Fjölrit RALA - 10.11.1992, Blaðsíða 50

Fjölrit RALA - 10.11.1992, Blaðsíða 50
-42- þetta heildarmynstur, en af þeim sem athugaðir voru reyndist tími frá sáningu og hæð yfir sjó sýna mesta samsvörun við landnámsgróðurinn. Þetta kemur ekki á óvart, því búast mátti við töluverðum breytingum á samsetningu og magni tegunda með tíma. Einnig er alþekkt að gróður breytist yfirleitt mikið með aukinni hæð yfir sjó. Það vekur hins vegar nokkra athygli að lítil samsvörun var á milli hæðar yfir sjó og landnámsgróðurs þegar litið er á einstök svæði, sem bendir til þess að staðbundin skilyrði ráði þar meiru en lega þeirra yfir sjávarmáli. Þótt lítil samsvörun hafi verið á milli fjarlægðar frá grenndargróðri og landnámsgróðurs er ljóst að landnám háplantna er mjög háð því hvaða plöntutegundir eru í næsta nágrenni reitanna, en fram kom að margar háplöntumar sem námu land í veggrófunum uxu í næsta nágrenni þeirra og er það í samræmi við niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið á landnámi í veggrófum í Skotlandi (Bayfield 1980, Bayfield o.fl. 1984) og í aflögðum malargryfjum í Svíþjóð (Borgegárd 1990). Er þetta skiljanlegt í ljósi þess að frædreifing háplantna er yfirleitt takmörkuð við stuttar vegalengdir. Að meðaltali námu um 4% háplantna sem funndust í grenndargróðri land á hveiju ári í veggrófunum (7. mynd). Ef reiknað ermeð jöfnum landnámshraða munu líða að meðaltali um 20 ár frá upphafi uppgræðslu þar til allar grenndargróðurtegundir finnast í veggrófunum. Þótt svo gerist er áreiðanlega langt í að gróður verði orðinn svipaður í veggrófinni og í grenndargróðri, því reikna má með að hlutföll tegunda verði töluvert ólík eftir þann tíma. Ekki er heldur hægt að gera ráð fyrir að gróður veggrófanna verði með tímanum eins og grenndargróðurinn þar sem umhverfisaðstæður hafa breyst mikið við raskið. Fram kom að margar tegundir geta numið land í vegsárum. Flokkun tegunda eftir landnámshegðun leiddi þó í ljós að hegðun þeirra er misjöfn (8. mynd). í fyrstu tveimur flokkunum em dæmigerðir frumherjar. I þriðja flokki eru tegundir sem ekki er hægt að flokka sem frumheija því fæstar þeirra eru öflugir landnemar þótt þær finnist í reitunum. I fjórða flokki eru tegundir sem ekki hafa haft möguleika á að nema land á fyrstu stigum gróðurþróunar í veggrófunum þrátt fyrir að þær finnist í grenndargróðri. Mörk milli flokka eru ekki skýr, því hér er um samfellda breytingu að ræða frá hreinum frumherjum til tegunda sem ekki virðast hafa mikla möguleika á að nema land á fyrstu stigum gróðurframvindu. Þær tegundir sem lentu t.d. í 1. flokki, þ.e. lækjafræhyrna (Cerastium ceratsoides), mýradúnurt (Epilobium palustre) og snækrækill (Sagina nivalis), em dæmigerðir fmmherjar. Þær virðast hafa mikla dreifingarhæfni eða vera til staðar í ffæforða, því þær nema snemma land þrátt fyrir að þær finnist lítið eða ekki í grenndargróðri. Þær em ffemur smávaxnar og þola trúlega illa samkeppni við annan gróður. Tegundimar sem reyndust einna sístir landnemar í veggrófum vom brennisóley (Ranunculus acris), túnsúra (Rumex acetosa) og mýrfjóla (Viola palustris). Þær vaxa yfirleitt í algrónu (Hörður Kristinsson 1986) og fremur næringarríku landi og finnast venjulega ekki þar sem land er Ktt gróið. Gróðurþekja Þegar land er grætt upp með sáningu og áburðargjöf er yfirleitt stefnt að því að ná upp verulegri gróðurþekju á tiltölulega fáum ámm. I þeim veggrófum sem rannsakaðar voru reyndist heildargróðurþekja mjög misjöfn. I helmingi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.