Rit Búvísindadeildar - 15.05.1996, Side 12
Notkun búfjáráburðar
Árið 1991 var tilraun 437-77, áburður og árferðisinunur, slegin í síðasta sinn eftir
upphaflegri skipan. Uppsöfnuð eftirhrif sauðataðs á tilraunatímanum vöktu
athygli og því var tilraunin einnig slegin 1992, en þá fengu allir reitir sama
skammt tilbúins áburðar, 400 kg Græðir 8 (72 kg N, 15,6 kg P, 46,8 kg K, 8 kg S
og 32 kg Ca/ha). Eftirhrif reyndust mjög mikil og því var ákveðið að taka
tilraunina upp aftur. Sumarið 1993 var hún því meðhöndluð samkvæmt
upphaflegri skipan. "Árferðisreitir" fengu þó sama áburðarskammt og liður b og
liður f tilbúinn áburð sem samsvarar því, þ.e. 40 kg N.
Við fyrri slátt 1995 tókst svo óhönduglega til að að vogin sem notuð var gaf
alrangar niðurstöður. Uppskerutölur fyrri sláttar eru því ónýtar, en hinsvegar eru
efnagreiningasýni í fullu gildi. uppskera 2. sláttar er í 3. töflu
3. tafla. Áburður og árferðismunur (nr. 437-77).
Uppskera f 2. slætti 1995. hkg þe/ha. Sjá texta.
Liður Áburður, kg/ha 1977 - 1991 2. sláttur
a 60 N 60 K
b 100 N 80 K 12,1
c 140 N 100 K 12,8
d 180 N 120 K 13,8
e 15 tonn sauðatað 13,6
f 15 tonn sauðatað + 40 N 16,2
g 100 N 80 K 13,8
Staðalskekkja 0,86
Endurtekningar 4. Borið á 22.maí, slegið 21. ágúst.
Við slátt 18. júlí var metin hlutdeild tegunda í uppskeru og var hún sem hér segir:
4. tafla. Áburður og árferðismunur (nr. 437-77).
Hlutdeild tegunda í uppskeru við 1. slátt 18. júlí 1995. Hundraðshlutar.
Liður Áburður, kg/ha V.fox V.sveif Túnv Snarrót Língr Annað
a 60 N, 60 K 24 48 13 9 0 8
b 100 N, 80 K 29 43 6 11 9 4
c 140N, 100 K 39 40 8 9 1 3
d 180N, 120 K 34 50 8 4 1 4
e 15 tonn sauðatað 30 41 11 9 0 9
f 15 tonn sauðatað 29 44 15 5 1 6
g 100 N, 80 K 26 48 16 6 0 4
Munur liða er ekki mikill en skekkja er nokkuð há. kemur það ekki síst af því að
vallarsveifgras hefur breiðst út í flekkjum eins og því er títt, en ekki er sýnilegt að
það sé tengt meðferð svo nokkru nemi. sem dæmi má taka að í lið e er hlutdeild
vallarsveifgrass 20% í blokk 1, en 70% í blokk 3
6