Fjölrit RALA - 10.11.1992, Blaðsíða 49

Fjölrit RALA - 10.11.1992, Blaðsíða 49
-41- UMRÆÐA Tegundafjðlbreytni í veggrófum jókst heildarfjöldi tegunda með tíma. Mikil aukning varð á fjölda háplantna og fléttna en fjöldi mosategunda breyttist hinsvegar lítið. Einnig kom fram að nokkur munur var á fjölgun tegunda eftir svæðum. Við upphaf gróðurframvindu, líkt og á sér stað í veggrófum, má búast við töluverðri aukningu á tegundum, en fjölgun tegunda getur verið mikil á fyrstu árum ffumframvindu (t.d. Bayfield o.fl. 1984, Crawley 1986). Með tímanum má reikna með að ákveðið jafnvægi komist á og tegundum hætti að fjölga eða jafnvel fækki nokkuð, einkum þegar samkeppni fer að gæta í ríkari mæli. Ekkert bendir til að slíku hámarki hafi verið náð á rannsóknasvæðunum, því veruleg aukning varð á heildarfjölda tegunda í öllum reitum milli mælinga Á Öxnadalsheiði og Holtavörðuheiði var ekkert skýrt samband milli hæðar yfir sjó og fjölda tegunda, en reikna má með að fjölbreytni minnki með versnandi gróðurskilyrðum. . Rannsóknir á náttúrlegu landnámi gróðurs í vegraski, þ.e. án sáningar eða áburðargjafar, sem gerðar voru í hálendi Skotlands (400-1000 m.y.s.), sýndu t.d. að tegundum fækkaði með aukninni hæð yfír sjó (Bayfield o.fl. 1984). Á Öxnadalsheiði og Holtavörðuheiði var verulegur munur á fjölda tegunda milli einstakra reita. Bendir það til þess að breytileiki á aðstæðum í einstökum reitum hafí mun meira að segja um tegundafjölda en sá breytileiki sem orsakast af mismunandi legu þeirra yfír sjó. Tekið skal fram að mesti hæðarmunur á reitum var frekar lítill. Á Öxnadalsheiði var hann um 200 m og á Holtavörðuheiði aðeins um 170 m. Þar sem mælingar á tegundafjölda á flatareiningu voru ekki gerðar í grenndargróðri var ekki hægt að bera saman fjölbreytni gróðurs í veggróf við fjölbreytni gróðurs í næsta nágrenni reitanna. Við samanburð á gróðri annnars staðar frá má þó fá nokkra hugmynd um tegundafjölbreytni á svæðum sem náð hafa meira jafnvægi en í rannsóknareitunum. Slíkur samanburður er oft erfiðleikum háður m.a. vegna þess að margs konar reitastærð hefur verið notuð við gróðurrannsóknir hér á landi, en stærð reita hefur mikil áhrif á hversu margar tegundir finnast á flatareiningu. Við rannsóknir sem gerðar voru á gróðri á 20 mismunandi stöðum á Vesturöræfum í 520-670 m.y.s., var notuð sama reitastærð og í þessari rannsókn. Þar fundust að meðaltali 9,7 háplöntutegundir í smáreit (Kristbjöm Egilsson óbirt gögn). Þar sem tegundir voru fæstar voru að meðaltali 5,2 tegundir í smáreit, en þar sem tegundafjölbreytni var mest vom 14,6 tegundir í smáreit. Þessar tölur sýna meiri fjölbreytni en í reitunum á Holtavörðuheiði, en þar fundust 4,7-8,2 tegundir háplantna í smáreit, 9 ámm eftir sáningu. Fjölbreytni var aftur á móti minni á Vesturöræfum en í reitunum á Öxnadalsheiði, en þar fundust að meðaltali 9,5-22,3 tegundir háplantna í smáreit 14 ámm eftir sáningu. Landnámshegðun plöntutegunda og gildi grenndargróðurs Við flokkun og hnitun gróðurganga kom greinilega fram að gróður veggrófanna var töluvert mismunandi eftir svæðum, en jafnframt er ljóst að landnámsgróðrinum svipar nokkuð til grenndargróðurs hvað varðar háplöntur. Margir þættir geta haft áhrif á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.