Fjölrit RALA - 13.09.1980, Side 34

Fjölrit RALA - 13.09.1980, Side 34
26 Fylgzt var með stöðu grunnvatns í nokkrum spildnanna sumarmánuðina. Enn fremur var mæld vatnsleiðni í efstu lögum jarðvegsins. Að- eins var um fáar mælingar að ræða, en þær benda til mjög lítillar vatnsleiðni þessa jarðvegs. Verður þeirri hlið málsins gefinn nánari gaumur á þessu ári. Ráðgerðar voru frekari tilraunir á geymsluskilyrðum í kartöflu- geymslum, en vegna almenns uppskerubrests hjá kartöfluræktendum varð þeim tilraunum ekki við komið. Á árinu var sett upp 200 m langt skjólbelti í kartöflugarði að Ósabakka á Skeiðum/ en þar eru ráðgerðar samanburðartilraunir á kartöfluuppskeru með og án skjólverkana árið 1980. Undirbúningur var hafinn að uppsetningu skjól- belta hjá þremur bændum í Þykkvabæ. 3. Fóðurverkun og verkunartækni. Bændaskólinn á Hvanneyri og bútæknideild RALA hafa með sér nána en óform- lega samvinnu um heyverkunarrannsóknir. Árið 1979 var á að gizka 5/12 af ársstarfi sérfræðings og liðlega ársstarfi rannsóknamanns varið til umsjónar, framkvæmdar og uppgjörs heyverkunartilrauna. Hér verður getið nokkurra verkefna á sviði heyverkunar, sem unnið var að árið 1979, en einnig skal vísaó til ársskýrslu Bændaskólans á Hvanneyri 1979. Votheysgerð. Lokið var að mestu einfaldri athugun á áhrifum maurasýru á verkun votheys. Reyndir voru mismunandi skammtar af sýrunni í tvenns konar hráefni, vallar- foxgras annars vegar og blöndu ýmissa tegunda hins vegar. Rakastig fóðursins við hirðingu var 81.6% og 80.7%, og það var slegið með sláttutætara. Niður- stöður benda til að sýrumagn umfram 2 1/tonn hafi haft lítil sem engin bætandi áhrif á verkun votheysins. Fylgzt var með verkun forþurrkaðs votheys í loftþéttum stálturnum, sem tveir nágrannabændur tóku í notkun sumarið 1979. Votheysgerð - þurrheysverkun. Tilraun þessi hófst sumarió 1978 (sjá Fjölr. RALA nr. 48, 35. bls.). Borin var saman verkun votheys og þurrheys svo og fóðrun sauðfjár á fóðrinu (2 x 60 ær). Helztu niðurstöður tilraunarinnar fyrsta árið eru birt- ar í ársskýrslu um tilraunir á Hvanneyri 1979. Annar áfangi tilraunarinnar hófst svo með heyöflun sumarið 1979. Mæld var uppskera við slátt og fylgzt með verkun heysins eins vel og unnt var. Fóðrun á heyflokkunum tveimur hófst síðan upp úr miðjum nóvember 1979.

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.