Rit Búvísindadeildar - 15.05.1996, Page 49
SAMANBURÐUR Á FÓÐRUNARAÐFERÐUM
FYRIR SAUÐFÉ
Jóhannes Sveinbjömsson
Veturinn 1994-95 voru gerðar í fjárhúsunum á Hvanneyri athuganir er miðuðu að
því að bera saman mismunandi fóðrunaraðferðir fyrir sauðfé, annars vegar
hefðbundna garðafóðrun þar sem gefið er tvisvar á dag og hins vegar sjálffóðrun
úr rúllubaggagrindum. Veturinn 1995 - 96 eru í gangi viðameiri tilraunir í þessu
sambandi á Hvanneyri og á tilraunabúinu á Hesti. Framangreind verkefni eru
samstarf þriggja aðila: Bændaskólans á Hvanneyri, Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins og Vímets h.f. í Borgamesi sem hefur með höndum smíði og
tæknilega þróun rúllubaggagrindanna.
Tilgangur
Framfarir í jarðrækt og fóðuröflun hafa gert það að verkum að stór hluti
sauðfjárbænda fóðrar nú fé sitt nánast eingöngu á heimaöfluðu gróffóðri. Magn
þess gróffóðurs sem gefið er takmarkast hjá mörgum eingöngu af átlyst ánna, en
fóðruninni er hins vegar stjómað með gæðum gróffóðursins, þannig að þegar
fóðurþarfir ero miklar er gefið snemmslegið hey eða há en þegar fóðurþarfir eru
litlar er gefið meira sprottið hey. Þrátt fyrir að margir bændur séu hættir að
skammta fénu magn gróffóðurs þá gera innréttingar í flestum fjárhúsum enn ráð
fyrir því sem megin reglu að allt féð komist að jötunni í einu, sem var jú rökrétt á
meðan kindumar þurftu að skipta með sér takmörkuðu magni heys. Margt bendir
hins vegar til þess að komast megi af með mun minna jötupláss en tíðkast hefur ef
í jötunni er nægt magn gróffóðurs allan sólarhringinn eða þvf sem næst. Helstu
kostir sem gætu fylgt þvf að taka upp slíka fóðrunartækni ero eftirfarandi:
- minni, auðveldari og minna bindandi vinna við vetrarfóðrun
- aukið svigrúm til vinnuhagræðingar við ýmis konar fjárrag í húsunum
- betri nýting á plássi
- minni kostnaður við innréttingar
Með framangreindum athugunum og tilraunum er leitast við að bera saman þessar
mismunandi fóðronaraðferðir m.t.t. áts, þrifa, atferlis og fóðumýtingar fjárins, og
einnig að svara ýmsum spumingum um heppilega framkvæmd sjálffóðrunarinnar.
Niðursíöður
Þegar þetta er skrifað eru tilraunimar enn í fullum gangi. Á Ráðunautafundi 1996
var gerð grein fyrir bráðabirgðaniðurstöðum sem fengnar voru um áramót 1995 -
96, og vora í stuttu máli þessar:
43