Fréttablaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 90
ARNÓR ÁTTI FULLT Í FANGI MEÐ AÐ HALDA UTAN UM OKKUR STEINDA, AUDDA OG ÖNNU. TILFINN- INGAR OKKAR ERU SVOLÍTIÐ EINS OG HJÁ LEIKSKÓLABARNI, AF ÞVÍ VIÐ ERUM SVO VÖN ÞVÍ AÐ LÁTA DEKRA VIÐ OKKUR. Það hefur verið nóg að gera síðasta árið hjá skáldinu og grínist-anum Halldóri Laxness Halldórssyni, sem einn-ig er þekktur sem Dóri DNA, og þá er vægt til orða tekið. „Ef við tökum þetta saman, þá sýndi ég leikrit í Þjóðleikhúsinu, gaf út skáldsögu, fór síðan í það að skrifa Venjulegt fólk og Eurogarð- inn, lék svo í Eurogarðinum, svo skilaði ég handriti að öðru leikriti í haust og núna er ég að opna bar og kaffihús. Þetta er bara eitt ár. Þú ert að tala við mann sem er að brenna kertið í báða enda. En það er ennþá gaman, það gengur vel og ég er ekki kominn með gáttaflökt,“ segir Dóri léttur í bragði. Hann segir þetta þó oftast vera svona, árið þar á undan hafi verið hektískara ef eitthvað er. „Þá var ég líka með Mið-Ísland sýningarnar, skrifandi ditten og datten og mikið til að mynda með Hadda Gunna. Við erum alltaf að skrifa einhver handrit. Ég held að ef ég myndi taka saman allt sem ég er að gera þá yrði tekið „intervention“ á mig. Leyndarmálið er að stoppa aldrei til að hugsa um hvað maður er að gera mikið. Bara hlaupa og hlaupa og hlaupa og hlaupa,“ segir hann. Ekkert venjulegt fólk Venjulegt fólk er ein vinsælasta sjónvarpsserían á landinu í dag og slær hvert áhorfendametið á fætur öðru. Þættirnir eru gerðir af Völu Kristínu Eiríksdóttur, Júlíönu Söru Gunnarsdóttur, Fannari Sveinssyni og Dóra. Þættirnir úr þriðju seríu voru sóttir 35.000 sinnum fyrsta sólarhringinn eftir að hún kom út. „Sem er rosalega mikið. Það er ótrúlega gaman hvað þessir þættir og karakterar í þessum anda hafa fundið sinn aðdáendahóp á Íslandi. Þó ég þori nú ekki að fullyrða um það, þá sýnist mér allt stefna í það að fjórða serían verði gerð.“ Dóri skrifar líka gamanþættina Eurogarðinn sem eru sýndir á Stöð 2. „Svona til samanburðar, þá var það allt öðruvísi með Venjulegt fólk. Vala og Júlíana eru fengnar til að gera Venjulegt fólk, þær tala við Fannar og ég kem síðan inn sem nokkurs konar handritsráðgjafi. Svo einhvern veginn óx ég inn í þetta ferli. Það var mjög ólíkt, því ég þekkti þau ekkert mikið áður. Þess vegna dýrka ég þetta. Þetta hefur breyst mjög í gegnum seríurnar. Ég kom upphaf lega inn einhvern veginn á þeim forsendum að þau væru svo blaut á bak við eyrun í handritagerð. Í nýjustu seríunni er það Vala sem er svolítið yfirhöf- undurinn og hafði tögl og hagldir á öllu, bæði vinnulega og efnislega. Þau eru ótrúleg öll, svo klár og læra svo hratt. Þau eru orðin betri en maður sjálfur á engum tíma. Það er samt í raun engin ákveðin mæling í að vera betri eða verri, heldur er bara svo f lott að sjá hve f ljótt þau hafa orðið fagmannleg og aðdá- unarverð,“ segir hann. Skapandi hópur Hópurinn í kringum Eurogarðinn, Anna Svava Knútsdóttir, Steindi Jr., Auðunn Blöndal og Arnór Pálmi Arnórsson, var settur saman fyrir ári og þau fengin til að skrifa þætti eftir eigin höfði. Dóri fer með hlut- verk Ómars í þáttunum. „Það var mjög ólíkt ferli, hópur af grínistum settur saman og hent inn í herbergi. Það var nú meira mausið, við vorum alltaf að rífast um eitthvað. Við erum öll stórir persónuleikar. Arnór átti fullt í fangi með að halda utan um okkur Steinda, Audda og Önnu. Tilfinn- ingar okkar eru svolítið eins og hjá leikskólabarni, af því við erum svo vön því að láta dekra við okkur,“ segir hann. Jón Gnarr kemur svo inn í þætt- ina þegar stutt er í tökur. „En hann tekur persónuna sína, þaulvinnur í henni og spinnur svo í þokkabót mikið. Þetta var líka í fyrsta sinn sem ég og Steindi gerðum eitthvað svona, eftir 22 ára vináttu. Anna Svava og Auddi eru bæði svo of boðslega góðir leik- arar. Og Steindi, það er smá eins og að vinna með Edward Norton í Birdman. Hann er alltaf að pæla í karakternum og hvað hann myndi gera. „Hey, Dóri, er hann ekki svo- lítið eins og þessi?“ Og þá var það einhver gaur sem við munum eftir frá því við vorum þrettán ára. Þetta er rosalega skapandi og gaman.“ Hann segir þau oft hafa farið inn í senur með það að markmiði að sprengja mótleikara úr hlátri. „Bestu senurnar eru þegar allir eru á nippinu að fara að hlæja, en ná að halda því inni í sér. Þá myndast svo mikil orka að það er klikkað. Ég vona innilega að við fáum að gera meira af Eurogarðinum og ef ekki honum, þá bara að við fáum að vinna aftur saman þessi hópur.“ Fjölskyldustemning Hann vinnur nú að gerð skáldsögu sem hann stefnir á að gefa út fyrir jólin á næsta ári, heppnist hún vel. „Svo var ég að skila af mér hand- riti að leikriti fyrir Borgarleik- húsið sem átti að sýna eftir ára- mótin, en hefur verið frestað fram á næsta leikhúsár. Það heitir Þétting hryggðar, það fjallar um tilfinn- ingar Reykvíkinga út frá skipu- lagsmálum. En þegar ég er ekki að skrifa þá hef ég verið vinna að því að opna bar og kaffihús með Breta sem heitir Ben Boorman. Hann er ekki aðeins nágranni minn, hann býr sem sagt við hliðina á mér, heldur er hann giftur æskuvinkonu minni. Minni fyrstu vinkonu, við höfum verið vinir síðan við vorum þriggja ára.“ Dóri er orðinn rómaður um bæinn fyrir áhuga sinn og þekk- ingu á náttúruvíni, en það verður í forgrunni á nýja staðnum. Hann verður staðsettur á Hverfisgötunni og hefur hlotið nafnið Mikki refur. „Það er svona smá fjölskyldu- stemning yfir þessu. Konan mín, Magnea Þóra Guðmundsdóttir, hannaði staðinn. Konan hans Bens og vinkona mín, Valdís Þorkels- dóttir, kom með nafnið á staðinn. Við höfum verið að bralla þetta saman, hittast á kvöldin og plana og plotta. Við erum náttúrulega að gera þetta í fyrsta skipti, þannig að við erum að reka okkur á ýmsa veggi í einhverjum leyfismálum. Við ætluðum að vera löngu búin að opna en erum svo miklir apakettir að við erum alltaf að gera eitthvað vitlaust. En það veður opnað von bráðar.“ Draumur Dóra er að þetta verði leikhússtaður enda beint á móti Þjóðleikhúsinu. „Ég vona að hérna komi fólk áður en það fer út að borða, í hléi í leik- húsinu eða bara í einn espresso á morgnana. Í gegnum þetta COVID þá hef ég fundið fyrir því hve mikið ég sakna þess að hitta fólk, þótt það sé ekki nema í tuttugu mínútur. Drekka með því einn kaffibolla eða eitt vínglas. Skiptast á hug- myndum, skoðunum, bröndurum og stælum. Skiptast á orku, þótt ég hljómi eins og jógakennari. Þetta er það sem ég sakna svo mikið. Þessi staður er byggður á þessari löngun. Löngun eftir því að hitta skemmtilegt fólk.“ Venjulegt fólk er hægt að nálgast í Sjónvarpi Símans og Eurogarður- inn er sýndur á sunnudagskvöldum á Stöð 2. Mikki Refur verður opn- aður á næstunni, svona fyrir þá sem vilja hitta skemmtilegt fólk. steingerdur@frettabladid.is Leyndarmálið er að stoppa aldrei Dóri DNA kemur að tveimur vinsælum sjónvarpsþáttum sem eru sýndir um þessar mundir, Venjulegu fólki og Eurogarðinum. Hann lætur ekki þar við sitja heldur hefur nýlega skilað af sér leikverki og ætlar að opna barinn og kaffihúsið Mikka Ref á næsta misseri. Dóri vinnur nú hörðum höndum að því að opna bar og kaffihús með konu sinni og fjölskylduvinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK ÞÚ ERT AÐ TALA VIÐ MANN SEM ER AÐ BRENNA KERTIÐ Í BÁÐA ENDA. EN ÞAÐ ER ENNÞÁ GAMAN, ÞAÐ GENGUR VEL OG ÉG ER EKKI KOMINN MEÐ GÁTTAFLÖKT. 2 4 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R46 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.