Fjölrit RALA - 13.09.1980, Blaðsíða 49
39
Af vallarfoxgrasi hefur nýr stofn 0501 verið kynbættur. Vetrarþol
þessa stofns er með ágætum og hann skipar efstu sætin í samanburðartilraunum.
Vallarfoxgrasstofnarnir Korpa og 0501 eru ræktaðir til fræs í gróður-
skýlum á Korpu en framræktun fer fram erlendis. Korpa hefur um nokkurt
skeið verið ræktaður til fræs í Noregi en 0501 var sáð til stofnfrærækt-
unar í Svíþjóð vorið 1979.
Góö gróðurhúsaaðstaða er forsenda þess að stundaðar verði virkar
kynbætur á sumum grastegundum sem örðugar eru í frærækt.
Einn íslenskur stofn af hávingli, Pétursey, er í frærækt en það
gildir sama máli um þá tegund og vallarfoxgrasið að frærækt hans gengur
brösulega.
Auk innlendra tegunda er stöðugt unnið að innflutningi og aðhæfingar-
kynbótum ýmissa erlendra tegunda.
Helstu tegundirnar sem unnið er að eru: strandreyr (Phalaris arundinacea),
fóðurfax (Bromus inermis), Beringspuntur (Deschampsia beringensis), skrið-
liðagras (A1 opecurus arundinaceae) og Arctagrostis latifolia.
beringspuntur hefur gefið mjög mikla uppskeru i ýmsum tilraunum,
einkum á Hvanneyri, jafnframt því að reynast sérstaklega vel til uppgræðslu
á örfoka jarðvegi á miðhálendinu. Tegundin er upprunnin frá Alaska eins og
nafnið gefur til kynna. Landgræðsla ríkisins samdi sérstaklega um ræktun
nokkurs magns af tegundinni í Alaska og hefur rúmt tonn verið flutt til
landsins.
Nokkrar tegundir belgjurta eru í athugun bæði til uppgræðslu og hey-
öflunar, Hedysarum alpinum, Lotus corniculatus, Medicago sativa, Medicago
falcata en lítil reynsla er komin á þessar tegundir enn.
EINÆRAR KORNTEGUNDIR
Sífellt er unnið að kynbótum á byggi, sem henti til ræktunar á
1slandi.
Sumarið 1979 var með afbrigðum kalt og einnig nokkuð þurrt. Auk
vorkulda gerði næturfrost skömmu eftir blómgun byggsins og í ofanálag
gerði mikið hvassviðri skömmu áður en uppskera var tekin af tilraunareitunum.
Engu að síður skiluðu sum íslensku afbrigðin korni sem líf var í.
Það korn sem lifði þessar þrengingar af verður fjölgað 1980 auk þess
sem ávallt er ræktað nokkuð korn í gróðurhúsi til að eiga fullgott útsæði,
og til víxlunar.
Auk víxlana gerðra á Korpu er sáð til arfblendnu korni sem fengist
hefur víða í útlöndum en þó einkum frá jurtakynbótastöðinni Svalöf í
Svíþjóð. Geislameðhöndlun á korni er einnig notuð til að skapa erfða-
breytileika í korni.