Fréttablaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 66
Rauði krossinn á Íslandi hefur frá árinu 2012 stutt við heil-brigðisþjónustu á vegum sómalíska Rauða hálfmánans (SRCS) sem miðar að því að bæta aðgengi íbúa landsins að grunn- heilbrigðisþjónustu með sérstakri áherslu á konur og börn,“ segir Natalia Herrera Eslava hjá Rauða krossi Íslands. Efla heilbrigðisþjónustu Fyrir átta árum var sett á lagg- irnar svokölluð færanleg heilsu- gæsla. „Árið 2012 varð samstarfið kveikjan að færanlegri heilsugæslu sem þjónustar hirðingjasamfélög í Hargeisa í Ghalbeed-héraði í Sómalíu. Þökk sé fjárstuðningi frá utanríkisráðuneytinu og fram- lögum frá Mannvinum Rauða krossins á Íslandi, höfum við getað stutt við lækna og hjúkrunarfræð- inga sem veita um 30.000 manns nauðsynlega heilbrigðisþjónustu,“ útskýrir Natalia. „Sérstök áhersla er lögð á að veita þunguðum konum og mæðrum fræðslu, bólusetja börn og styðja við foreldra vannærðra barna. Færanlega heilsugæslan hefur verið starfrækt í átta ár og á þeim tíma stuðlað að bættum lífsgæðum og auknum lífslíkum meðal kvenna og barna á svæðinu og annarra íbúa.“ Verkefnið hefur meðal annars falið í sér aukna þjálfun og fræðslu á vegum Rauða hálfmánans í Sóm- alíu. „Í janúar 2020 byrjaði Rauði krossinn að innleiða Continuum of Care-verkefnið, í samstarfi við sómalíska Rauða hálfmánann og Rauða krossinn í Kanada. Verkefn- ið miðar að því að styðja við sam- félagsmiðuð úrræði og grunnheil- brigðisþjónustu, ásamt því að efla getu sómalíska Rauða hálfmánans til þess að vernda viðkvæma hópa. Þetta leiddi til þjálfunar sem miðar að því að koma í veg fyrir kynfæralimlestingar stúlkna, efla blæðingaheilbrigði, ásamt því að koma í veg fyrir og bregðast við kynferðislegu of beldi.“ Kynbundið ofbeldi eykst Natalia segir heimsfaraldurinn hafa haft í för með sér óhugnan- legar afleiðingar meðal sómalískra kvenna og stúlkna. „Fljótlega eftir að innleiðing verkefnisins hófst skapaði útbreiðsla COVID-19 sérstakar áskoranir fyrir nærsam- félagið í Sómalíu. Viðbrögðin við heimsfaraldrinum leiddu í ljós að konur og stúlkur urðu fyrir hlut- fallslega meiri áhrifum af COVID- 19, með ískyggilegri aukningu á kynfæralimlestingum á stúlkum, barnabrúðkaupum og kynbundnu of beldi.“ Ráðist var í margþættar aðgerðir en ljóst er að mikið verkefni er fyrir höndum. „Rauði krossinn á Íslandi ásamt samstarfsaðilum fór þá í að laga sig að aðstæðunum til þess að tryggja áfram viðeigandi stuðning með endurúthlutun á fjármagni, ásamt því að bjóða upp á sérfræðistuðning til þess að bregðast við COVID. Þó þarf stöð- ugt að bregðast við kynbundnum áhrifum COVID á áhrifaríkan hátt, bæði til skemmri og lengri tíma, til að tryggja áframhaldandi fram- gang í baráttunni fyrir réttindum kvenna í Sómalíu.“ Það sem veldur hvað mestum áhyggjum er aukning á kynfæra- limlestingum. „Afleiðingar af þeim hömlum sem fylgja COVID, lok- unum á skólum og atvinnumissi hafa haft mismunandi áhrif á konur og stúlkur um allan heim. Í Sómalíu hafa aðgerðir gegn COVID komið í veg fyrir að stúlkur geti sótt skóla, sem eykur líkurnar á að þær verði fyrir kynfæralimlest- ingum, þar sem þær hafa nú nægan tíma til að láta sárin „gróa“. Þetta eykur líka líkurnar á því að fjöldi stúlkna fái ekki að halda áfram í námi sínu, sem þýðir auknar líkur á kynfæralimlestingum í fram- tíðinni, þar sem hlutfall þeirra sem framkvæma þessa iðju er hæst meðal ómenntaðra mæðra.“ Aukið atvinnuleysi og fátækt hefur einnig haft mikil áhrif. „Skortur á lífsviðurværi hefur líka knúið eldri konur, sem sjá oftast um að skera, til þess að bjóða frek- ar upp á þjónustu sína, svo að þær geti aflað tekna. Eins og staðan er í dag þá hafa 98% sómalískra kvenna undirgengist kynfæralim- lestingar og um 80% af þeim eiga sér stað gagnvart stúlkum undir fimm ára aldri. Sú tilhugsun að þessi tala fari hækkandi árið 2020 er mikið reiðarslag.“ Mikilvægt að bregðast við Nýlegt mat sýndi fram á alvarlegar og margþættar afleiðingar á stöðu sómalískra kvenna og stúlkna, í kjölfar atburðarásar undanfarinna mánaða. „Samhliða þessu hafa fjölskyldur fundið fyrir auknum þrýstingi á að selja dætur sínar í ráðstöfuð hjónabönd, til þess að bregðast við fjárhagserfiðleikum. Mat sem fór fram á vegum mann- fjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna árið 2020, sýndi fram á aukningu kynbundins of beldis og kynfæra- limlestinga í Sómalíu, á sama tíma og dregið hefur úr aðgengi kvenna og stúlkna að heilbrigðisþjónustu á borð við mæðravernd, kyn- fræðslu og næringarfræðslu,“ segir Natalia. „Brýnasta áskorunin er sú að tryggja aðgengi viðkvæmra hópa að öruggri heilbrigðisþjónustu, ásamt því að efla klíníska með- höndlun á málum er snúa að nauðgunum og öðru kynferðis- ofbeldi, félagssálræna ráðgjöf, for- varnir og viðbrögð við kynfæralim- lestingum, svo eitthvað sé nefnt.“ Natalia bendir á að ýmsar leiðir séu í boði í baráttunni gegn kynfæralimlestingum. „Það er hægt að bregðast við með ólíkum aðgerðum. Aukinn skilningur og meðvitund um vandamálið hefst með því að hlusta og læra af þeim sem hafa lifað af kynfæralimlest- ingar. Það er áhrifaríkt að styðja við sómalíska samfélagið á Íslandi, stofna til vináttu, sýna menn- ingunni virðingu og áhuga, og að stuðla að auknu frumkvæði innan samfélagsins, í baráttunni gegn kynfæralimlestingum,“ útskýrir hún. Stuðningur við Sómalíu „Þá er líka gagnlegt að styðja við starfsemi samtaka sem þú treystir og geta veitt beinan stuðning til Sómalíu, annað hvort með sjálf- boðastarfi eða með því að bjóða fram sérþekkingu eða fjármagn til þess að tryggja það að áform þín verði að aðgerðum.“ Áríðandi sé að sýna samstöðu. „Þetta skiptir máli vegna þess að allar konur og stúlkur eiga rétt á að lifa lífinu án ofbeldis, skaða og ótta og öll samfélög ættu að hafa aðgang að vandaðri og viðráðanlegri heil- brigðisþjónustu. Við erum saman í þessu!“ Ofbeldi gegn konum eykst Áhrif COVID á stöðu sómalískra kvenna og stúlkna er mikið áhyggjuefni. Faraldurinn hefur leitt til aukinnar berskjöldunar viðkvæmra hópa gagnvart kynbundnu ofbeldi, barnabrúðkaupum og kynfæralimlestingum, en öll þessi vandamál og fleiri hafa aukist umtalsvert í kjölfar faraldursins. Natalia Herrera Eslava, verkefna- stjóri Rauða krossins á Íslandi . Mynd af vettvangi frá þjálfun sjálf- boðaliða, sem svo þjálfa aðra í forvörnum og viðbrögðum gegn kyn- bundnu ofbeldi, í Hargeisa í Sómalíu. Sjálfboðaliðar Rauða hálfmánans fá fræðslu og þjálfun á vegum Rauða krossins á Íslandi. MYNDIR/AÐSENDAR 8 2 4 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RHJÁLPIN FRÉTTABLAÐ RAUÐA KROSSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.