Rit Búvísindadeildar - 20.07.1996, Qupperneq 18

Rit Búvísindadeildar - 20.07.1996, Qupperneq 18
athugun, gefa hlutfallstölumar öllu réttari mynd af mismun á uppskem stofnanna en uppskerutölumar. Trefjadúkur var að meðaltali 60 daga yfir kálinu. Árin 1990 og 1993-1995 var borið saman að rækta rauðkál á bersvæði og undir trefjadúk. Uppskera á bersvæði var að meðaltali 2,87 kg/m^, en undir trefjadúk 3,40 kg/m^. Mismunur var því 0,53 kg/mÁ Trefjadúkurinn skemmdi rauðkálið lítið. Blöðrukál (Brassica oleracea, sabauda) Blöðmkál er lítið ræktað hér á landi, en mikið í Mið-Evrópu. Það heitir á mörgum málum savoykál eftir Savoyhéraði í Ölpunum. Á Hvanneyri hafa verið gerðar nokkrar athuganir á stofnum af blöðrukáli, eins og kemur fram í næstu töflu. Um fyrri athuganir hefur Magnús Óskarsson (1984 og 1989) áður skrifað skýrslu. Blöðrukálið var bæði reynt á bersvæði og undir trefjadúk. Um áburð, stærð reita, vaxtarrými og vamir gegn kálmaðki gildir það sama og sagt hefur verið um rauðkálið. Uppeldisdagar í heitu gróðurhúsi voru að meðaltali 41. Trefjadúkur var að meðaltali 60 daga yfir kálinu, þar sem hann var notaður. 12. tafla. Athugun á stofnum af blöðrukáli 1989 -1995. Table 12. Varieties of Savoyer cubbaae, observation, 1989 -1995. Stofn Varieties Uppskera kg/in^ Mean yield kg/m^ Hlutfalls- tala Proporlion ofyield Þungi á höfði, g Head of cabbage, g Hlutfall í 1. flokk First class heads % Þéttleiki, einkunn Density, scores Vaxtardagar Growing period, days Undir trefjadúk (Under pnlvpmpvlen): Comparse F1 1,64 62 443 100 4,0 72 Gloster F1 0,48 43 130 0 1,1 101 Julius F1 2,09 100 582 75 4,3 90 Ovasa F1 0,41 18 112 58 3,0 102 PromasaFl 2,05 81 564 69 4,1 60 Tarvoy F1 0,04 6 12 0 Veitus 0,53 48 144 0 1,5 101 Wallasa F1 2,07 110 570 80 4,5 74 Á bersvæði (Growing in garden): Comparse F1 2,31 87 624 98 3,8 91 GlosterFl 0,36 32 98 0 1,2 101 Julius F1 1,75 67 479 70 3,8 95 Promasa F1 1,65 62 467 47 3,4 61 Vertus 0,20 18 60 0 1,1 101 Wallasa F1 2,18 83 590 100 4,0 80 Af þeiin stofnum, sem reyndir hafa verið, eru það aðallega fjórir, sem virðast þess verðir að athuga þá nánar. Promasa vex hraðast af þessum stofnum, en höfuðin em ekki falleg. Wallasa er dálítið seinvaxnari, en gefur fallegri höfuð. Enn seinni er Comparse, sem hefur gefið góð höfuð á bersvæði. 12

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.