Fjölrit RALA - 13.09.1980, Page 37

Fjölrit RALA - 13.09.1980, Page 37
29 ársins. Má því vænta meira starfs og árangurs á árinu 1980. Um starfið árið 1979 er ástæða til að taka eftirfarandi fram: 1. Efnagreind voru á árinu 556 sýni af fóðurvörum. Af þeim voru 163 eftir- litssýni af graskögglum frá graskögglaverksmiðjunum. Niðurstöður efnagrein- inga á graskögglunum birtast í Frey, og vísast til þeirra. Efnagreininga- nióurstöður á öðru kjarnfóðri hafa ekki verið birtar, þar sem framleiðendum og seljendum hefur hingað til ekki verið skylt að gefa upp nauðsynleg atriði um efnainnihald, til þess að raunhæfan samanburð sé unnt að gera á efna- greininganiðurstöðum og upplýsingum seljenda. Úr þessu verður bætt með nýrri reglugerð (sjá 6. tölulið), og verða þá efnagreininganiðurstöður birtar nokkurn veginn jafnóðum og þær liggja fyrir. Ljóst er, að nokkurs breytileika gætir í fóðurblöndum. islenzkir fóðurblönduframleiðendur eiga við vanda að stríða vegna þess, hve íslenzkt fiskimjöl er breytilegt. 2. Hitamyndun í korni og kjarnfóðri er gamalt og þekkt vandamál, tengt of miklu vatnsmagni vörunnar, en hefur ekki orðið varthér . Með vax- andi innflutningi ósekkjaðs fóðurs og lengri geymslutíma hérlendis á innflutt- um fóðurblöndum, sérstaklega í sumum landshlutum, en að jafnaði tíðkast, hefur hitamyndun í fóðurgeymslum \Qldið vaxandi erfiðleikum, og hefur umtalsverðu magni af fóðri verið hent af þessum sökum á liðnu ári. Orsökin hefur verið ný upp- skera, langur geymslutími og slæm geymsluskilyrði. Ráðstafanir hafa nú verið gerðar, t.il að bæta geymsluskilyrði og bráðabirgðaráðstafanir þegar hafnar. 3. Mjölmaur í kornvörum er gamalt og vel þekkt vandamál í Norður-Evrópu og Kanada. Á liðnu ári hefur athygli fyrst beinzt að þessu máli hérlendis að gefnu tilefni, sem er í tengslum við hitamyndun og fylgjandi rakatilfærslu, sem verður í lausu fóðri (þéttingu raka ofan og utan til). Maurinn er talinn vera hættulegur búfé, ef mikið af honum er í fóðri, og líkur eru til, að hann hafi valdið tjóni, a.m.k. einstaka sinnum, og senni- legt, að hann hafi valdið vanþrifum þó ekki sé um það vitaó með vissu. Lífs- skilyrði maursins eru umfram allt háð raka og hitastigi, og þau skilyrði eru víða í fóðurgeymslum bæði hjá seljendum og kaupendum. Um þetta er ekki unnt að fjalla nánar hér, en verður væntanlega gert á öðrum vettvangi. Auk þess sýnafjölda, sem tilgreindur er í 1. tölulið, hafa mörg sýni verið athuguð með tilliti til maurs og allmiklu af fóðri verið hent vegna mikils maurs. Þetta þarf að rannsaka nánar, en til úrbóta er einkum um að ræða varnarráðstafanir varðandi geymsluskilyrði.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.