Rit Búvísindadeildar - 15.05.1996, Blaðsíða 44

Rit Búvísindadeildar - 15.05.1996, Blaðsíða 44
BEITARTÍLRAUN MEÐ HROSS Anna G. Þórhallsdóttir og Ingimar Sveinsson Inngangur Hrossabeitartilrauninni sem hófst sumarið 1992 var fram haldið samkvæmt áætlun á árinu. Tilraunin er samvinnuverkefni Bændaskólans og Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins og hefur Framleiðnisjóður styrkt ffamkvæmd hennar. Áætlað er að gagnasöfnun tilraunarinnar ljúki fyrri hluta sumars 1997. Framkvæmd Tilraunin er staðsett á tveimur stöðum, að Hesti í Andakíl og Litlu-Drageyri í Skorradal. Á hvorum stað var girt 16.9 ha, fimm strengja rafmagnsgirðing sumarið 1992. Hvorri girðingu var síðan skipt í þrjú hólf með tveimur strengjum, 7.1 ha, 5.0 ha og 3.8 ha. Beitarhólfín í Skorradal eru staðsett á gömlu túni sem ekki hefur verið borið á f um 20 ár. Á Hesti eru beitarhólfin á framræstri mýri sem að hluta var brennd fyrir nokkrum árum. Það voraði mjög seint á árinu og var ekki hægt að setja hrossin í tilraunahólfin fyrr en 3.-4. júlí. Sem fyrr vom hrossin fengin frá Miðfossum í Andakíl, Hálsum og Grand í Skorradal auk hrossa ffá skólabúinu á Hvanneyri. Sama tilhögun var á tilrauninni og fyrri ár og fimm hross sett í hvert hólf, þ.e. 1.3 hross/ha í minnsta hólfinu (þungbeitt), 1.0 í miðhólfinu (miðlungsbeitt)og 0.7 hross/ha í stærsta hólfinu (léttbeitt). Var þess gætt að aldur, þungi og kyn væru jöfn í hólfunum. Öll vora hrossin fjögurra vetra eða eldri. Fyrsta tilraunatímabil hófst strax er hrossin vom komin í hólfin. Var þeim safnað saman daglega og hverju hrossi gefin 50 g af fóðurkögglum blönduðum alkanamerkiefnum (C-32 n-dotriacontane og C-36 hexatriacontane). Vom kögglamir gefnir í 12 daga, sem var tveim dögum skemur en árið áður og saur frá hverju hrossi safnað til efnagreiningar síðustu 5 dagana sem fyrr, Gekk saursöfnun mjög vel og þurfti sjaldan að sækja sýni í viðkomandi hross. Alls vom tilraunatímabilin þrjú sumarið 1995; 9.-20. júlí, 2.-13. ágúst og 28. ágúst-8. september. Samhliða hverri saursýnatöku var uppskera mæld í hverju hólfi og klippt gróðursýni til efnagreiningar. Hrossin vora vigtuð á tveggja vikna fresti í byrjun sumars en vikulega undir lok tilraunarinnar. 4 Fylgst var með beitaratferli hrossanna á sama hátt og sumarið 1995 þar sem að loknu hverju skítasöfnunartímabili tók við 6 daga atferlisathugun. Markmiðið er \ að kanna sambandið milli gæða beitilandsins og atferlis hrossanna. Sérstök áliersla hefur verið lögð á beitarbletti, þ.e. það svæði sem hrossin bíta á milli þess að færa sig úr stað, tímalengd beitarblettanna í mismunandi hólfum og fjölda á sólarhring. Athugunin fór þannig fram að hólfin vom vöktuð meðan birtu naut í þrjá sólarhringa á hverjum stað á hverju tímabili. Fylgst var með einu hrossi í hólfi í fjórar mínútur í senn og allt atferli skráð niður jafnóðum með hjálp sérstaks atferlisforrits. Næst var fylgst með hrossi í öðm hólfi, síðan hrossi í 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Rit Búvísindadeildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.