Rit Búvísindadeildar - 20.07.1996, Síða 14

Rit Búvísindadeildar - 20.07.1996, Síða 14
Ura vaxtardaga og fjölda lifandi plantna gildir það sama og sagt hefur verið hér á undan um þessi atriði. í athugunum var hver stofn af káli aðeins ræktaður á einum tilraunareit. Megin markmiðið með því að gera athugun var að velja úr stofna, sem æskilegt er að reyna í tilraunum. Mat á uppskeruhæfni var gert þannig, að ár hvert voru stofnamir flokkaðir í þrjá flokka, I, II og III flokk. í I flokk fóru stofnar, sem gáfu mesta uppskeru og virtust eiga fullt erindi í vandaða tilraun. í IH flokk fóru þeir stofnar, sem gáfu litla uppskeru, oftar en ekki vegna þess að þeir voru of seinvaxnir fyrir þær aðstæður, sem þeim voru búnar á Hvanneyri. Trúlega hefði ræktun þeirra stofna heppnast betur, ef breiddur hefði verið yfir þá trefjadúkur að vorinu. Stofnar í II flokki virtust liggja mitt á milli hinna tveggja hvað uppskeru áhrærir. Höfuðin af Natalino F1 eru græn að lit og keppa því frekar við spergilkál en blómkál. Höfuð af Ravela F1 þóttu falleg. Spergilkál (Brassica oleracea, italica) Hér verður fjallað um tilraun með stofna af spergilkáli, sem gerð var árið 1990 og athuganir, sem gerðar voru árin 1991 og 1995. Áður hefur verið fjallað um athuganir, sem gerðar voru árin 1978-1981 og tilraunir frá 1983-1988 (Magnús Óskarsson, 1984 og 1989). Þeir Ámi B. Bragason og Magnús Óskarsson skýra frá tilraunum með uppeldi á spergilkáli árið 1984. Árin 1990 og 1995 var áburður hvert ár, g/m^: 18 N, 7,8 P, 21,3 K, 11,6 S, 1.8 Mg, 3,9 Ca og 0,08 B. Árið 1991 var borið á sem svarar, g/m^: 15 N, 6,5 P, 17.8 K, 9,6 S 1,5 Mg, 3,3 Ca og 0,06 B. Öll árin var notaður blandaður áburður, sem nefnist Blákom. Stærð tilraunareita var alltaf 2,7 m^ og vaxtarrými hverrar plöntu var 0,27 mÁ Plönturnar vom aldar upp í heitu gróðurhúsi og uppeldis- tíminn var að meðaltali 32 dagar. Til að verjast kálmaðki var árin 1990 notað Agritox, en Basudin 10 árin 1991 og 1995. Plöntuvamarefnin vom aðeins notuð einu sinni hvert sumar. 8. tafla. Tilraun á stofnum af spergilkáli, 1990. Table 8. Varieties ofsprouting broccoli, experiment, 1990, Stofn Variety Uppskera kg/m^ Yield kg/nfi Uppskera af plöntu, g Mean weight of each plant, g Sperglar á plöntu Number of sprouts on a plant Meðalþyngd á spergli, g Mean weight on a sprout, 8 Uppskera eftir 90 daga, % Yield after 90 days, % Corvet F1 1,32 358 27 13,4 17 Greenia 0,67 181 11 16,3 16 Neptune F1 1,46 393 20 20,3 12 S.G. 1, F1 1,21 326 24 11,9 14 Laser F1 0,75 202 12 16,8 5 8

x

Rit Búvísindadeildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.