Fréttablaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 4
Gætt að sóttvörnum í Smáralind Íslenskir kaupendur nýttu tækifærið og f lúðu vonskuveðrið utanhúss til að versla í Smáralindinni í gær. Líkt og annars staðar voru tilboð í f lestum verslunum sem tengjast svörtum föstudegi og því ef laust margir sem gerðu kjarakaup. Þegar styttist í jólin má áætla að þarna hafi jólagjafalistar styst hjá Íslendingum sem voru tímanlega í því en þess var gætt að sinna sóttvörnum og halda fjarlægðartakmörkunum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI SVARTUR FÖSTUDAGUR 30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM ALLA HELGINA KÓÐI Í VEFVERSLUN: SVARTUR SMÁRATORGI KRINGLAN GLERÁRTORGI LINDESIGN.IS GÓÐGERÐARMÁL „Við höfum lík- lega aldrei skilið betur mikilvægi bóluefna en nú þegar allir bíða eftir COVID-19 bóluefnum,“ segir Sigurður Mikael Jónsson, verk- efnastjóri hjá UNICEF á Íslandi. Þar verður nýtt tilboð á boðstólum því verð á bólusetningarpakka verður hækkað í tilefni dagsins. „Við höfum gert þetta áður og við- tökurnar verið frábærar. Við gefum engan afslátt af velferð barna. Þetta vekur okkur líka til umhugsunar um mikilvægi bóluefna sem við fáum í vöggugjöf en eru fjarri því sjálfsagður hlutur.“ – bþ Hækka verðið á Black Friday Bólusetning getur bjargað lífi. HEILBRIGÐISMÁL „Svo framarlega sem fólk kemur hingað sótthreins- að og með grímur þá höfum við leyft pöbbum að koma með og jafn- vel systkinum líka,“ segir Guðrún Gunnlaugsdóttir, einn eigenda 9 mánaða í Kópavogi, en þar er upp- bókað út árið í þrívíddarsónar. Verðandi feður, eða makar barnshafandi, mega ekki koma með í sónar á fósturgreiningar- deild Landspítalans og eru beðnir um að bíða úti í bíl. Það skilur Guð- rún en hún vonar að opnað verði fyrir verðandi feður þar á bæ. „Þar er auðvitað mikið fjölmenni sem gengur inn og út alla daga og það er verið að reyna að fækka fólki þar sem gengur um gangana. Á meðan er okkar staður lítill og sætur og ekki mikið fjölmenni þannig það er ekki full biðstofa hjá okkur af fólki.“ Hún segir skemmtilegt að vita af áhuga maka á að sjá barnið í fyrsta sinn. „Við höfum einmitt leyft fjöl- skyldunni að koma og stundum fá afar og ömmur líka að koma með. Það er reglulega skemmtileg stemning og hugljúft hvað tengslin verða sterk við að sjá krílið sem er væntanlegt í heiminn.“ Í vikunni tók fyrirtækið í notkun nýjan sónar af bestu gerð sem getur tekið upp myndbönd af væntan- legu kríli. „Þetta er sannkallaður Rolls Royce,“ segir Guðrún og hlær. „Við erum að taka myndbönd þar sem fóstrið er jafnvel að hreyfa sig. Það er svo magnað að sjá fingur og tær hreyfa sig svona snemma á meðgöngunni. Barnið jafnvel veifar til verðandi foreldra og fólki finnst þetta yndislegt að sjá og eiga þessar stundir.“ Fyrirtækið hefur þó fundið fyrir COVID-19 og þurft að loka því tvisvar sinnum. Þó einnig sé nánast uppbókað út árið í nudd þurftu nuddararnir að skella í lás ekki fyrir svo löngu. „Það hefur verið alveg brjálað að gera bæði í meðgöngu nuddi og heilsunuddi. Við erum ekkert verkefnalausar hér og erum alsælar með það. Við viljum hafa heimsókn til okkar eins notalegar og hægt er. Tökum vel á móti fólki og höfum notalegt andrúmsloft enda viljum við að fólki líði vel hér hjá okkur,“ segir Guðrún. benediktboas@frettabladid.is Sónar í þrívídd opinn mökum í Kópavogi Uppbókað er í sónarskoðun hjá 9 mánuðum þar sem feður og stundum systk- ini geta komið með. Einn eigenda stofunnar segir að fyrirtækið sé komið með öflugan sónar í notkun sem geti sýnt fóstrið veifa til verðandi foreldra. Níu mánuðir tóku í vikunni nýjan sónar í notkun. Guðrún, sem er hér til hægri, er ánægð með áhuga feðra á litla krílinu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR STJÓRNSÝSLA Sorpa BS gerir ráð fyrir að tekjur muni á næsta ári hækka um 24 prósent með nýrri gjaldskrá. Á sama tíma er gert ráð fyrir að sorp minnki um þrjú pró- sent. Ný gjaldskrá sem tekur gildi um áramótin var birt á vef Sorpu í síðustu viku. Fram kemur í rekstr- aráætlun Sorpu fyrir næsta ár að tekjurnar muni mæta auknum kostnaði við bætta úrgangsmeð- höndlun. Unnið hefur verið að fjárhags- legri endurskipulagningu Sorpu frá því í febrúar eftir að í ljós kom að smíði gas- og jarðgerðarstöðvar- innar, GAJA, í Álfsnesi hefði farið 1,4 milljörðum króna fram úr áætl- un. Kostaði stöðin alls 5,3 milljarða króna. Fram kemur í áætluninni að útf lutningur á brennanlegum úrgangi til orkuendurvinnslu hefj- ist við árslok 2021 og að urðun verði hætt í Álfsnesi árið 2023. Rekstur- inn verður neikvæður í ár en gert er ráð fyrir að jafnvægi verði komið á við lok næsta árs. – ab Tekjur Sorpu munu hækka COVID-19 Ellefu greindust innan- lands með COVID-19 í fyrradag, þar af voru þrír í sóttkví. Níu greindust í einkennasýnatöku en tveir í handahófsskimun. Í gær voru 166 í einangrun með virkt smit hér á landi og fækkaði þeim um tíu milli daga. 45 sjúklingar lágu á sjúkrahúsi vegna COVID-19, áfram voru tveir á gjörgæsludeild. Víðir Reynisson, yfirlögreglu- þjónn almannavarna, er einn þeirra sem eru með virkt smit. Mun hann hafa fundið fyrir vægum ein- kennum í gær. Nýgengi innanlandssmits síð- ustu fjórtán daga hélt áfram að lækka, stuðullinn hefur þó leitað upp síðustu daga. Thor Aspelund, prófessor í tölfræði, sagði í kvöld- fréttum RÚV að staðan væri mjög viðkvæm og fjöldi smittilfella utan sóttkvíar sé meiri en vonast hefði verið til. – ab Viðkvæm staða í faraldrinum Ráðast þurfti í endurskipulagningu eftir að GAJA fór fram úr áætlun. Það er reglulega skemmtileg stemn- ing og hugljúft hvað tengslin verða sterk við að sjá krílið sem er væntanlegt í heim- inn. Guðrún Gunnlaugsdóttir, einn eigenda 9 mánaða 2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.