Fréttablaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 2
Veður Víða norðaustan 13-18 í dag, en 18-25 í vindstrengjum suðaustan- lands og um landið norðvestan- vert. Rigning, einkum austanlands, en þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi. Hiti 2 til 8 stig. SJÁ SÍÐU 40 Millimál í fernu VÍTAMÍN & STEINEFNI PRÓTEIN GLÚTENS LAKTÓSAORKA ÁN ÁN Næring+ er á lista Sjúkratrygginga Íslands yfir niðurgreidd næringarefni fyrir þá sem eiga gilda innkaupaheimild. Ísland tekið af gráa listanum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, yfirgefur blaðamannafund í Hörpu í gær þar sem rædd var fjarlæging Íslands af hinum svo- kallaða gráa lista. Umræddur listi alþjóðlega framkvæmdahópsins Financi al Action Task Force (FATF) nær yfir ríki með ó full nægjandi varnir gegn peninga þvætti og fjár mögnun hryðju verka. Ráðherra sagði að lyft hefði verið grettistaki í málaf lokknum síðustu tvö ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK HEILBRIGÐISMÁL Skortur á hjúkr- unar- og dvalarrýmum hefur verið viðvarandi vandamál undanfarin ár, ekki síst á landsbyggðinni. Fólki á biðlistum eftir hjúkrunarrýmum hefur fjölgað um 40 prósent á aðeins sex árum, úr 280 í 390. Eybjörg G. Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjón- ustu (SFV), segir vandann uppsafn- aðan frá árunum eftir hrun. „Í tíu ár var næstum ekkert nýtt byggt án þess að eldri heimili dyttu út á móti, til ársins 2019, þegar opnað var á Seltjarnarnesi,“ segir Eybjörg. Nettófjölgun rýma 2009 til 2018 var aðeins 50. Heimili var opnað á Sléttuvegi í ár en Eybjörg segir ekkert annað stórt heimili vera á döfinni næstu árin. „Á þess- um tíma hefur öldruðum fjölgað hlutfallslega í samfélaginu og legu- rýmum inni á heilbrigðisstofn- unum fækkað, án þess að rýmum á hjúkrunarheimilum fjölgi á móti.“ Hefur legurýmum fækkað úr 1.283 í 1.009 frá árinu 2007 til 2018. 790 rými eru á framkvæmda- áætlun stjórnvalda til ársins 2023 en Eybjörg segir þetta ganga hægt fyrir sig og ekki samkvæmt áætlunum. Í umsögn SFV um fjárlög var bent á ógegnsæi hvað varðar fjárveitingar til hjúkrunar- og dvalarrýma á landinu og hvergi hægt að sjá hvaða áætlaður rýmafjöldi lægi að baki. Vandinn leggst mjög misþungt á landsvæði og einna þyngst leggst hann á Norðurland. Lengsti biðtími landsins er á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík, 694 dagar, eða nærri tvö ár. Á Hvammi á Húsa- vík er biðtíminn 182 dagar eftir hjúkrunarrými og 313 dagar eftir dvalarrými. Hafa ber í huga að viðmunarbiðtíminn er 90 dagar. Til stendur að byggja f leiri rými á Hvammi en ekki fyrr en árið 2024. Nýlega skoraði bæjarstjórn Norður- þings á heilbrigðisráðherra að flýta opnun hjúkrunarrýma á Hvammi. Staðan er lítið skárri víðs vegar annars staðar á Norðurlandi. Hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki er 527 daga bið eftir hjúkrunarrými og meiri en 200 dagar hjá bæði Hlíð og Lögmanns- hlíð á Akureyri. 644 daga bið er eftir dvalarrými hjá Dalbæ á Dalvík og 491 dags bið hjá Heilbrigðisstofn- uninni á Sauðárkróki. Sums staðar á landinu er hins vegar lítil bið eftir dvalarrými og engin í hjúkr- unarrými, til dæmis Stykkishólmi, Ólafsvík, Búðardal, Vopnafirði og meira að segja nokkrum stöðum á Norðurlandi, það er Ólafsfirði, Þórs- höfn og Skagaströnd. „Ekki hefur verið sett nóg fjár- magn í önnur úrræði til að taka á móti fólki sem kemst ekki inn, til dæmis með hvíldarrýmum eða aukinni dagdvalarþjónustu,“ segir Eybjörg. „Þá var aldurstakmarkið, 67 ára, tekið af fyrir nokkrum árum og því f leiri um hituna að komast inn. Allt leiðir þetta að sömu niður- stöðu. Að rýmin eru of fá miðað við þann fjölda sem þarf á þjónustunni að halda.“ kristinnhaukur@frettabladid.is Nánast engin fjölgun á rýmum síðasta áratug Frá árinu 2009 til ársins 2018 fjölgaði hjúkrunarrýmum aðeins um 50 á öllu landinu og hefur fólki á biðlistum fjölgað um 40 prósent á sex árum. Fram- kvæmdastjóri SFV segir að boðuð uppbygging gangi allt of hægt fyrir sig. Viðmiðunarbiðtíminn á að vera 90 dagar en er sums staðar hátt í tvö ár. Sums staðar á landinu er hins vegar lítil eða engin bið. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Allt leiðir þetta að sömu niðurstöðu. Að rýmin eru of fá miðað við þann fjölda sem þarf á þjónustunni að halda. Eybjörg G. Hauksdóttir COVID-19 Nítján sjúklingar liggja nú á Landspítalanum vegna COVID-19. Þar af eru fjórir á gjörgæsludeild. Tveir eru í öndunarvél. Talið er lík- legt að sex aðrir þurfi að leggjast inn. Alls voru staðfest 30 kór óna veiru- tilfelli inn an lands í fyrradag, þar af voru 12 ekki í sóttkví. Í gær voru 1.110 manns í ein angr un á landinu og 2.452 í sótt kví, en það er fækkun milli daga. Ísland er eitt fjögurra landa í Evrópu þar sem tíðni daglegs smits og meðaltal síðustu sjö daga fer lækkandi. Í fyrradag greindust nokkrir starfsmenn og einn sjúklingur á Landakoti. Í gær höfðu svo sex- tán sjúklingar og sex starfsmenn greinst smitaðir. Hefur Landakoti verið lokað, ekki er þó um rýmingu að ræða. Tveir starfsmenn Reykjalundar greindust í gær, tíu starfsmenn eru í sóttkví. Síðustu fimm vikur hafa lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu borist 136 tilkynningar um möguleg brot á sóttvarnareglum, þar af rúmur helmingur á síðustu tveimur vikum þegar 20 manna samkomubann tók gildi. Í gær sektaði lögreglan á Akureyri tvo einstaklinga fyrir brot á sóttvarnalögum. Fékk hvor um sig sekt upp á 100 þúsund krónur. – ab Fjórir liggja á gjörgæsludeild Alls voru 1.844 sýni tekin í fyrradag. COVID-19 Skip verjarnir sem voru um borð í frysti togaranum Júlíusi Geir munds syni segja að á standið um borð haf i verið skelf i legt þegar hóp smit kom upp meðal á hafnarinnar. Fram kemur í til- k y nningu frá Verka lýðs fé lagi Vest firðinga að margir hafi verið al var lega veikir með mikinn hita, öndunar örðug leika og f leiri þekkt ein kenni COVID-19. Verka lýðs fé lagið fundaði með á þriðja tug skipverja í gær. Er þess krafist að lögregla rannsaki ákvörð- un útgerðarinnar, um að halda ekki í land þegar veikindin komu upp. Er ekki útilokað að málið verði kært. Um dæmis læknir hafði á þriðja degi beðið um að fá skipverja í land, en við því var ekki orðið og var túrnum haldið áfram í þrjár vikur. Segja skipverjarnir að þeim hafi verið skipað að ræða ekki stöðuna við fréttamenn. – ókp Ástandið hafi verið skelfilegt 2 4 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.