Fréttablaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 34
Það tekur enginn þá ákvörðun að flýja nema í neyð, og sú neyð getur skapast hvar sem er í heiminum. Fyrst vann ég í verkefninu Opið hús, en sá viðburður er hald­inn tvisvar í viku fyrir inn­ flytjendur og flóttafólk á Íslandi. Þar fær fólk upplýsingar og ráðgjöf, meðal annars um sína stöðu og réttindi á Íslandi. Við svörum því sem við getum en beinum í réttan farveg því sem er ekki á okkar færi að leysa. Þá beinum við fólki til ýmiss konar stofnana, eins og Félagsþjónustunnar, Vinnumála­ stofnunar, eða annarra samtaka. Það getur enda ýmislegt komið upp og það verður að vera til staður þar sem fólk getur leitað til að fá svör og leiðbeiningar um næstu skref,“ segir Sóley. Félagsleg aðlögun Leiðsöguvinir og Tölum saman eru bæði verkefni starfrækt til hálfs árs í senn. „Leiðsöguvinir byggir á gagnkvæmri aðlögun fólks sem hefur hlotið alþjóðega vernd á Íslandi og heimamanna og stuðlar að félagslegum stuðningi. Við pörum skjólstæðinga og íslenska sjálf boðaliða saman og þau ein­ faldlega eyða tíma saman. Það er ómetanlegt að kynnast nýju heimalandi gegnum heimamenn og hafa einhvern sem þau geta leitað til. Í Tölum saman verkefn­ inu fær fólkið tækifæri til þess að æfa sig vikulega í íslensku, klukku­ tíma í senn, með sjálf boðaliða. Þar fyrir utan sinnum við einnig hagsmunagæslu og málsvarastarfi fyrir innflytjendur og flóttafólk. Við bendum á brotalamir sem við finnum í kerfinu og sinnum mál­ svarastarfinu sem fylgir. Þá er líka algengt að innflytjendur og flótta­ fólk þekki ekki réttindi sín.“ Félagsstarfið er mikilvægt Starf Rauða krossins með flótta­ fólki byrjar nánast strax er f lótta­ maður sækir um vernd hér á landi, en Rauði krossinn sinnir réttar­ aðstoð og talsmannaþjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Rauði krossinn starfrækir einnig félagsstarf fyrir umsækj­ endur um alþjóðlega vernd og svo er þjónustuteymi með opna viðtalstíma. Félagsstarfið er stór þáttur í lífi umsækjenda enda getur tekið allt frá einum mánuði upp í tvö ár að fá endanlegt svar við umsókninni. Næstu skref Þegar fólk fær alþjóðlega vernd á Íslandi er mikilvægt að það fái leiðbeiningar um fyrstu skrefin því lífið breytist afar hratt þegar fólk fær kennitölu. „Fólk þarf að flytja úr sínu búsetuúrræði, finna húsnæði, skrifa undir leigusamn­ ing, opna bankareikning og fleira. Aðgengi að upplýsingum getur verið flókið vegna tungumála­ örðugleika og margar stofnanir eru eingöngu með upplýsingar og eyðublöð á íslensku. Þessar fyrstu vikur eftir stöðuveitingu geta verið mjög stressandi.“ Faraldur Fram að faraldrinum mældist þátttaka innflytjenda á atvinnu­ markaðnum meiri en hjá heima­ mönnum. Nú hefur staðan breyst og mörg störf innflytjenda eru horfin. „Hafi fólk ekki unnið hér nógu lengi fær það ekki atvinnu­ leysisbætur. En það er heldur ekki auðvelt að flytja til baka, því að mögulega á fólkið heldur ekki bótarétt þar. Í tilfelli f lóttafólks er það einfaldlega ekki í boði að snúa aftur.“ Á tímum heimsfaraldurs verður enn brýnna en áður að upplýsing­ ar komist skýrt til skila. „Vanda­ málið eykst þegar stofnanir loka og starfsemi færist yfir á netið. Það getur flækt málin fyrir innflytj­ endur að skrá sig inn með rafræn­ um skilríkjum og fylla út eyðublöð á ókunnugu tungumáli. Þar eru Almannavarnir til fyrirmyndar, en á covid.is er að finna upplýsingar á fjölda tungumálum.“ Tökum þátt Starf Rauða krossins felst að stórum hluta í sálrænum stuðn­ ingi, sem fæst með því að hlusta og tala saman. „Rauði krossinn er alltaf á höttunum eftir f leiri sjálf boðaliðum. Starfið er allt í senn skemmtilegt, lærdómsríkt og afar gefandi og ég veit ekki um sjálf boðaliða hjá okkur sem hefur séð eftir sínum tíma. Fólk áttar sig líka fljótt á því að hver sem er getur orðið flóttamaður. Það tekur enginn þá ákvörðun að flýja nema í neyð, og sú neyð getur skapast hvar sem er í heiminum. Við hvetj­ um áhugasama til þess að fara inn á vefsíðu okkar, raudikrossinn. is og skrá sig sem sjálf boðaliða.“ Neyðin getur skapast hvar sem er Rauði krossinn gegnir meðal annars lykilstarfi í málefnum flóttafólks og innflytjenda á Íslandi og sem verkefnastjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu í þeim málefnum hefur Sóley Ómars- dóttir unnið í nokkrum verkefnum sem tengjast málefnum flóttamanna og innflytjenda. Sóley Ómarsdóttir, verkefnastjóri í málefnum flóttafólks og innflytjenda hjá Rauða krossinum, hvetur fólk til að sækja um að vera sjálfboðaliði á vegum Rauða krossins. Starfið sé bæði skemmtilegt og gjöfult og veiti ómetanlega innsýn í málefni flóttamanna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN n 08:00 Farið með morgunmat til gesta. Sumir sváfu og var bakki skilinn eftir við hurðina. Tekið spjall við þá sem voru vakandi, hvernig þeir sváfu og hvernig þeim líði. Á eitt herbergi vantaði kaffi, sykur og verkjatöflur. Í öðru herbergi var gestur kominn með 39,2 stiga hita og þarf að fylgjast vel honum. n 10:00 Allur morgunmatur kom- inn á herbergi, rómantík í loftinu þar sem maki eins gestsins kom með blóm og nammi og ræddu þau svo saman út um gluggann á hótelinu. n 10:30 Gestur af þriðju hæð kom niður í anddyri og hafði allan farangur með sér, en hann var erlendur ferðamaður. Sagðist hann vera búinn í sóttkví og ætlaði því heim. Viðkomandi er hins vegar COVID-sýktur og einangrun hans því ekki lokið. Var hann því sendur aftur upp á herbergi en var mjög ósáttur. Haft var samband við COVID- deildina sem ætlar að tala við hann og útskýra betur hvernig einangrun virkar og hvenær hann fær ferðaleyfi. n 11:00 Gestir komu á Fosshótel Rauðará, á sama tíma var ein- staklingur sendur frá Land- spítalanum sem var tekið á móti á Fosshótel Lind. Hlaup milli staða. n 11:15 Einn gesturinn átti afmæli. Hann dvelur í herbergi ásamt kærustu sinni og fjölskylda hennar kom með pakka sem við fórum með upp til hans. Á sama tíma stóðu þau nokkur fyrir utan og spiluðu afmælissönginn fyrir hann á trompet. n 12:00 Ljúffengum hádegismat var dreift, gestir tóku vel í lamb og piparsósu fyrir utan einn gest sem gleymdi að láta vita að hann borðaði ekki lambakjöt. Í ljós kom að tveir gestir höfðu ekki opnað og náð í morgunmat. Bankað var og annar opnaði, hafði sofið fram eftir. Tók hann bæði morgun- og hádegismat fegins hendi. Hinn gesturinn opnaði ekki þrátt fyrir að bankað væri og var því hringt í hann. Hann svaraði loks og kvaðst hafa sofið illa. Farið var upp og spjallað við hann, honum líður illa, er með beinverki og höfuðverk. Var mældur og fékk hitalækkandi lyf sem hann tók. Haft var samband við hann aftur um klukkutíma síðar og leið honum þá betur. Fylgst verður með líðan hans. n 13:00 Í dag eru fimm skjól- stæðingar komnir í hús og einn hefur fengið útskrift frá okkur að beiðni COVID-göngudeildar. n 14:00 Vínberið kom færandi hendi, nammi handa bæði gestum og starfsfólki. Við erum snortin og þakklát fyrir það. n 14:30 Gest vantaði tann- bursta og tannkrem og var það útvegað. n 15:00 Námskeið fyrir verðandi sjálfboðaliða. Tíu komu á nám- skeiðið, þar af ein sem var hjá okkur í fyrstu bylgju sem skjól- stæðingur. n 16:00 Námskeiðið gekk mjög vel og það ætla allir að halda áfram að starfa með okkur í farsóttar- húsi. n 16:30 Vaktaskipti þar sem farið er yfir stöðuna. n 17:00 Fjölskylda útskrifuð. Meðan þau pökkuðu niður mátti sjá börn hlaupa á milli herbergja og spennan greinilega mikil. Þau voru afar þakklát fyrir góðar móttökur og vingjarnleika í þeirra garð. n 18:00 Mat var útdeilt og í leið- inni var spjallað við gesti hússins um daginn og veginn, einstaka þurfa andlega hvatningu og aðrir spjall um líkamlega líðan. n 19:00 Læknir af Læknavaktinni kom til að taka 15 sýni, sem tók rúman klukkutíma. Nýr gestur kom í einangrun á sama tíma. Nóg að gera hjá starfsfólki og sjálfboðaliðum Rauða krossins í kvöld. n 01:00 Brunakerfið fór í gang og sýndi stjórnborð bruna- meldingu úr ákveðnu herbergi. Gengið var úr skugga um að enginn eldur væri, en í ljós kom að einhver hafði verið að reykja inni á herbergi. Kerfi var endur- ræst, farið var upp á loft og loft- ræstikerfi endurræst og hringt var í þá gesti sem sáust á ferli í myndavélum. n 02:00 Þrír gestir komu. Tekið var á móti þeim, útskýrðar fyrir þeim reglur hússins og fylgt inn á herbergi. n 05:00 var hringt úr einu her- bergi, gesturinn gat ekki sofið fyrir kvíða. Farið var upp í spjall, setið í ca. klukkutíma þar til honum leið betur og treysti sér til að sofa. Kíkt var aftur inn til hans um 06 og var hann þá sofandi. Síðar um daginn var aftur kíkt á gestinn, honum leið betur og var mjög þakklátur fyrir að hafa fengið spjall í nótt. Sólarhringur í farsóttarhúsi Rauði krossinn hefur frá vormánuðum rekið farsóttarhús vegna heimsfaraldursins. Starfsfólk hússins tók saman verkefni dagsins í farsóttarhúsinu sem eru mörg og misjafnlega flókin. Starfsmenn Rauða krossins að störfum í farsóttarhúsinu. 4 2 4 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RHJÁLPIN FRÉTTABLAÐ RAUÐA KROSSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.