyrir ofuráherslu á dómarareynslu umsækjenda, enda Hæstiréttur með annars konar hlutverk en aðrir dóm- stólar í landinu. Vegna breytts hlutverks Hæsta- réttar fækkar mjög málum sem tekin eru til meðferðar við réttinn og er markmiðið að dómarar við réttinn fái svigrúm til að kveða upp vandaða og fordæmisgefandi dóma, sem veita um leið leiðbeiningu til neðri dómstiganna, en sem æðsti dómstóll landsins fer Hæstiréttur einnig með það hlutverk að skera úr um hvort sett lög og aðrar réttar- reglur standist stjórnarskrá. Dómarareynsla skipti hins vegar meira máli hjá dómstólum á neðri dómstigum þar sem málaálag er mikið. Eins og Fréttablaðið fjallaði um í vor er nú þegar gríðarlega mikil dómarareynsla í Hæstarétti, en f lestir dómaranna sem nú sitja í réttinum höfðu áður starfað sem dómarar, ýmist við héraðsdómstóla eða Landsrétt, og einn þeirra hefur einnig reynslu af setu í alþjóðlegum dómstól. Eins og áður sagði hafa umsækj- endum um stöðurnar, sem eru nú allir metnir jafnhæfir, verið send ný drög að áliti og þeim gefinn frestur á ný til að veita andmæli. Þessi máls- meðferð vekur einnig nokkra furðu, enda hefur umsækjendum þegar verið veittur andmælaréttur um hvernig þeir eru metnir af nefnd- inni. Verði niðurstaða nefndarinnar í samræmi við þau drög sem nú liggja fyrir, þarf dómsmálaráðherra því að velja dómaraefnin tvö úr hópi allra umsækjendanna, nema þess eins sem dró umsögn sína til baka. Aðeins fimm dómarar sitja nú í Hæstarétti eftir að Gréta Baldurs- dóttir og Þorgeir Örlygsson fóru á eftirlaun fyrr í haust, en dómarar við réttinn eiga að vera sjö, lögum samkvæmt. Fjórir karlar sitja nú í réttinum en aðeins ein kona. Því þykir líklegt að dómsmálaráðherra velji allavega eina konu en kysi hún að velja tvær konur verða kynjahlut- föll við réttinn jafnari en nokkru sinni fyrr. adalheidur@frettabladid.is Sex metin hæfust í Hæstarétt Allir umsækjendur um tvö laus embætti dómara við Hæstarétt eru metnir hæfastir að dómnefndaráliti, nema einn umsækjandi sem dró umsókn sína til baka. Upphaflega voru aðeins fjögur metin hæfust. Almennt dæma fimm dómarar hvert mál í Hæstarétti, alls sitja sjö dómarar við réttinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Björg Thorarensen hefur lengi verið orðuð við réttinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 2 4 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.