Fréttablaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 76
Sjálfur James Bond er einn þeirra sem eru löngu orðnir alltof seinir í eigin frumsýningarpartí, í hans tilfelli Bond-myndarinnar No Time To Die, þótt hann sé annars vel dressaður og ekkert að vanbúnaði. Eins og í fyrri myndum, sem skartað hafa Daniel Craig í hlutverki hins eitursvala njósnara hennar hátignar, sér enginn annar en tískurisinn Tom Ford, ásamt Suttirat Anne Larlarb, um að klæða Bond í No Time To Die enda löng hefð fyrir því að frægustu fatahönn- uðir heims séu kallaðir til þegar þarf að færa persónur kvikmynda og sjónvarpsþátta í réttu búningana. Hér er rykið dustað af nokkrum klassískum í meistaraf lokki á meðan beðið er eftir að frumsýn- ingagleðin hefjist og stíliseraðar stjörnurnar byrji að skína á ný. eddakaritas@frettabladid.is Fatahönnuðirnir skapa kvikmyndastílinn Frumsýningu óþolandi margra stórmynda hefur verið frestað til næsta árs vegna heimsfaraldursins þannig að þær hanga eins og fokdýrar og sérsniðnar hönnunarflíkur og safna ryki óþolin­ mæðinnar á meðan við bíðum eftir bóluefnunum. Hubert de Givenchy – Breakfast at Tiffany’s (1961) Audrey Hepburn og Hubert de Givenchy unnu oft náið saman og voru miklir vinir. Hepburn klæddist gjarnan hönnun Givenchy í kvikmyndum sínum og á stórum viðburðum svo sem á Óskarverðlaunahátíðinni 1959. Paco Rabanne – Barbarella (1968) Rabanne er hvað þekktastur fyrir framúrstefnulega hönnun sína og var því fullkominn til að hanna búninga Jane Fonda í vísindaskáldsögumyndinni Barbarella. Coco Chanel – Last Year in Marienbad (1961) Engin önnur en Coco Chanel hannaði íburðarmikla búninga fyrir leikkonunna Delphine Seyrig í þessari mynd eftir Alain Resnais. Miuccia Prada – The Great Gatsby (2013) Yngsta barnabarn Mario Prada, stofnanda ítalska tískuhússins Prada, á heiðurinn af búningahönnun í The Great Gatsby. Búningarnir voru að sjálfsögðu í anda djassbylgjunnar sem skók þriðja áratug síðustu aldar þegar ekkert var til sparað. Manolo Blahnik – Marie Antoinette (2006) Mynd Sofiu Coppola um Marie Antoinette var sett í fremur nýtískulegan búning, allt frá vali á tónlist í myndinni til hönnunar skósafns Antoinette. Ef Marie Antoinette væri uppi í dag ætti hún eflaust nokkur pör af hágæða Manolo Blahnik-skóm. Giorgio Armani – American Gigolo (1980) Richard Gere er reffilegasti fylgdarsveinn og glaumgosi í heiminum í þessari mynd sem festi hann rækilega í sessi sem eitt helsta kyntákn níunda áratugar- ins. Kannski ekki furða þar sem sjálfur Giorgio Armani stíliseraði strákinn trúr þeirri hugmynd að klæðskerasniðið væri alveg málið til þess að keyra upp kynþokka leikarans. Christian Dior – Stage Fright (1950) Hermt er að Marlene Dietrich, aðalleikkona myndarinnar, hafi heimtað að leikstjórinn Alfred Hitchcock myndi ráða góðvin sinn Christian Dior til að hanna búninga hennar. Pierre Balmain – And God Created Woman (1956) Frakkinn Pierre Balmain hannaði búninga Brigitte Bardot í þessari mynd eftir leikstjórann Roger Vadim. Myndin gerist í St. Tropez og var hönn- unin því sumarleg en um leið sérlega glæsileg. Fleiri frægir búninga- hönnuðir kvikmynda n Belle Du Jour (1967) Yves Saint Laurent n Mistress (1975) Karl Lagerfeld n A View to a Kill (1985) Azzedine Alaïa n Black Swan (2010) Rodarte Jean Paul Gaultier – The Fifth Element (1997) Franski flippkisinn Jean Paul Gaultier sá um að hanna vísinda- skáldskaparlega búningana fyrir fútúrísku spennumyndina The Fifth Element fyrir landa sinn, leikstjórann Luc Besson. Áherslan á bert hold og kynþokka var gegnumgangandi í geim- fagurfræði Gaultiers sem splæsti meðal annars í heldur gisinn bandabúning Millu Jovovich sem þrátt fyrir hvíta litinn var býsna BDSM-skotinn að ógleymdum þröngum og efnislitlum flug- freyjubúningum sem eru sjálfsagt mörgum eftirminnilegri en sögu- þráður myndarinnar. 2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R58 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.