Fréttablaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 76
Sjálfur James Bond er einn þeirra sem eru löngu orðnir alltof seinir í eigin frumsýningarpartí, í hans tilfelli Bond-myndarinnar No Time To Die, þótt hann
sé annars vel dressaður og ekkert að
vanbúnaði. Eins og í fyrri myndum,
sem skartað hafa Daniel Craig í
hlutverki hins eitursvala njósnara
hennar hátignar, sér enginn annar
en tískurisinn Tom Ford, ásamt
Suttirat Anne Larlarb, um að klæða
Bond í No Time To Die enda löng
hefð fyrir því að frægustu fatahönn-
uðir heims séu kallaðir til þegar þarf
að færa persónur kvikmynda og
sjónvarpsþátta í réttu búningana.
Hér er rykið dustað af nokkrum
klassískum í meistaraf lokki á
meðan beðið er eftir að frumsýn-
ingagleðin hefjist og stíliseraðar
stjörnurnar byrji að skína á ný.
eddakaritas@frettabladid.is
Fatahönnuðirnir skapa
kvikmyndastílinn
Frumsýningu óþolandi margra stórmynda hefur verið frestað
til næsta árs vegna heimsfaraldursins þannig að þær hanga eins
og fokdýrar og sérsniðnar hönnunarflíkur og safna ryki óþolin
mæðinnar á meðan við bíðum eftir bóluefnunum.
Hubert de Givenchy – Breakfast at Tiffany’s (1961)
Audrey Hepburn og Hubert de Givenchy unnu oft náið saman og voru
miklir vinir. Hepburn klæddist gjarnan hönnun Givenchy í kvikmyndum
sínum og á stórum viðburðum svo sem á Óskarverðlaunahátíðinni 1959.
Paco Rabanne – Barbarella (1968)
Rabanne er hvað þekktastur fyrir framúrstefnulega hönnun sína og var því fullkominn til að
hanna búninga Jane Fonda í vísindaskáldsögumyndinni Barbarella.
Coco Chanel – Last Year in
Marienbad (1961)
Engin önnur en Coco Chanel
hannaði íburðarmikla búninga
fyrir leikkonunna Delphine Seyrig
í þessari mynd eftir Alain Resnais.
Miuccia Prada – The Great Gatsby (2013)
Yngsta barnabarn Mario Prada, stofnanda ítalska tískuhússins Prada, á
heiðurinn af búningahönnun í The Great Gatsby. Búningarnir voru að
sjálfsögðu í anda djassbylgjunnar sem skók þriðja áratug síðustu aldar
þegar ekkert var til sparað.
Manolo Blahnik – Marie Antoinette (2006)
Mynd Sofiu Coppola um Marie Antoinette var sett í fremur nýtískulegan búning, allt frá vali
á tónlist í myndinni til hönnunar skósafns Antoinette. Ef Marie Antoinette væri uppi í dag
ætti hún eflaust nokkur pör af hágæða Manolo Blahnik-skóm.
Giorgio Armani – American
Gigolo (1980)
Richard Gere er reffilegasti
fylgdarsveinn og glaumgosi í
heiminum í þessari mynd sem
festi hann rækilega í sessi sem eitt
helsta kyntákn níunda áratugar-
ins. Kannski ekki furða þar sem
sjálfur Giorgio Armani stíliseraði
strákinn trúr þeirri hugmynd að
klæðskerasniðið væri alveg málið
til þess að keyra upp kynþokka
leikarans.
Christian Dior – Stage Fright
(1950)
Hermt er að Marlene Dietrich,
aðalleikkona myndarinnar, hafi
heimtað að leikstjórinn Alfred
Hitchcock myndi ráða góðvin
sinn Christian Dior til að hanna
búninga hennar.
Pierre Balmain – And God Created Woman (1956)
Frakkinn Pierre Balmain hannaði búninga Brigitte Bardot í þessari mynd
eftir leikstjórann Roger Vadim. Myndin gerist í St. Tropez og var hönn-
unin því sumarleg en um leið sérlega glæsileg.
Fleiri frægir búninga-
hönnuðir kvikmynda
n Belle Du Jour (1967)
Yves Saint Laurent
n Mistress (1975)
Karl Lagerfeld
n A View to a Kill (1985)
Azzedine Alaïa
n Black Swan (2010)
Rodarte
Jean Paul Gaultier – The
Fifth Element (1997)
Franski flippkisinn Jean Paul
Gaultier sá um að hanna vísinda-
skáldskaparlega búningana
fyrir fútúrísku spennumyndina
The Fifth Element fyrir landa
sinn, leikstjórann Luc Besson.
Áherslan á bert hold og kynþokka
var gegnumgangandi í geim-
fagurfræði Gaultiers sem splæsti
meðal annars í heldur gisinn
bandabúning Millu Jovovich sem
þrátt fyrir hvíta litinn var býsna
BDSM-skotinn að ógleymdum
þröngum og efnislitlum flug-
freyjubúningum sem eru sjálfsagt
mörgum eftirminnilegri en sögu-
þráður myndarinnar.
2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R58 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð