Fjölrit RALA - 13.09.1980, Side 59
49
2) Flytja irætti gögn og forrit sem mest óbreytt á milli tölvu Háskólans
og tölvu RALA.
3) Haldið yrði opinni þeirri leið að samtengja tölvu RALA tölvu Háskól-
ans.
Ljóst var af hálfu reiknistofnunar Háskólans, að þróun tölvunotkunar
í rannsóknum og vísindum yrði aðallega í notkun DEC-tölva (PDP 11/60
hjá RHÍ nú). Var því ákveðið að kaupa tölvukerfi frá Kristjáni ó. Skag-
fjörð hf., umboósaðila DEC á íslandi. Fyrir valinu varð tölva af gerðinni
PDP 11/34. Var fengið minni af stærðinni 64K orð (um 128000 stafir) og tvær
diskastöðvar fyrir diska, sem rúma um 5.2 milljónir stafa hvor.
í janúar 1980 verður einnig tengd tvöföld segulplötustöð við tölvuna, svo
að í senn verður aðgangur að tveimur segulplötum, sem hvor rúmar um 0.5
milljónir stafa.
Tölvuprentarann, sem keyptur var árið 1979, má einnig nota við tölvu
RALA. Einnig var keyptur tölvuskjár af gerðinni VT100 til þess að nota við
tölvuna, en skjáinn má einnig tengja við símalínuna í stað tölvuprentarans.
Tölvan kom í stofnunina 8. október 1979. Næstu daga og vikur á eftir var unn-
ið vió að prófa vélbúnað og setja upp stýrikerfi. Af óviðráðanlegum orsökum
reyndist ekki unnt að tengja segulplötustöðina strax^ og var því fengin að
láni segulbandsstöð frá Kristjáni Ó. Skagfjörð hf. 12. nóvember í eina viku,
svo að unnt væri að flytja gögn af spjöldum, segulplötum og segulböndum yfir
a diska þá, sem tengdir eru tölvu RALA. Var þetta gert með því/ að gögn voru
lesin á segulbönd í tölvum Reiknistofnunar Háskólans. Nokkur gömul verkefni
voru flutt þannig og sett í gang í tölvu RALA (t.d. jarðræktartilraunir,
beitarverkefni), og einnig hafa verið prófuð ný verkefni/ t.d. við
sauðfjárræktartilraunir, aðallega fyrir Hestsbúið. Árið 1980, er ætlunin, að
gagnaskráning fari fram í tölvu RALA og gögn verði skráð og geymd á segul-
plötum (diskettes). Ætlunin er,að meiri hluti gagnavinnslu RALA fari fram-
vegis fram í eigin tölvu. Þó mun alltaf verða nauðsynlegt að hafa aðgang
að stórum forritum og forritakerfum á borð við LSMLMM og SPSS, en slík for-
rit komast ekki fyrir í smátölvum eins og tölvu RALA. Sem stendur verður að
nota tölvur SKÝRR til þeirra hluta. í marz 1980 mun RHÍ fá stóra tölvu af
gerðinni VAX 780 (frá DEC). Verður þá kleift að flytja stóru forritin úr
tölvu SKÝRR í þá tölvu. Um leið verða kannaðar leiðir til að tengja tölvu
RALA beint við þessa nýju tölvu RHÍ, Mun þá aðstaða til gagnavinnslu á
Keldnaholti veróa orðin mjög góð.