Rit Búvísindadeildar - 15.05.1996, Blaðsíða 54

Rit Búvísindadeildar - 15.05.1996, Blaðsíða 54
HEYVERKUNARRANNSÓKNIR Bjarni Guðmundsson Inngangur Árið 1995 var nýtt til þess að þoka áfram uppgjöri heyverkunartilrauna fyrri ára og búa niðurstöður þeirra til birtingar. Nokkrum fyrirferðarmikluni áföngum lauk og er vísað til nánaii upplýsinga um þá í rita- og erindaskrá þessarar skýrslu. Enn bíður allstór bálkur lokauppgjörs og birtingar. Tíðarfar til heyskapar í Borgarfirði sumarið 1995 var með tvennu móti. Framan af var tíð hagstæð. Þar sem spretta leyfði fyrri slátt í öndverðum júlí nýttust töður afar vel. Hver þurrkdagurinn rak annan allt til 24. júlí. Þá brá til óþurrka sem stóðu linnulítið út ágústmánuð. Hröktust hey víða auk þess sem sláttur dróst úr hömlu. Setti hvort tveggja glöggt mark á gæði uppskerunnar þótt hey yrðu víða mikil að fyrirferð. Sumarið 1995 voru hafnar tvær heyverkunartilraunir sem hér verður greint frá. Tilefni þeirra beggja eru bendingar er sumpart komu fram í fyrri tilraunum á Hvanneyri og sumpart eiga rót í fyrirspumum sem borist hafa frá bændum í kjölfar breyttra hátta við túnaslátt og heyverkun. Hjálparefni við verkun rýgresis Tilraunin er gerð til þess að athuga nýtingu á próteini í rýgresi en fyrri tilraunir á Hvanneyri (1990-1993) vöktu grun um að hún væri ófullnægjandi þegar fóðran mjólkurkúa átti í hlut. Því er nú leitað svara við tveimur spumingum: a) Er unnt að bæta nýtingu próteins í súrsuðu rýgresi með notkun hjálparefnis (KOFA-SAFA; um 2,5 1/tonn)? b) eða er einfaldara og ódýrara að bæta nýtinguna með því að gefa kúnum aukaprótein, t.d. með fiskmjöli? Rýgresið var slegið með sláttuþyrlu. Við sláttinn var tætt úr því (það knosað) og það látið liggja nokkrar stundir. Fremur hlýtt og þurrt var í veðri og því þomaði rýgresið nokkuð í múgunum, sbr. eftirfarandi tölur: 1. tafla. Breytingar á þurrkstigi rýgresis frá slætti til bindingar (hirðingar).____ Purrefni, % Kg vatns/kg þe. A kg vaínsÆg/klst Við slátt, 7. sept. kl. 11 (báðar spildur) 13,9 6,19 - Við bind., 7. sept. kl. 18 (A-spilda) 18,6 4,38 0,26 Viðbind., 8. sept. kl. 13 (V-spilda) 24,7 3,05 0,10 Heyið var bundið úr múgum með Kione-rúllubindivél (KR 130 S; lauskjamavél með skurðarbúnaði). Þar sem við átti var hjálparefni úðað í heyið yfir sópvindu með sérstakri dælu. Baggar voru hjúpaðir sex-földu plasti (Polybale). Heimreidd uppskera svaraði til 3300 kg þe. af ha. A 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Rit Búvísindadeildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.