Fjölrit RALA - 13.09.1980, Page 7

Fjölrit RALA - 13.09.1980, Page 7
FORMÁLI Hér birtist samandregin lýsing á starfsemi Rannsóknastofnunar land- búnaðarins 1979. Þessi starfsemi fer fram í aðalstöðvunum á Keldnaholti og á Hvanneyri og fimm tilraunastöðvum í landsfjórðungunum. Árið 1979 var lokaár landgræðsluáætlunarinnar sem hófst með tilkomu þjóðargjafarinnar 1974. Lokið verður við uppgjör þessa áfanga 1980 og vonast er til að annar áfangi landgræðsluáætlunar hefjist 1981. Fyrir rúmum áratug fluttust aðalstöðvarnar úr húsi Atvinnudeildar Háskólans á háskólalóðinni að KeldnaholtLí nýja byggingu sem þá var lokið til hálfs. Á síðasta ári var loks hafizt handa um að ljúka smíði byggingarinnar og reisa ofan á hana fundarsal og bókasafn. Verður því að mestu lokið 1980. Til þessa verks fékkst myndarlegur styrkur frá W.K. Kellogg stofnuninni. Sá styrkur dugði einnig til að kaupa handa stofnuninni tölvuniðstpð, sem veldur straumhvörf- um í allri úrvinnslu gagna. Með ýmissri erlendri aðstoð, aöallega frá stofnunum Saraeinuðu þjóðanna, hefur á seinni hluta áratugarins auk þess tekist að koma upp góðum tækjakosti til efnagreininga, svo að stofnunin getur nú annazt flestar þær greiningar sem til falla. Þá hefur verið komið upp fullkomnum búnaði til stofnræktar á grasfræi og 1979 bar hæst stóra sláttuþreskivél fyrir grasfræ, sem Áburðarverksmiðja ríkisins gaf stofnuninnií tilefni 25 ára afmælis verksmiðjunnar. Áriö 1979 var landbúnaðinum mjög erfitt og gott dæmi um óstöðugleika íslenzks veðurfars og áhrif þess á afkomu bænda. Nokkur undanfarin „feit" ár höfðu hlaðiö upp birgðum af kjöti og rajólkurvörum sem erfitt hefur reynzt að flytja út fyrir viðunandi verð. Þetta leiddi til aðgerða til að þrengja að landbúnaðinum. Þær komu þó ekki til framkvæmda, fyrr en vorkuldar og erfitt sumar tók svo rækilega í taumana að athyglin beindist aftur að því að reyna að tryggja og jafna afkomu bænda. Þessar sviptingar hafa að vonum djúpstæð áhrif á rannsóknastarfsemin^ og verkefnavalið. Þótt sveigjanleiki sé ekki sem skyldi í svo fámennu rannsóknaliði hefur athyglin beinzt öðru fremur að því að bæta heyverkun, auka innlenda framleiðslu fóðurbætis, huga að nýjum búgreinum og þeim þáttum hefðbundinna búgreina sem stuölað gætu að lækkuðum framleiöslukostnaði og bættum gæðum vegna aukins út- flutnings. Er búizt við að rannsóknir í landbúnaði sveigist meira inn á ný svið og takist á við ný verkefni, eftir því sem efni og aðstæður leyfa. Keldnaholti í febrúar 1980 Björn Sigurbjörnsson, forstjóri.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.