Fjölrit RALA - 13.09.1980, Qupperneq 24
-18-
II. Framleióslutilraunir.
1. Samanburðartiliaun með þrjár tegundir af fóðurbæti og töóugjöf
eingöngu handa ám.
Tilgangi og framkvæmd þessarar tilraunar er lýst í Ársskýrslu RALA 1976
(Fjölrit RALA nr. 18, 71.-72. bls). Þessi tilraun hefur verið gerð í þrjú ár,
eins og áætlað var og veróa niðurstöður hennar birtar á þessu ári.
2. Átmagnsrannsóknir og fóðurnýting sauðfjár á votheyi og þurrheyi.
Þessi tilraun var gerð veturinn 1978-1979 og er tilgangi og framkvæmd
lýst í Ársskýrslu RALA 1978 (Fjölrit RALA nr. 48, 22. bls.). Niðurstöður
verða birtar í Fjölriti RALA á árinu.
3. Tilraun með mismunandi eldi áa á miðhluta meðgöngutíma.
Þessi tilraun var gerð veturinn 1978-1979. Framkvæmd og tilgangi
hennar er lýst í Ársskýrslu RALA 1978 (Fjölrit RALA nr. 48, 22. bls.) .
Bráðabirgðaniðurstöður verða kynntar á ráóunautafundi RALA og B.l. í febrúar
1980.
4. Rannsókn á áhrifum mismunandi haustbeitar afréttarlamba á sláturafurðir.
Þessi tilraun var fyrst gerð haustið 1977 og endurtekin haustið 1979.
Lýsing á framkvæmd hennar er birt í Ársskýrsiu RALA 1977 (Fjölrit
RALA nr. 33, 25. bls-.) og helztu niðurstöður frá 1979 í skýrslu um beitar-
tilraunir í Ársskýrslu RALA 1979.
5. Áhrif vaxtarlags á þroska og kjötgæði.
Um skipulag verkefnisins er vísað til Ársskýrslu RALA 1978, 22. bls.
Árið 1979 var þessu verkefni fram haldið skv. áætlun, og í árslok hafði
öllum lömbum verið lógað og allir skrokkar krufnir. Er þá eftir að gera upp
gögnin og ganga frá ritgerð. Verður unnið að þessu allt árið 1980 og er vonazt
til,að ritgerðin verði tilbúin snemma árs 1981.
Annað.
Á árinu var hafin og lokið við úrvinnslu á gögnum, sem safnað hefur veriö
í afkvæmarannsóknum á hrútum árin 1958-1977. Er hér um að ræða útreikn-
inga á erfðastuðlum, þ.e. arfgengi og erfðafylgni á fæðingarþunga, þunga á
fæti, vaxtarhraða, kjötprósentu, sláturafuróum, þ.e. fallþunga,netju-og gamaþunga
og flokkun falla og skrokkmálum á þeim, sem tekin eru af föllum sláturlamba