Fjölrit RALA - 13.09.1980, Page 68
58
vallarfoxgrasi og alaskalúpínu. Ekkert fræ kom aó þessu sinni af Skógasandi
eóa frá Skriðuklaustri og Akureyri. Fræið er í hreinsun, þegar þetta er ritað,
og virðist gott að sjá.
Haldið var áfram að sá í stofnræktarakra. Var það að þessu sinni unnið
í samvinnu við Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti. Landgræðslan lét í té
land, kostaói jarðvinnslu og áburðardreifingu en starfsfólk. tilraunastöðvar-
innar annaðist sáningu á stofnfræinu. Stöðin kostaði þann þátt sáningarinnar.
Alls var sáð vorið 1979 í 38.6 ha lands.
Heyframleiðsla var nokkru minni sumarið 1979 en oft áður, vegna þess að
Stórólfsvallabúinu var leigt tún til slægna, líklega um 30 ha. Framleiddir
voru af þessu túni 108.400 kg af graskögglum. Heyframleiðslan nam um 950 hkg.
Heyframleiðsla alls hefur því orðið nærri 10% minni en sumarið 1978. Verður
það að teljast gott miðað við árferði.
Nokkuð miðaði í byggingu húsnæðis fyrir fræhreinsun. Allmiklar lag-
færingar fóru fram á gamla fjósinu, en það verður nú að teljast henta vel
fyrir þau minni tæki sem til eru til fræhreinsunar. Stöðinni bættist á árinu
ný geislavél til fræhreinsunar, stærri og afkastameiri en sú, sem fyrir var.
Ný dráttarvél var keypt á árinu.
Mestum straumhvörfum á árinu, fyrir starfsemi tilraunastöðvarinnar, tel
ég, að hafi valdið sú mikla rausn, sem stjórn Áburðarverksmiðju ríkisins
sýndi með því að gefa nýja, fullkomna og afkastamikla fræskurðarvél í tilefni
25 ára afmælis verksmiðjunnar til eflingar fræræktarverkefninu. Með því var
bætt úr mjög brýnni þörf, og ber að þakka þessa stórmerku gjöf.
Á Sámsstöðum störfuðu árið 1979, 6-7 manns, að sumrinu,en að vetrinum
3-4. Er það svipaður fjöldi starfsfólks og undanfarin ár. Bráðnauðsynlegt er
að ráða til starfa á stöðinni fastan aðstoðarmann tilraunastjóra, en það
er þó varla framkvæmanlegt, fyrr en starfsmannahúsnæði hefur verið endurbyggt.
Nokkurt samstarf var eins og undanfarin ár við starfslið RALA á Keldna-
holti, einnig við Landgræðslu ríkisins, Búnaðarsamband Suðurlands, Búnaðar-
félag íslands, Veðurstofu íslands og bændur á Suðurlandsundirlendi.
Margir gestir komu á tilraunastöðina árið 1979. Voru þeir oft í fylgd
forstjóra og sérfræðinga RALA. Meðal gesta var Rannsóknaráð ríkisins,
og hluti af fjárveitinganefnd Alþingis o.fl. gestir komu í heimsókn 7. sept-
eraber. Stjórn Áburðarverksmiðju ríkisins kom að Sámsstöðum 18. september.