Fréttablaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 18
COVID-19 Á morgun eru liðnir níu mánuðir frá því að fyrsta tilfelli COVID-19 greindist hér á landi. Þann 28. febrúar greindist íslenskur maður með sjúkdóminn eftir að hafa verið í ferðalagi á Norður-Ítal- íu. Þau tilfelli sem greindust dagana á eftir mátti öll rekja til Norður-Ítal- íu og Austurríkis en þann 6. mars greindist fyrst innanlandssmit hér. Í kjölfar þess lýsti ríkislögreglu- stjóri yfir neyðarstigi almanna- varna í samráði við sóttvarnalækni og þann sama dag var sett á heim- sóknarbann á hjúkrunarheimilum og á Landspítala. Fyrsta bylgja far- aldursins náði hámarki um 22. mars en þann dag voru staðfest tilfelli frá því að smit greindist fyrst 568 tals- ins og tæplega sjö þúsund manns voru í sóttkví. Íslensk erfðagreining hóf að skima fyrir COVID-19 þann 13. mars og þann 24. mars greindust 106 ný tilfelli á einum sólarhring. 16. mars var sett á samkomubann og máttu ekki f leiri en 100 koma saman, viku síðar voru samkomu- takmarkanir hertar og mörkin sett við tuttugu manns. Takmarkanirn- ar giltu til 4. maí en þá máttu fimm- tíu manns koma saman. Tveimur vikum síðar voru sundstaðir opnað- ir og því næst líkamsræktarstöðvar, þá fengu 200 manns að koma saman og lífið færðist í eðlilegra horf. Á þeim tíma sem fyrsta bylgja faraldursins gekk yfir kynntist þjóðin ýmsum reglum, viðmiðum og orðum líkt og fordæmalausum tímum og tveggja metra reglunni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalækn- ir, Víðir Reynisson yfirlögreglu- þjónn og Alma Möller landlæknir birtust daglega á sjónvarpsskjáum landsmanna á daglegum upplýs- ingafundum í tvo mánuði og hlutu þau viðurnefnið „þríeykið“. Upp komu ýmsar mýtur um áhrif faraldursins á hin ýmsu mál líkt og aukinn fjölda skilnaða og fæðingu „COVID“-barna. Samkvæmt svari Sýslumannsins á höfuðborgar- svæðinu við fyrirspurn Frétta- blaðsins hefur hvorki útgefnum leyfum vegna skilnaða né staðfest- um samningum um forsjá og með- lag vegna sambúðarslita fjölgað á þessu ári. Þá er, samkvæmt mæðra- sviði Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu, ekkert sem bendir til aukningar í fjölda fæðinga í far- aldrinum, sveifla fæðingartíðni sé svipuð og síðastliðin ár. Innanlandssmit greindist fyrst í annarri bylgju faraldursins 23. júlí en þá hafði ekki greinst smit hér á landi í þrjár vikur. Átta dögum síðar voru innleiddar samkomutak- markanir sem miðuðu við að ekki kæmu saman fleiri en 100 manns. Atburðum sem áttu að fara fram um verslunarmannahelgi var aflýst og það sama á við um Menningarnótt í Reykjavík. Kúrfan reis hratt í annarri bylgj- unni og þann 31. júlí voru fimmtíu manns með staðfest smit. Dögum saman greindust þó fá tilfelli smits og stóð önnur bylgjan lengi yfir eða fram í byrjun september. Nú, níu mánuðum eftir að smit greindist fyrst hér á landi, eru Íslendingar staddir í þriðju bylgju kóróna veirufaraldursins sem að mati vísindafólks við Háskóla Íslands hófst 11. september. Yfir 5.300 tilfelli smits hafa nú verið staðfest hér á landi, rúmlega 200 þúsund sýni hafa verið tekin og f leiri en þrjú hundruð verið lögð inn á sjúkrahús. Þá hafa 26 ein- staklingar látið lífið af völdum COVID-19 og er meðalaldur þeirra 82 ár. Enn eru í gildi takmarkanir á samkomum og mega tíu manns koma saman. Andlitsgrímur skal nota í almenningssamgöngum, í verslunum og annarri þjónustu. Þá skal einnig nota andlitsgrímur þar sem ekki er unnt að tryggja tveggja metra nálægðartakmarkanir sem eru í gildi. Nánari upplýsingar um gildandi samkomutakmarkanir má finna á heimasíðunni covid.is. Reglur um samkomutakmarkanir gilda til 1. desember næstkomandi. Heil meðganga frá því að smit greindist fyrst Á morgun verða liðnir níu mánuðir frá því að fyrsta tilfelli COVID-19 greind- ist hér á landi. Þjóðin hefur síðan í mars búið við ýmsar samkomutakmark- anir. 26 hafa látist af völdum sjúkdómsins hér og er meðalaldur þeirra 82 ár. Þórólfur Guðna- son sóttvarna- læknir hefur undirbúið sig fyrir atburð líkt og heimsfaraldur í mörg ár. Hann segist hafa lært það í faraldrinum hversu erfiðar í framkvæmd varnir gegn heims- faraldri geti verið. „Það eru ýmsir hagsmunir og aðrir þættir sem flækjast inn í og framkvæmdin verður þá flóknari,“ segir hann. „Maður hefur líka lært hvað samtakamáttur fólks getur skipt miklu máli, ef fólk er samstíga og er með í leiknum þá gengur þetta betur,“ segir Þórólfur, sem stundum líkir baráttunni við faraldurinn við fótboltaleik. „Það geta ekki allir spilað sókn og fengið að skora mörkin, það verða alltaf einhverjir að vera í vörn og ef leikurinn á að vinnast þá verða allir að spila með,“ segir hann. „Fólk bregst svo auðvitað ólíkt við og ég hef lært mikið inn á mannlega hegðun. Bæði hegð- unarmynstur og skoðanir fólks geta verið svo ólík, á jákvæðan og stundum á neikvæðan hátt. Það hefur komið svolítið á óvart,“ bætir hann við. Þórólfur segir fjölskyldu og vini geta skipt sköpum á álagstímum sem þessum. „Það er fólkið sem stendur manni næst sem stendur þétt við bakið á manni og hjálpar manni að halda áfram og gera það sem þarf að gera.“ Spurður að því hvort hann hafi einhver skilaboð til þjóðarinnar segir hann landsmenn eiga hrós skilið. „Ég dáist að því úthaldi sem fólk hefur sýnt þrátt fyrir allt. Nú þurfum við bara að halda áfram þessum samtakamætti.“ „Maður er búinn að læra heilmikið um mikilvægi sam- starfsins, hvað það skiptir miklu máli að allir sem koma að svona verkefni eigi gott samtal og að samskiptaleiðirnar séu skýrar,“ segir Víðir Reynisson yfirlög- regluþjónn um þann lærdóm sem hann hefur dregið af faraldrinum. „Svo held ég að ég sé orðinn opn- ari og víðsýnni, ég tek til dæmis gagnrýni betur en ég gerði,“ bætir hann við. Víðir segist fyrst og fremst hafa sótt styrk hjá sínu nánasta fólki en að hann hafi einnig hugað að mataræði, hreyfingu og íhugun á þessum álagstímum. „En svo hef ég líka hitt sálfræðing til þess að fara yfir málin,“ segir hann. „Umburðarlyndi, samstaða og samvinna er það sem hefur komið okkur í gegnum þennan faraldur og mun verða lykillinn að því að klára þetta mál í sameiningu,“ segir Víðir. „Þjóðin er búin að vera ótrúlega flott og hefur sýnt mikinn þroska í því að taka um- ræðu og spyrja erfiðra spurninga. Við eigum ekki að fylgja neinu í blindni heldur gagnrýna og spyrja.“ „Mér finnst COVID hafa hægt aðeins á land- anum, asinn er ekki eins mikill og áður og fólk er yfirleitt nokkuð spakt og tillitssamt,“ segir Sara Katrín Stefánsdóttir. Hún hefur farið í göngutúra og út að skokka til að minnka álag hjá sjálfri sér í faraldrinum. „Svo er líka bara gaman að borða góðan mat með fjölskyldunni eða taka happy hour með vinunum á Zoom,“ segir hún. „Hjá mér sjálfri hefur það breyst að mér finnst mikil- vægara að staldra við og hugsa hvað virkilega skiptir máli í lífinu. COVID hefur leikið heimsbyggð- ina grátt undanfarna mánuði en það er ljós við enda ganganna þar sem fréttir af bóluefni hafa verið að berast.“ Írena Rún Jó- hannsdóttir, tólf ára, hefur lært það í faraldrinum að lífið er ekki alltaf eins og maður vill hafa það og henni finnst margt hafa breyst. „Ég er líka búin að læra að vera þakklát fyrir að geta verið í skólanum og að hafa stundum getað mætt á fótboltaæfingar og í leiklistarskól- ann,“ segir Írena sem æfir fótbolta með Víkingi. Írena hefur bæði lesið og bakað mikið síðustu níu mánuði og hún hefur notað tímann með fjölskyldunni til að spila og fara í göngutúra. „Það var skrýtið að geta ekki hitt allar vinkonur mínar þegar ég vildi eða mæta í leik- listina, þá fattaði ég að hvað það er dýrmætt að geta gert venjulega hluti eins og að hitta vinkonur mínar, fara í sund og svoleiðis.“ Guðmundur Y. Hraunfjörð hefur að mestu verið í sjálfskipaðri ein- angrun í faraldr- inum. Hann hefur haldið sér í formi með heimaleik- fimi og göngutúrum og passað að halda sér uppteknum með vinnu og því að sinna áhugamálum sínum. „Ég hef lært það að heims- byggðin var og er alveg óviðbúin árás af þessu tagi. Ég hef lært enn og aftur hvað mannslíf eru lítils virði í mörgum samfélögum og ráðamenn óhæfir í að vernda samborgara sína og ég hef lært að samheldni, traust og bjartsýni getur áorkað miklu,“ segir hann. Þá segist Guðmundur vera orðinn þreyttur á ástandinu. „Stóra myndin er sú að við komumst í gegnum þetta saman.“ „Þegar fyrsta smitið greindist hér á landi var ég í starfsnámi og vann á bráðamóttöku Landspítalans, þar lærði ég mikið um sóttvarnir og hversu stórt og alvarlegt vandamál þessí veira er og hvað hún hefur haft í för með sér,“ segir Dröfn Haralds- dóttir. Hún segist almennt þakk- látari fyrir litla hluti sem henni þóttu sjálfsagðir fyrir faraldurinn, svo sem það að hafa vinnu og að vera heilsuhraust. „Mér finnst ég líka hafa lært að meta samveru- stundir með mínu nánasta fólki betur,“ segir hún. Garðar Stefáns- son hefur búið sér til hin ýmsu verkefni í faraldr- inum og lært að taka engu sem sjálfsögðum hlut. „Þá aðallega að fara í sund, geta farið í klippingu, kjörþyngdina mína og fara út að borða. En á móti kemur að við fjölskyldan erum orðin meiri vinir og öflug í því að finna okkur eitt- hvað til dundurs,“ segir hann. „Ég finn fyrir auknu æðruleysi og mikil- vægi þess að hlúa að ástvinum. Maður er mun rólegri í þriðju bylgjunni, þetta er verkefni sem við öll þurfum að leysa í samein- ingu og gera það almennilega. Það jákvæða er að við erum öll á sama báti, sama hvar við erum stödd á hnettinum. Næst er að setja á dag- skrána umhverfis-, mannréttinda- og lýðheilsumál og gera það vel.“ Guðmundur Pétur Sigurðsson segist hafa lært mikilvægi þess að hafa rútínu í lífinu og mikil- vægi persónu- legra sóttvarna í faraldrinum. Þá segist hann vera þakklátur fyrir litlu hlutina og að nauðsynlegt sé að vera þolin- móður í aðstæðum sem þessum. „Ég verð nú samt að viðurkenna að ég hef ekki hugað nógu vel að sjálfum mér. Það var alltaf ætlunin að vera duglegur að fara út að skokka og gera einhverjar heimaæfingar, en ég hef nú aðal- lega verið uppi í sófa að horfa sjónvarpið og galtast eitthvað með því. Hef bætt á mig nokkrum COVID-kílóum.“ Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn@frettabladid.is Frá því að fyrsta tilfelli COVID-19 greindist hér á landi í lok febrúar á þessu ári hafa verið tekin um 210 þúsund sýni. Um 5.300 tilfelli hafa verið staðfest og yfir fimm þúsund manns hafa lokið einangrun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM Í VEFVERSLUN Á SVÖRTUM FÖSTUDEGI 2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R16 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.