Fréttablaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 63
Þegar Gísli er spurður hvers vegna hann ákvað að gerast sjálf boðaliði á Hjálpar- símanum, svarar hann: „Ég var í rannsóknarleyfi í Bandaríkjunum og þurfti að koma óvænt fyrr heim vegna COVID, og sem varamaður í stjórn Eyjafjarðardeildarinnar og geðheilbrigðisfagmaður rann mér blóðið til skyldunnar að reyna að gera eitthvert gagn. Ég hafði ekki tekið að mér slíkt sjálf boðastarf áður.“ Gísli segir að þeir sem hringja inn á hans vöktum virðist yfirleitt vera eldri en 18 ára. „Það virðist þó vera að vítt aldursbil nýti sér símann. Yngri hópurinn virðist þó nýta sér skilaboðakerfið okkar frekar.“ Eru vandamálin ólík? „Ég mundi segja það. Og stundum kannski engin vandamál beint, heldur einstaklingar sem vilja deila lífí sínu og hversdegi með okkur, sem sýnir mikið traust og endurspeglar það góða starf sem Hjálparsíminn hefur unnið í samfélaginu. Það hefur komið mér á óvart hversu fjölbreyttur hópurinn er sem hringir og hversu umræðuefnin eru ólík og sömu- leiðis margvísleg. Umræðan en misalvarleg. Það kemur líka vel í ljós það sem ég veit sem geðheil- brigðisfagmaður, að við sem sam- félag þurfum að gera betur með aðgengi að samtalsmeðferð og annarri geðheilbrigðisþjónustu.“ Gísli segist hafa komið með seinni skipunum inn í starfið á fyrstu bylgju COVID-19 og yfir- flæðið vegna faraldursins var að mestu búið. „En já, COVID hafði mikil áhrif á marga viðmælendur sem lýstu aukinni félagslegri ein- angrun og einmanaleika í kjölfarið á faraldrinum. Enda eru hóparnir sem eru í áhættuhópi fyrir COVID og þurfa að huga betur að sótt- vörnum einnig mun útsettari fyrir félagslegri einangrun,“ segir hann. Hvað hefur skilið eftir hjá þér að vera sjálf boðaliði? „Auðmýkt fyrir að þetta starf sé unnið meira og minna af sjálf boðaliðum allan sólarhring- inn allt árið um kring og fyrir traustinu sem margir sýna okkur. Það er mikill heiður og vandasamt verkefni að fá að hlusta.“ Hefur reynsla þín og þekking sem geðhjúkrunarfræðingur haft áhrif? „Já, já, hún er alltaf þarna eins og forrit sem keyrir í bakgrunninum, en í símanum er samt mikilvægt að skilja þann hatt eftir heima. Ég er ekki á símanum sem sérfræðingur í geðhjúkrun eða meðferðaraðili heldur sem sjálf boðaliði RKÍ og starfsviðin því ekki þau sömu. Ég er í því samhengi í nákvæmlega sama hlutverki og aðrir sjálf boða- liðar.“ Geta allir gerst sjálf boðaliðar? „Já og ég hvet alla sem vilja og geta til að skoða heimasíðu RKÍ, þar er farið vel yfir þau ótal tæki- færi sem bjóðast fólki til sjálf- boðaliðastarfa. Mörgum finnst það hjálpa sér sjálfum að hjálpa öðrum, kannski ert þú einn af þeim?“ Margir nýta Hjálparsímann 1717 Gísli Kort Kristófersson, dósent við hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri, er sjálfboðaliði hjá Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Hann segir að þeir sem hringja inn séu fjölbreyttur hópur. Gísli segir að hann sýni því auðmýkt að hægt sé að halda úti Hjálparsíman­ um eingöngu með sjálf­ boðaliðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ AUÐUNN Markmiðið er að veita faglega þjónustu með þarfir skjólstæðinga okkar í huga, svo sem nálaskipta- þjónustu, sálrænan stuðning og grunnheilbrigðisþjónustu,“ segja þær Berglind Júlíusdóttir og Edda Ásgrímsdóttir hjá Ungfrú Ragn- heiði á Akureyri. Fengu sérinnréttaðan bíl Þrátt fyrir að COVID hafi haft umtalsverð áhrif á þjónustu Ung- frú Ragnheiðar með tilheyrandi fjarlægðartakmörkunum og öðrum hömlum reyna sjálfboða- liðar eftir fremsta megni að taka á móti skjólstæðingum opnum örmum. „Nú á COVID-tímum hafa aðstæður breyst en við höfum náð að halda áfram án þess að skerða þjónustuna. Sjálfboðaliðar verk- efnisins nota hlífðarbúnað þegar þeir hitta skjólstæðinga en við reynum að stuðla að hlýju og vina- legu umhverfi þrátt fyrir það,“ segir Berglind. Þá segir Edda nýja sérinnréttaða bílinn hafa haft gríðarlega jákvæð áhrif á bæði starfsfólk og skjól- stæðinga. „Núna í sumar fengum við nýjan bíl fyrir verkefnið sem er sérinnréttaður fyrir það. Þetta hefur gjörbreytt vinnuumhverf- inu og okkar skjólstæðingar eru ánægðir með bílinn. Áður vorum við í jepplingi með búnaðinn í skottinu svo þetta er virkilega ánægjulegt fyrir verkefnið. Það voru félagasamtök hér á Akureyri sem styrktu okkur með því að inn- rétta bílinn – ómetanleg gjöf fyrir verkefnið.“ Í viðkvæmri stöðu Berglind og Edda segja margþættar áskoranir fylgja þjónustu Ung- frú Ragnheiðar á COVID-tímum. „Margir í okkar skjólstæðingahóp eru heimilislausir sem hefur mikil áhrif á þeirra öryggi og eykur á vanda þeirra. Skjólstæðingahópur okkar getur því átt erfitt með að fylgja sóttvarnareglum og tryggja eigið öryggi. Við höfum verið að reyna að aðstoða okkar skjól- stæðinga með hanska og grímur en langbest væri fyrir þau að vera í öruggu húsaskjóli.“ Skjólstæðingar Ungfrú Ragn- heiðar eru sérstaklega berskjald- aðir gagnvart óvissunni. „Okkar skjólstæðingar, skiljanlega, hafa áhyggjur af ástandinu en upplifa sig í þeirri stöðu að geta lítið gert til að verja sig og aðra. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu eru meiri líkur á að einstaklingar eigi í erfiðleikum með að nálgast vímuefni sem getur aukið hættuna á alvarlegum fráhvörfum. Auk þess geta gæði vímuefnanna breyst sem gerir fólki erfiðara fyrir að nota þau á öruggan hátt. Hætta er einnig á að vandi einstaklinga aukist til muna. Okkar markmið verður áfram að reyna að mæta þörfum okkar skjólstæðinga og aðstoða þau á þessum krefjandi tímum með hugmyndafræði skaða- minnkunar að leiðarljósi.“ Vinalegt umhverfi á krefjandi tímum Ungfrú Ragnheiður er skaðaminnkandi úrræði á Akureyri og þjónustar einstaklinga sem nota vímuefni í æð. Skjólstæðingarnir eru sérstaklega berskjaldaðir gagnvart óvissunni núna. Berglind Júlíusdóttir er einnig ein af sjálfboðaliðunum.Edda Ásgrímsdóttir er sjálfboðaliði Rauða krossins. 5 L AU G A R DAG U R 2 4 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 HJÁLPIN FRÉTTABLAÐ RAUÐA KROSSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.