Fjölrit RALA - 10.11.1992, Blaðsíða 7

Fjölrit RALA - 10.11.1992, Blaðsíða 7
-3- LEIT AÐ HENTUGU SÁÐGRESI VIÐ UPPGRÆÐSLU VEGKANTA Áslaug Helgadóttir YFIRLIT Könnuð voru afdrif sáðgresis í vegköntum á fimm stöðum víðs vegar um land og í mismunandi hæð yfir sjó fimm ár frá sáningu. Alls voru skoðaðir 13 stofnar níu tegunda, bæði grasa og belgjurta. Var þeim ýmist sáð hreinum eða í mismunandi blöndum. Aðstæður vora nokkuð ólíkar á hinum ýmsu tilraunastöðum. Hafði það áhrif á gengi stofnanna og myndun gróðurþekju sem síðasta árið var allt frá 30% að meðaltali á því svæði sem síst var og upp í 60% meðalþekju þar sem best var. Mikill munur var á gróðurþekju hinna ýmsu tilraunaliða. Mesta þekju gáfu reitir þar sem sáð hafði verið snarrót og vora slílrir reitir komnir með nærri fulla þekju þar sem best var í lok tilraunatímabilsins. Var snarrótin almennt orðin ríkjandi í þeim reitum þar sem henni hafði verið sáð í blöndu strax á öðra ári. Ýmsir aðrir stofnar komu vel út og má þar nefna Tournament sauðvingul og Sturluvingul túnvingul. Aðrir stofnar vora að jafnaði síðri. Belgjurtimar áttu erfitt uppdráttar af ýmsum orsökum en þó kom hvítsmárinn vel út þar sem hann náði sér á strik á annað borð. Niðurstöðumar benda til þess að ekki sé rétt að sá sömu blöndum alls staðar. Einnig er rétt að nota aðrar blöndur í sjálfan vegkantinn, þar sem gróður verður að vera lágvaxinn, og í sár utan vegar. Gerð er tillaga um að skipta ræktunarsvæðum upp í fjóra flokka, þ.e. vegkant og sár utan vegar við góð skilyrði annars vegar og léleg skilyrði hins vegar. Mælt er með hentugum tegundum við þessar mismunandi aðstæður. INNGANGUR Það hefur lengi verið metnaðarmál Vegagerðarinnar að ganga vel frá vegalagningu og jarðraski sem orðið hefur af hennar völdum. Sáð hefur verið grasffæi og borið hefur verið á í tvö til þijú ár á eftir. Lengi vel vora eingöngu notaðar erlendar sáðblöndur enda ekkert íslenskt ffæ á markaði sem hentaði til þessara hluta. Erlendir grasstofnar endast misvel. Sums staðar lifir sáðgresið í mörg ár en annars staðar deyr það út á örfáum áram og innlendur gróður tekur sæti þess í mismiklum mæli. Á allra síðustu áram hefur verið lögð áhersla á að fá meira af íslenskum grasstofnum í fræblöndumar og hefur fengist nokkurt fræ ffá Fræræktarstöðinni í Gunnarsholti. En betur má ef duga skal. Að mörgu þarf að hyggja þegar sáðgresi er valið. Mjög mikilvægt er að sáðgresi endist í nokkur ár frá sáningu en ending þess er háð ýmsum þáttum. Mestu máli skiptir þó efniviðurinn sjálfur, þ.e. tegundimar og stofnar þeirra sem valdir era í fræblöndumar. Á undanfömum áratugum hafa verið prófaðir mjög margir stofnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.