Rit Búvísindadeildar - 15.05.1996, Side 44

Rit Búvísindadeildar - 15.05.1996, Side 44
BEITARTÍLRAUN MEÐ HROSS Anna G. Þórhallsdóttir og Ingimar Sveinsson Inngangur Hrossabeitartilrauninni sem hófst sumarið 1992 var fram haldið samkvæmt áætlun á árinu. Tilraunin er samvinnuverkefni Bændaskólans og Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins og hefur Framleiðnisjóður styrkt ffamkvæmd hennar. Áætlað er að gagnasöfnun tilraunarinnar ljúki fyrri hluta sumars 1997. Framkvæmd Tilraunin er staðsett á tveimur stöðum, að Hesti í Andakíl og Litlu-Drageyri í Skorradal. Á hvorum stað var girt 16.9 ha, fimm strengja rafmagnsgirðing sumarið 1992. Hvorri girðingu var síðan skipt í þrjú hólf með tveimur strengjum, 7.1 ha, 5.0 ha og 3.8 ha. Beitarhólfín í Skorradal eru staðsett á gömlu túni sem ekki hefur verið borið á f um 20 ár. Á Hesti eru beitarhólfin á framræstri mýri sem að hluta var brennd fyrir nokkrum árum. Það voraði mjög seint á árinu og var ekki hægt að setja hrossin í tilraunahólfin fyrr en 3.-4. júlí. Sem fyrr vom hrossin fengin frá Miðfossum í Andakíl, Hálsum og Grand í Skorradal auk hrossa ffá skólabúinu á Hvanneyri. Sama tilhögun var á tilrauninni og fyrri ár og fimm hross sett í hvert hólf, þ.e. 1.3 hross/ha í minnsta hólfinu (þungbeitt), 1.0 í miðhólfinu (miðlungsbeitt)og 0.7 hross/ha í stærsta hólfinu (léttbeitt). Var þess gætt að aldur, þungi og kyn væru jöfn í hólfunum. Öll vora hrossin fjögurra vetra eða eldri. Fyrsta tilraunatímabil hófst strax er hrossin vom komin í hólfin. Var þeim safnað saman daglega og hverju hrossi gefin 50 g af fóðurkögglum blönduðum alkanamerkiefnum (C-32 n-dotriacontane og C-36 hexatriacontane). Vom kögglamir gefnir í 12 daga, sem var tveim dögum skemur en árið áður og saur frá hverju hrossi safnað til efnagreiningar síðustu 5 dagana sem fyrr, Gekk saursöfnun mjög vel og þurfti sjaldan að sækja sýni í viðkomandi hross. Alls vom tilraunatímabilin þrjú sumarið 1995; 9.-20. júlí, 2.-13. ágúst og 28. ágúst-8. september. Samhliða hverri saursýnatöku var uppskera mæld í hverju hólfi og klippt gróðursýni til efnagreiningar. Hrossin vora vigtuð á tveggja vikna fresti í byrjun sumars en vikulega undir lok tilraunarinnar. 4 Fylgst var með beitaratferli hrossanna á sama hátt og sumarið 1995 þar sem að loknu hverju skítasöfnunartímabili tók við 6 daga atferlisathugun. Markmiðið er \ að kanna sambandið milli gæða beitilandsins og atferlis hrossanna. Sérstök áliersla hefur verið lögð á beitarbletti, þ.e. það svæði sem hrossin bíta á milli þess að færa sig úr stað, tímalengd beitarblettanna í mismunandi hólfum og fjölda á sólarhring. Athugunin fór þannig fram að hólfin vom vöktuð meðan birtu naut í þrjá sólarhringa á hverjum stað á hverju tímabili. Fylgst var með einu hrossi í hólfi í fjórar mínútur í senn og allt atferli skráð niður jafnóðum með hjálp sérstaks atferlisforrits. Næst var fylgst með hrossi í öðm hólfi, síðan hrossi í 38

x

Rit Búvísindadeildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.