Fjölrit RALA - 13.09.1980, Page 52

Fjölrit RALA - 13.09.1980, Page 52
- 42 í ylrækt. var starfað aó þreraur viðfangsefnum. í fyrsta lagi var unnið aó lýsingarrannsóknum á chrysanthemum, en því verkefni lauk síðla vors. 1 öðru lagi var byrjað á nýju verki/ sem er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða rannsóknir á nauðsynlegu ljósmagni við vetraruppeldi tómata, og hins vegar er könnuð hagkvæmni framhaldslýsingar eftir gróðursetningu að uppeldi loknu snemma vetrar. Þetta er í samvinnu við Garðyrkjuskólann á Reykjum og er unnið í tilraunagróðurhúsinu þar af Magnúsi Ágústssyni. 1 þriðja lagi var í gangi rannsókn á ræktun tómata í sírennsli næringarefna- upplausnar og í vikri, en á frumathugun var byrjað 1978. Þetta verkefni fer fram í einu gróðurhúsi á garðyrkjustöðinni að Laufskálumí Stafholtstungum. 1 sírennslinu gerðu ýmis vandamál vart við sig snemma á ræktunarskeiðinu, og lokaniðurstöður uröu lélegar. Aftur á móti farnaðist ræktun í vikri vel. Rannsókn þessari mun haldið áfram. VARNIR VIÐ PLÖNTUSJÚKDÓMUM, ILLGRESI OG SKORDÝRUM. 1. Eftirlit með innflutningi og útflutningi plantna. Drög að nýjum plöntusjúkdómalögum, sem send voru landbúnaðarráöuneyti í marz 1978, voru lögð fram sem frumvarp á alþingi vorið 1979. Það var hins vegar lagt fram svo seint, að það náði ekki samþykkt fyrir þingslit. Frum- varpið hafði ekki verið lagt fram aftur um síðastliðin áramót, en vonazt er til, að það verði samþykkt fyrri hluta árs 1980. Endurskoðun reglugerðar um innflutning plantna hefur verið frestað, þar til lögin öðlast gildi. Fylgzt var með innflutningi og ákvarðað um vafatilfelli. Einnig voru gefin út nokkur heilbrigðisvottorð um plöntur, er senda átti úr landi. 2. Eftirlit með ræktun kartöfluútsæðis. Farin var ein skoðunarferð um stofnræktunarsvæðin við Eyjafjörð dagana 3. -5. september. Eftirlit undanfarin ár hefur sýnt, að brýn nauösyn er á að auka gæði stofnútsæðis. Því hefur RALA farið af stað með það verkefni, sem sagt er frá hér á eftir og kallast myndun heilbrigðra kartöflustofna* Er mark- miðið með því að mynda heilbrigða stofna, sem síöan verði fengnir stofn- ræktuninni til fjölgunar. Þáttur í sömu aðgerðum er einnig verkefnið sótthreinsun kartöfluútsæðis. Þar verður reynt að draga verulega úr smiti helztu sveppasjúkdóma með sótthreinsun. Helztu sjúkdómar í stofnræktuninni eru stöngulsýki, Phomarotnun og hýðissjúkdómarnir blöðrukláði og silfurkláði. Auk þess er mjög útbreitt smit af hinum leyndu vírussjúkdóm- um (X og S) og í Helgu og Gullauga, einnig hinum áberandi veirusjúkdómi

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.