Rit Búvísindadeildar - 15.05.1996, Síða 25

Rit Búvísindadeildar - 15.05.1996, Síða 25
Kartöflugrösin sem komu fljótast upp virtust skemmast mest á köldu nóttunum fyrir 10. júlí. Þann 11. ágúst voru kartöflugrösin skoðuð af tveimur tilraunamönnum. Úrdráttur úr niðurstöðum sjónmats og athugasemda, sem komu fram við upptöku fylgja hér á eftir: Blálandsdrottning blómgaðist mikið (50 % kartöflugrasa með blóm 11. ágúst og 50% með þrútna blómhnappa). Kartöflugrösin byijuð að sjást 15. júní. Kartöflumar þykja góðar. Cegro. Kartöflugrösin virtust smituð af veimsjúkdómum. Kartölumar fóru mjög djúpt niður í moldina. Folva virtist vera með ósjúk kartöflugrös. Kartöflumar voru mjög dreifðar í jörðinni. Globe var með lágvaxið kartöflugras. Blómgaðist dálítið. Grösin virtust sýkt af veirum og svartrót. Gular íslenskar frá Nesi og Láganúpi. Það virðist vera lítill sjáanlegur og mælanlegur munur vera á kaitöflunum frá bæjunum tveimur. Kartöflugrösin báru vott um veirusýking. Kartöflumar voru þétt undir grösunum. Grösin byrjuðu að sjást 12. júní. Gullauga. Kartöflugrasið var hávaxið og skemmdist í roki. Veirusjúkdómar vom sýnilegir í mörgum grösum. Grös byrjuð að koma upp 12. júní. Jötun. Kartöflugrasið virtist þola rok illa og sá töluvert á því. Kartöflugrös byrjuð að sjást 15. júní. Laila. Kartöflugrasið virtist þola rok illa og sá nokkuð á því. Ofurlítið bar á veirusýkingu. Grösin að byrja að koma upp 15. júní. Minea. Kartöflugrasið var lágvaxið og mikið bar á veirusýkingu. Óttar. Hátt kartöflugras. Primula. Lágvaxin grös með glansandi blöð. Nokkuð bar á veirusýkingu. Rauðar íslenskar. Hávaxið kartöflugras. Blómhnappar sýnilegir. Grös byrjuð að koma upp 12. júní. 19

x

Rit Búvísindadeildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.