Fréttablaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 20
LYKILATRIÐI ER SVO AÐ TALA SAMAN, EKKI EINANGRA SIG INNI Í HER- BERGI Í TÖLVUNNI EÐA SÍMANUM Anna Steinsen, fyrir-lesari og þjálfari hjá KVAN, sem sérhæfir sig í stuðningi við ungt fólk, segir mikilvægt að veita ungmennunum athygli. Hún segir að rannsókn sem gerð hafi verið í vor hafi sýnt að fyrsta bylgja COVID-19 hafði neikvæð áhrif á börn sem standa höllum fæti félags- og námslega. „Við þurfum sérstaklega að huga að þeim börn- um og halda utan um þau.” Það er ljóst að ástandið hefur áhrif á landsmenn alla þó mismikið sé, en Anna segir ákveðnar grund- vallarreglur mikilvægar. „Það er mikilvægt að halda grunnþörfum í lagi. Svefn er mikil- vægasta grunnstoðin og við verðum að passa upp á að fá nægilegan svefn ásamt því að borða hollan og nær- ingarríkan mat og hreyfa okkur. Hætta er að við dettum í sumar- bústaðafílinginn og borðum bara óhollustu og setjumst í sófann og horfum á þætti, sem er frábært líka, en við verðum að halda dampi. Við verðum að hreyfa okkur daglega: Helst að fara út í náttúruna og bara út að leika. Lykilatriði er svo að tala saman, ekki einangra sig inni í her- bergi í tölvunni eða símanum. Tala við vini og fjölskyldu, hlæja saman og spila og eiga samskipti.“ Sýndu raunverulegan áhuga Aðspurð um hugmyndir fyrir úrræðalausa foreldra að dægrastytt- ingu með eldri börnum og ungl- ingum, segir Anna virka hlustun mikilvæga. „Við mælum með því að eiga skjálaust kvöld, spila og/eða horfa á góða mynd. Ef barnið þitt er mikið í tölvu- leikjum eða á samfélagsmiðlum, Instagram, TikTok eða annað, sýndu barninu og leiknum áhuga, í stað þess að pirrast yfir skjátím- anum. Prófaðu að taka einn leik í Fortnite eða búa til eitt myndband á TikTok, kynntu þér hvað barnið er að gera, án þess að dæma og sýndu raunverulegan áhuga. Spjallið saman um hvað er eðli- legur skjátími. Búið til sameiginlegt plan og setjið hugsanlega markmið um raunhæfan skjátíma og eitt- hvað annað, eins og að hreyfa sig úti, sinna áhugamálum, baka köku eða bara eitthvað allt annað.“ Anna bendir á að tækifærin til spjalls leynist víða, eins og til að mynda í því að horfa saman á góða mynd eða þátt og ígrunda á eftir um hvað var fjallað, hvaða skilaboð var verið að senda og hvort samskiptin í myndinni voru heilbrigð. „Hægt er að taka umræðuna um of beldi og hvað eru heilbrigð mörk. Er eðli- legt að deila ofbeldismyndböndum á Instagram og af hverju er fólk að taka þátt í því ? Hvernig sýnum við samkennd og setjum okkur í spor annarra? Hér eru frábær tækifæri fyrir foreldra að þjálfa, leiðbeina og tala opinskátt um hlutina. Í nánd og umhyggju skapast traust sem er grundvöllur að góðum samskiptum. Ég hvet foreldra til að hlusta extra vel og sýna unglingunum sérstakan áhuga, án þess að anda ofan í háls- málið á þeim og stjórnast í þeim. Ein besta leiðin til þessa er til dæmis að fara í góðan göngu- eða hjólatúr, þar sem er hægt að spjalla og njóta náttúrunnar. Ef unglingur- inn er ekki til í það, þá virkar alltaf ísbíltúrinn. Keyra í 30 mínútur minnst, bara þú og unglingurinn því besta spjallið á sér oft stað í bílnum.“ Framhaldsskólanemar í hættu „Okkur finnst hljóðið í unga fólk- inu ótrúlega gott miðað við aðstæð- ur. Þau eru oft fljótari að aðlagast en við fullorðna fólkið og eru langt á undan okkur í tækni og rafrænum samskiptum, þannig að þau halda áfram að spjalla við vini sína og hitta þá vini sem eru í þeirra mengi, það er í skólanum og bekknum.“ Anna segir ástandið augljóslega hafa mikil áhrif á framhaldsskóla- nema. „Þau geta ekki haldið úti félagslífinu og fengið að lifa eðlilegu lífi, mæta í skólann og þess háttar. Það eru ekki öll börn sem fúnkera í rafrænu námi og munu því miður f losna upp úr námi. Það er gífur- lega mikilvægt að halda utan um öll börn, en sérstaklega framhalds- skólanemana sem eru í öllu rafrænu núna.“ Hrósum fyrir þrautseigjuna „Pössum upp á að þau séu ekki vak- andi fram á nótt og hrósum þeim fyrir þrautseigjuna, það að gefast ekki upp. Styðjum þau í náminu og leitum viðeigandi hjálpar ef börnin okkar eru að takast á við mikinn kvíða eða depurð. Heyrum í náms- ráðgjöfum og kennurum og fáum ráð hjá þeim líka.“ Markmið KVAN er að styðja fólk til að ná að virkja það sem í því býr og veita því aðgengi að styrkleikum sínum. „Kjarninn í okkar starfi eru börn og unglingar. Við byrjuðum á því að halda nokkra fyrirlestra og erum, fjórum árum seinna, með yfir 15 starfsmenn, höldum fyrirlestra og námskeið, störfum inni í skólum og með sveitarfélögum, þjálfum kennara og stjórnendur og erum inni í fyrirtækjum að vinna með menningu. Einnig erum við komin með ferðaskrifstofu sem sér um endurmenntunarferðir,“ útskýrir Anna. „Við elskum að vinna með ungu fólki, þau eru einfaldlega svo skemmtileg. Við erum með fjöl- breytt námskeið sem snúa að því að efla heilbrigða sjálfsmynd og auka sjálfstraust ásamt því að styrkja félagsfærni. Síðan erum við mikið með hópef li, fyrirlestra og mark- þjálfun fyrir ungt fólk. Við erum líka inni í skólum að takast á við hin ýmsu verkefni, oft erfið samskipta- mál og einelti, en líka að vinna með kennurum og hjálpa þeim að búa til góða bekkjarmenningu. KVAN stendur fyrir „kærleik, vin- áttu, alúð og nám.“ Þessi einkunnar- orð lita í raun starfsemi okkar. Kær- leikur og umhyggja leggja grunninn að því hvernig við hlúum að og byggjum upp tengsl við okkur sjálf og aðra,“ segir Anna að lokum. Besta spjallið næst oft í bílnum Nú þegar grunn- og menntaskólanemendur eru í ákveðnu tómarúmi; tómstundir og íþróttir falla niður vegna samkomutakmarkana, félagslífið er lamað og ungt fólk veit varla hvað það á af sér að gera, eru góð ráð dýr. KVAN var stofnað árið 2016 af tvennum hjónum: Þeim Jakobi Frímanni Þorsteinssyni, Vöndu Sigurgeirsdóttur, Önnu G. Steinsen og Jóni Halldórssyni og er kjarninn í þeirra starfi börn og unglingar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is Tryggðu þér skemmtilegri vetur á stod2.is 2 4 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R20 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.