Fréttablaðið - 24.10.2020, Page 2
Veður
Víða norðaustan 13-18 í dag, en
18-25 í vindstrengjum suðaustan-
lands og um landið norðvestan-
vert. Rigning, einkum austanlands,
en þurrt að kalla á Suður- og
Vesturlandi. Hiti 2 til 8 stig.
SJÁ SÍÐU 40
Millimál í fernu
VÍTAMÍN
& STEINEFNI
PRÓTEIN GLÚTENS LAKTÓSAORKA
ÁN ÁN
Næring+ er á lista Sjúkratrygginga Íslands yfir niðurgreidd
næringarefni fyrir þá sem eiga gilda innkaupaheimild.
Ísland tekið af gráa listanum
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, yfirgefur blaðamannafund í Hörpu í gær þar sem rædd var fjarlæging Íslands af hinum svo-
kallaða gráa lista. Umræddur listi alþjóðlega framkvæmdahópsins Financi al Action Task Force (FATF) nær yfir ríki með ó full nægjandi varnir gegn
peninga þvætti og fjár mögnun hryðju verka. Ráðherra sagði að lyft hefði verið grettistaki í málaf lokknum síðustu tvö ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
HEILBRIGÐISMÁL Skortur á hjúkr-
unar- og dvalarrýmum hefur verið
viðvarandi vandamál undanfarin
ár, ekki síst á landsbyggðinni. Fólki
á biðlistum eftir hjúkrunarrýmum
hefur fjölgað um 40 prósent á aðeins
sex árum, úr 280 í 390. Eybjörg G.
Hauksdóttir, framkvæmdastjóri
Samtaka fyrirtækja í velferðarþjón-
ustu (SFV), segir vandann uppsafn-
aðan frá árunum eftir hrun.
„Í tíu ár var næstum ekkert nýtt
byggt án þess að eldri heimili dyttu
út á móti, til ársins 2019, þegar
opnað var á Seltjarnarnesi,“ segir
Eybjörg. Nettófjölgun rýma 2009
til 2018 var aðeins 50. Heimili var
opnað á Sléttuvegi í ár en Eybjörg
segir ekkert annað stórt heimili
vera á döfinni næstu árin. „Á þess-
um tíma hefur öldruðum fjölgað
hlutfallslega í samfélaginu og legu-
rýmum inni á heilbrigðisstofn-
unum fækkað, án þess að rýmum á
hjúkrunarheimilum fjölgi á móti.“
Hefur legurýmum fækkað úr 1.283
í 1.009 frá árinu 2007 til 2018.
790 rými eru á framkvæmda-
áætlun stjórnvalda til ársins 2023 en
Eybjörg segir þetta ganga hægt fyrir
sig og ekki samkvæmt áætlunum. Í
umsögn SFV um fjárlög var bent á
ógegnsæi hvað varðar fjárveitingar
til hjúkrunar- og dvalarrýma á
landinu og hvergi hægt að sjá hvaða
áætlaður rýmafjöldi lægi að baki.
Vandinn leggst mjög misþungt
á landsvæði og einna þyngst leggst
hann á Norðurland. Lengsti biðtími
landsins er á Heilbrigðisstofnun
Norðurlands á Húsavík, 694 dagar,
eða nærri tvö ár. Á Hvammi á Húsa-
vík er biðtíminn 182 dagar eftir
hjúkrunarrými og 313 dagar eftir
dvalarrými. Hafa ber í huga að
viðmunarbiðtíminn er 90 dagar.
Til stendur að byggja f leiri rými á
Hvammi en ekki fyrr en árið 2024.
Nýlega skoraði bæjarstjórn Norður-
þings á heilbrigðisráðherra að flýta
opnun hjúkrunarrýma á Hvammi.
Staðan er lítið skárri víðs vegar
annars staðar á Norðurlandi. Hjá
Heilbrigðisstofnun Norðurlands á
Sauðárkróki er 527 daga bið eftir
hjúkrunarrými og meiri en 200
dagar hjá bæði Hlíð og Lögmanns-
hlíð á Akureyri. 644 daga bið er eftir
dvalarrými hjá Dalbæ á Dalvík og
491 dags bið hjá Heilbrigðisstofn-
uninni á Sauðárkróki. Sums staðar
á landinu er hins vegar lítil bið
eftir dvalarrými og engin í hjúkr-
unarrými, til dæmis Stykkishólmi,
Ólafsvík, Búðardal, Vopnafirði og
meira að segja nokkrum stöðum á
Norðurlandi, það er Ólafsfirði, Þórs-
höfn og Skagaströnd.
„Ekki hefur verið sett nóg fjár-
magn í önnur úrræði til að taka á
móti fólki sem kemst ekki inn, til
dæmis með hvíldarrýmum eða
aukinni dagdvalarþjónustu,“ segir
Eybjörg. „Þá var aldurstakmarkið,
67 ára, tekið af fyrir nokkrum árum
og því f leiri um hituna að komast
inn. Allt leiðir þetta að sömu niður-
stöðu. Að rýmin eru of fá miðað við
þann fjölda sem þarf á þjónustunni
að halda.“
kristinnhaukur@frettabladid.is
Nánast engin fjölgun á
rýmum síðasta áratug
Frá árinu 2009 til ársins 2018 fjölgaði hjúkrunarrýmum aðeins um 50 á öllu
landinu og hefur fólki á biðlistum fjölgað um 40 prósent á sex árum. Fram-
kvæmdastjóri SFV segir að boðuð uppbygging gangi allt of hægt fyrir sig.
Viðmiðunarbiðtíminn á að vera 90 dagar en er sums staðar hátt í tvö ár.
Sums staðar á landinu er hins vegar lítil eða engin bið. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Allt leiðir þetta að
sömu niðurstöðu.
Að rýmin eru of fá miðað
við þann fjölda sem þarf á
þjónustunni að halda.
Eybjörg G.
Hauksdóttir
COVID-19 Nítján sjúklingar liggja nú
á Landspítalanum vegna COVID-19.
Þar af eru fjórir á gjörgæsludeild.
Tveir eru í öndunarvél. Talið er lík-
legt að sex aðrir þurfi að leggjast
inn.
Alls voru staðfest 30 kór óna veiru-
tilfelli inn an lands í fyrradag, þar af
voru 12 ekki í sóttkví. Í gær voru
1.110 manns í ein angr un á landinu
og 2.452 í sótt kví, en það er fækkun
milli daga. Ísland er eitt fjögurra
landa í Evrópu þar sem tíðni daglegs
smits og meðaltal síðustu sjö daga
fer lækkandi.
Í fyrradag greindust nokkrir
starfsmenn og einn sjúklingur á
Landakoti. Í gær höfðu svo sex-
tán sjúklingar og sex starfsmenn
greinst smitaðir. Hefur Landakoti
verið lokað, ekki er þó um rýmingu
að ræða.
Tveir starfsmenn Reykjalundar
greindust í gær, tíu starfsmenn eru
í sóttkví.
Síðustu fimm vikur hafa lögregl-
unni á höfuðborgarsvæðinu borist
136 tilkynningar um möguleg brot
á sóttvarnareglum, þar af rúmur
helmingur á síðustu tveimur vikum
þegar 20 manna samkomubann
tók gildi. Í gær sektaði lögreglan á
Akureyri tvo einstaklinga fyrir brot
á sóttvarnalögum. Fékk hvor um sig
sekt upp á 100 þúsund krónur. – ab
Fjórir liggja á
gjörgæsludeild
Alls voru 1.844 sýni tekin í fyrradag.
COVID-19 Skip verjarnir sem voru
um borð í frysti togaranum Júlíusi
Geir munds syni segja að á standið
um borð haf i verið skelf i legt
þegar hóp smit kom upp meðal
á hafnarinnar. Fram kemur í til-
k y nningu frá Verka lýðs fé lagi
Vest firðinga að margir hafi verið
al var lega veikir með mikinn hita,
öndunar örðug leika og f leiri þekkt
ein kenni COVID-19.
Verka lýðs fé lagið fundaði með á
þriðja tug skipverja í gær. Er þess
krafist að lögregla rannsaki ákvörð-
un útgerðarinnar, um að halda ekki
í land þegar veikindin komu upp. Er
ekki útilokað að málið verði kært.
Um dæmis læknir hafði á þriðja degi
beðið um að fá skipverja í land, en
við því var ekki orðið og var túrnum
haldið áfram í þrjár vikur. Segja
skipverjarnir að þeim hafi verið
skipað að ræða ekki stöðuna við
fréttamenn. – ókp
Ástandið hafi
verið skelfilegt
2 4 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð