Fjölrit RALA - 13.09.1980, Page 54

Fjölrit RALA - 13.09.1980, Page 54
44 Uppskerumestu afbrigði í tilraun II haustið 1979 voru: 1) Korpa: Alaska frostless, Sequoia, Sib. Moroz. og Premiere (77) 2) Möðr.uvellir: Premiere (77), Maris Piper, T-70-22-45 og Gullauga, 3) Sámsstaðir: AK 18-6, Premiere (77) og Gullauga, 4) Höfði við Egilsstaði: 62B-5036-40, Pentland Javelin, AKll-4 og Alaska Frostless. Sumarið 1979 var óvenjukalt og niðurstöður því athyglisverðar, en til aö meta fulla hæfni afbrigða við íslenzkar aðstæður er rétt að taka til- lit til nióurstaðna minnst fimm ára. í afbrigöatilraun III eru álitleg afbrigði, sem rétt þykir að fjölga og reyna í stórræktun. Hér eru bragðgæði einnig könnuð. Afbrigði í þessari tilraun eru samtímis reynd áfram í tilraun II. Ef afbrigði reynast vel í tilraun III, verður reynt að koma þeim í stórframleiðslu og síðan á markaö. Enn sem komið er, er aðeins eitt afbrigði, sem ákveðiö er að reyna frekar í þessum lið, en það er norska afbrigðið T-67-42-89, sem undanfarin ár hefur gefið góða uppskeru, þótt útkoman síðastliðið sumar hafi aöeins verið í meðallagi. Af þessu afbrigði eru nú til tæp 100 kg. Síðastliðin tvö ár hefur verið hætt við 26 afbrigði vegna lélegrar uppskeru, og ætlunin er að hætta við fleiri á næstunni og koma þannig fjöldanum niður. 6. íslenzkar kartöflur. Síðastliðið ár var hafizt handa um að safna afbrigöum og stofnum, sem lengi hafa verið í ræktun hér á landi. Markmiðið er að varðveita þennan efnivið vegna sögulegs gildis og vegna hugsanlegra kynbóta síðar meir. Samtímis eru fengnar fram heilbrigðar plöntur af því, sem safnast, svo að varðveita megi þessar kartöflur í heilbrigðu ástandi. Norræni genbank- inn veitti styrk til þessa verkefnis, og var tækifæriö notað til að fá fram veirulausar plöntur af Rauðum íslenskum, sem sagt var frá í verkefninu myndun heilbrigðra kartöflustofna hér að framan. Nú eru í safninu þrír stofn- ar af Rauðum íslenzkum, tvelr stofnaraf Blálandsdrottningu, Gular Akureyrarkart- öflur og loforð hefur fengizt um gular kartöflur frá Vestfjörðum. 7. Lífræn vamaraðgerð við spunamaur i gróðurhúsum. Rannsóknastofnun landbúnaðarins hefur staðið fyrir því að kynna þessa lífrænu aðferð meðal garðyrkjumanna. Aðferðin felst í því, að í stað eitur- efna eru notaðir ránmaurar til að drepa spunamaura. Reynslan er sú, að grúrku- og tómataræktendur hafa fengið varnaraðferð, sem er bæði auðveldari og áhrifa- meiri en notkun eiturefna hefur reynzt, og neytendur fá vöru, sem hefur aðeins

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.