Rit Búvísindadeildar - 15.05.1996, Page 9
VEÐURFAR OG GRÓÐUR 1995
Edda Þorvaldsdóttir
Árferði
Að vanda voru tölulegar upplýsingar um veðurfar á Hvanneyri þetta ár fengnar
frá Veðurstofu íslands og annaðist hún útreikninga, einnig lét hún í té
meðaltalstölur um veðurfar á staðnum frá því að veðunnælingar hófust hér árið
1963 til ársins 1991.
Nokkur seinkun varð á uppgjöri af margvíslegum tæknilegum ástæðum, en að
lokum komu allar tölur í hús. Þess ber þó að geta að tölvukerfið sem mælir
veðrið hér á Hvanneyri var ekki virkt frá 12. júní til 19. júlí og vantar því allar
tölur frá þeim tírna. Hið sama gerðist aftur 26. september til 19. október. Af
þessu verður því miður nokkur skekkja sem ekki er hægt að ráða bót á.
Árið 1995 var talsvert kalt miðað við meðalár, þó voru júlí, ágúst, september og
nóvember hlýrri en í meðalári. Gróður átti fremur erfitt uppdráttar framanaf, en á
móti kom að frosta gætti fremur seint þetta árið.
Tafla 1. Hiti, úrkoma og vindhraði á Hvanneyri 1995
Mánuður Meðal- hiti Vikfrá meðalt. Úrkoma (mm) % af meðalt Vindhraði m/sek **
Janúar -3,4 -0,9 67,9 107 5,2
Febrúar -4,6 -3,4 37,9 46 3,5
Mars -3,6 -2,7 61,8 90 3,9
Aprfl 0,3 -1,6 35,7 51 4,1
Maí 5,0 -0,5 27,0 52 3,7
Júní 7,2 -1,4 38,4 99 3,3
Júlí 10,5 0,2 10,8 22 3,2
Ágúst 10,5 0,8 74,1 104 3,2
September 8,0 1,8 82,9 173 3,1
Október 0,2 -2,8 53,6 85 3,2
Nóvember 0,2 0,6 35,0 63 2,7
Desember -2,2 -0,4 283,5 473 3,4
Meðaltal (alls) 2,3 -0,9 67,4 (808,6) 82 3,5
Úrkoma var yfir meðallagi í janúar, ágúst, september svo og desember sem var
afar úrkomusamur, þó einkum sé þar um að ræða einn dag þegar
sólarhringsúrkoman mældist rúmlega 80 mm. Úrkoman í júní var dreifðist
nokkuð en júlí var með afar fáa úrkomudaga. f ágúst mældist hins vegar einhver
úrkoma í 25 daga, sem gefur til kynna að erfitt hefur verið um þurrkun heyja.
September gaf nokkra úrkomulausa daga sem nýttust til heyskapar, þó
heildarúrkoman væri talsvert yfir meðaltali. Október og nóvember voru
þurrviðrasamir en desember, eins og fyrr er getið, afar votviðrasamur framanaf.
gerði fyir en uppúr miðjum nóvember og var þá votviðrasamt fram í desember.
3