Fréttablaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 56
Dægursveifla er yfirskrift sýningar Kristins E. Hrafns-sonar í Hverfisgall-eríi. „Þetta eru fyrst og fremst skúlp-
túrar, en auk þeirra eru hér nokkur
prentverk og ein lágmynd,“ segir
listamaðurinn sem segir f lest
verkanna vera ný. Eldri verk er þó
einnig að finna og þar á meðal er
verkasería sem heitir Farið um
heiminn.
„Upp úr aldamótum byrjaði ég að
safna áttatengdum titlum á skáld-
verkum og raða þeim upp sem
ákveðinni frásögn um heiminn. Ég
vinn bókarkápurnar alltaf á sama
háttinn og læt það svo öðrum eftir
að setja þær saman sem frásögn
eða áttavita. Verkið hef ég ekki
sýnt áður í heild sinni og nú er ég
líkast til hættur þessari söfnun.
Hugmyndin er orðin södd,“ segir
Kristinn. „Verkið er óður til bók-
menntanna. Listin getur verið
okkur leiðarvísir í lífinu og jafnvel
opnað upp nýjar leiðir.“
Tunnulaga stálskúlptúr er á sýn-
ingunni með textanum NORÐRIÐ
MÆTIR SUÐRINU OG AUSTRIÐ
MÆTIR VESTRINU OG ... „ Þetta
verk er um okkur í heiminum og
heiminn í okkur. Allar heimsins
áttir mætast í okkur og við erum
órjúfanlegur hluti einhverrar
heildar.“
Þarna má sjá gylltan sveif lu-
kenndan skúlptúr, sem nefnist
Dægursveifla, sem er einmitt titill
sýningarinnar. „Dægursveif la er í
raun frásögn um þann kosmíska
stað sem við erum á. Himintungl-
in ráða meira og minna öllu um
okkar líf og líðan; dægursveif lan
er áminning um framgang tímans
og þar með lífsins. Við lifum ekki
í einhverri endurtekningu, heldur
í stöðugt nýjum tíma og ólíkum
aðstæðum. Flóð og fjara og nótt
og dagur og annar lífsins gangur í
stöðugu flæði.“
Um dægrið segir Kristinn: „Í
gamla tungumálinu voru tvö
dægur í einum sólarhring, en í dag
er almennt talað um dægur sem
sólarhring, en ég nota báðar skil-
greiningarnar á sýningunni. Ég
vinn textaverk í skúlptúrana og út
frá þeim hef ég síðan gert prent-
verk. Þannig hefur þetta oft verið í
mínum verkum – eitt verk getur af
sér annað. DAGINN ÚT og DAGINN
INN er þannig verk. Það getur falist
í því frásögn og allir dagar eru sam-
safn atburða. Ég held að þessi verk
þarfnist viðveru eða að minnsta
kosti vitundar einhvers til að öðlast
merkingu. Ég held ég muni það rétt
að þetta verk hafi verið kveikjan
að þessari samsetningu verka á
sýningunni.“
Spurður hvort hann sé bjartsýnis-
maður segir Kristinn: „Við erum hér
og getum ekki annað. Við förum út
í daginn og inn í nóttina og flöndr-
umst þetta fram og til baka, það er
okkar athafnasemi. Þannig er okkar
líf og vonandi er það merkingarbært
líf, það væri það besta, í mínum
huga að minnsta kosti. Ég geng til
vinnu minnar á morgnana og reyni
að lifa þannig lífi. Stöðug óvissa um
hvað bíður manns er sá drifkraftur
sem mér finnst skipta hvað mestu
máli.“
ALLAR HEIMSINS
ÁTTIR MÆTAST Í
OKKUR OG VIÐ ERUM ÓRJÚFAN-
LEGUR HLUTI EINHVERRAR
HEILDAR.
Stöðug óvissa er drifkraftur
Kristinn E. Hrafnsson sýnir verk sín í Hverfisgalleríi. Þar má
meðal annars sjá verk sem er óður til bókmenntanna.
Ég geng til vinnu minnar á morgnana og reyni að lifa þannig lífi, segir Krist-
inn. Í bakgrunni glittir í verk með bókakápum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Ég held að þessi verk þarfnist viðveru eða að minnsta kosti vitundar einhvers, segir listamaðurinn .
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Truflunin, ný bók Stein-ars Braga, talar vel inn í samtíma okkar þrátt
fyrir að gerast á árunum
2030 og 2034 en bókina má
flokka sem vísindaskáldsögu.
Við erum stödd í miðbæ Reykja-
víkur, þar sem orðið hefur undar-
leg kvíslun. Skapast hefur ný vídd
þar sem allur heimurinn á sér afrit,
bæði umhverfi og manneskjur.
Aðalpersónan, ung kona að nafni
Halla sem hefur brennt allar brýr
að baki sér í persónulega lífinu, er
ein þeirra útvöldu sem er send yfir
í „Truflunina“. Verkefni hennar er
að sinna rannsókn á sálarlífi þeirra
sem hafa verið sendir yfir en fljótt
kemur í ljós að þetta verkefni mun
taka miklum breytingum.
Eitt af því sem einkennir „Trufl-
unina“ er að tíminn líður talsvert
hægar þeim megin en í „Umheimi”
og gerir það að verkum að tveir
taktar renna í gegnum söguna.
Halla fær því stöðugt skilaboð
hinum megin frá þar sem unnið
er úr upplýsingunum mun hraðar
og þekkingaröf lunin er svo mikil
að hún fer að oftar en ekki fram úr
Höllu og okkur sem lesum. Þannig
kemst höfundurinn upp með að
pakka í þétta f léttu og bæta við
áhugaverðum hugmyndum um
veruleika okkar í hér um bil hverri
einustu setningu án þess að missa
þráðinn og spennuna í framvind-
unni.
Það er ef til vill strax orðið að
klisju að tala um að nú sé tíminn
til að gefa út vísindaskáldsögu, í
miðri heimsmynd
sem fáir hefðu getað
ímyndað sér fyrir
ári síðan. Við erum
kannski móttæki-
legri núna fyrir því
að atburðir geti
gjörbreytt samfélagi
á sv ipst u ndu . Í
Trufluninni vinnur
Steinar Bragi með
framtíðarsýn án
þess að skapa flótta
frá þeim átökum
sem einkenna sam-
tíma okkar; allt frá vangaveltum
um samfélagsmiðla í hversdagslífi
okkar til kenninga Thomasar Kuhn
um vísindabyltingar. Í bókinni er
tekið fyrir gríðarlegt magn hug-
mynda án þess að það verði á nokk-
urn hátt yfirþyrmandi og virkjar
lesandann frekar en að mata hann.
Hér er á ferð marglaga bók-
menntaverk þar sem höfundurinn
leikur sér með sjónarhorn og rými
og teiknar upp óhlutbundnar hug-
myndir á þann hátt að þær birtast
okkur ljóslifandi á blaðsíðunum í
vel hönnuðu rými innan sögunnar.
Líkamlegum viðbrögðum per-
sónanna er lýst á ítarlegan hátt sem
veldur því að bókin verður á köflum
eins og hryllingsmynd en þessar
lýsingar undirbyggja vel stemn-
inguna í Truf luninni og aðgreina
veruleikann þar frá þeirri vídd sem
liggur fyrir utan.
Steinar Bragi veit nákvæmlega
hvað hann er að gera með hverri
einustu setningu og í þessari vand-
virkni verður til undarleg fegurð
mitt í óhugnanlegri framtíðar-
myndinni.
Guðrún Baldvinsdóttir
NIÐURSTAÐA: Hörkuspennandi
og þétt vísindaskáldsaga sem
skilur mikið eftir sig á tímum
þar sem við erum tilbúin að trúa
næstum hverju sem er.
Í völundarhúsi Truflunarinnar
BÆKUR
Truflunin
Steinar Bragi
Útgefandi: Mál og menning
Blaðsíðufjöldi: 301 bls
Hannesarholt býður upp á Syngjum saman í beinu streymi hvern sunnudag
kl. 14.00.
Sunnudag inn 29. nóvember
taka við hljóðnemanum hjónin
Valgerður Jónsdóttir, tónmennta-
kennari og söngkona, og Þórður
Sævarsson gítarleikari en þau
hafa unnið saman í tónlistinni frá
unglingsaldri, gefið út eigið efni
og komið fram á ótal tónleikum og
viðburðum á Íslandi, í Danmörku
og f leiri löndum. Síðastliðin tvö
ár hafa þau starfað undir nafninu
Travel Tunes Iceland við að kynna
íslensk þjóðlög fyrir ferðafólki. Val-
gerður hefur stjórnað fjölda söng-
stunda fyrir börn og fullorðna og
stýrir meðal annars þremur kórum
á Akranesi, þar sem hún og Þórður
eru búsett.
Sungið í Hannesarholti
Sungið verður í Hannesarholti á sunnudaginn.
Ljósabasar Nýlistasafnsins stendur til 20. desember. Að þessu sinni mun basarinn eiga
sér vettvang á netinu, á síðunni
ljosabasar.nylo.is. Þar verður hægt
að skoða verkin, kynna sér lista-
mennina sem taka þátt í basarnum
og kaupa samtímalist eftir yfir 40
myndlistarmenn. Gestir eru vel-
komnir í Nýlistasafnið, Marshall-
húsinu, en þar á Ljósabasarinn
sér annan samastað með opinni
geymslu og örsýningu í safnbúð-
inni. Þar má líta verk Ljósabasars
eigin augum og sækja keypt verk
á hefðbundnum opnunartímum
safnsins. Auk þess er boðið upp
á heimsendingu á höfuðborgar-
svæðinu. Verkin tengjast öll ljósinu
í orðsins víðasta skilningi.
Ljósabasar Nýló
2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R38 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING