Fréttablaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 6
Þekkirðu lyn þín? GLÆSIBÆ / OPIÐ 08:30-18:00 mán.- fös. Sími 517 5500 / lyfsalinn@lyfsalinn.is VESTURLANDSVEGI / OPIÐ 10:00-22:00 alla daga Sími 516 5500 / vesturlandsvegur@lyfsalinn.is URÐARHVARFI / OPIÐ 08:30-18:00 mán.- fös. Sími 516 5505 / urdarhvarf@lyfsalinn.is og þér líður betur Komdu eða pantaðu tíma í síma 517 5500 eða sendu póst á lyfsalinn@lyfsalinn.is Fáðu faglega aðstoð lyafræðings SJÁVARÚT VEGSMÁL „Við höfum miklar áhyggjur af þessari þróun. Sérstaklega hversu mikil aukning- in er í útflutningi óunnins þorsks á þessu ári,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreina- sambandsins, um nýja skýrslu Háskólans á Akureyri. Sýnir hún mikla aukningu í útf lutningi á óunnum fiski á undanförnum árum. „Með þessu stefnum við að því að vera hráefnisland, sem bæði veikir byggðirnar og lækkar atvinnustigið. Þá auðveldar þetta einnig fyrirtækj- um að stýra hvar þau eru skattlögð og hvar hagnaðurinn er tekinn út.“ Fulltrúar verkalýðshreyfingar- innar áttu fund með atvinnumála- nefnd Alþingis á mánudag. Viðruðu þeir þar áhyggjur sínar af ástandinu og lögðu til aðgerðir til að sporna við þessu. Til að mynda svokallað gáma- álag sem áður tíðkaðist, það er gjald- heimta á útfluttan óunnin fisk. Þá telur verkalýðsforystan vanta mun meiri upplýsingar um hvernig þessi viðskipti fara fram í dag. „Það skortir gagnsæi í þessu kerfi. Það virðist vera sem aðilar kaupi fisk- inn hér til að vinna í löndum þar sem launin eru lægri. En við fáum ekki að vita hverjir þeir eru,“ segir Flosi. Óunninn fiskur er einna helst f luttur út til Póllands og annarra landa Austur-Evrópu. Áhrif þróunarinnar koma hvað harðast niður á fiskvinnslufólki og þeim fiskvinnslum sem ekki reka eigin útgerð og reiða sig á markaði. Flosi tekur Ísfisk á Akranesi sem dæmi, en sú vinnsla varð gjaldþrota í febrúar. „Þarna misstu tugir okkar félagsmanna vinnuna,“ segir hann. Útf lutningur óunnins fisks er ekki eina ástæðan fyrir því að fisk- vinnslufólki hefur verið að fækka. Tækninýjungar í greininni spila einnig rullu. Starfsgreinasam- bandið hefur ályktað um að full- vinna ætti fisk eins og hægt er hér á landi. Þetta sé bæði byggðamál og að einhverju leyti kynjamál. „Kon- urnar missa störfin úti á landi og þau störf sem skapast eru í Reykja- vík,“ segir Flosi. Þó að Flosi taki undir með skýrsluhöfundum um að f isk- vinnslur eigi við vanda að stríða þá gagnrýnir hann þá áherslu sem er lögð á „órofna virðiskeðju“ útgerð- anna. Það geti ekki verið forsenda nýsköpunar eins og komi fram heldur sé nýsköpun hvað öflugust í smærri fyrirtækjum. „Það er ekki lögmál í neinni mat- vælaframleiðslu að öll virðiskeðjan sé á sömu kennitölunni,“ segir Flosi. Nefnir hann kjötvinnslu til saman- burðar. Það sé ekki sami aðili sem eigi kindurnar, slátri og verki kjötið og selji það til neytandans. Aðspurður um samkeppnis- sjónarmiðin, það er hvort íslensk fiskvinnsla geti keppt við ódýrari fiskvinnslur í Austur-Evrópu segir Flosi svo vera. „Íslensk fiskvinnsla með sinni tækni, þekkingu og frá- bæra starfsfólki getur keppt við vinnslur hvar sem er í heiminum,“ segir hann. kristinnhaukur@frettabladid.is Veikir byggðirnar að hráefni sé sent óunnið til útlanda Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar funduðu með atvinnumálanefnd Alþingis á mánudag um stöðu fisk- vinnslunnar. Ný skýrsla sýnir mikla aukningu í útflutningi óunnins fisks úr landi. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins hefur áhyggjur af þróuninni og vill að stjórnvöld fari að grípa til aðgerða. Fiskvinnslufólk hefur minna að gera þegar fiskurinn er fluttur óunninn til Austur-Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Það virðist vera sem aðilar kaupi fiskinn hér til að vinna í löndum þar sem launin eru lægri. Flosi Eiríksson, framkvæmda- stjóri Starfs- greinasam- bandsins SUÐURLAND Eigandi sumarhúsalóð- ar sleppur ekki við tuttugu þúsund króna dagsektir sem byggingarfull- trúi Grímsnes- og Grafningshrepps boðaði á hann í október vegna rusls á lóðinni. Í kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sagði lóðareigandinn að dagsektirnar væru geðþóttaákvörðun byggingar- fulltrúans. Kvaðst hann vera með „skaðaðan bústað sem sé í vinnu- ferli“ og ekki væri mögulegt að verða við kröfu um tiltekt á lóðinni á þessum tíma árs og á svo stuttum tíma. Munirnir á lóðinni væru ekki fyrir neinum og fyrirsjáanlegt að selja þurfi bústaðinn með veru- legum afföllum vegna ákvörðunar- innar. Á mörgum öðrum lóðum í sumarhúsahverfinu væri að finna sambærilega hluti og svo hafi verið árum saman. Af hálfu Grímsnes- og Grafnings- hrepps var bent á að umrædd lóð sé í skipulagðri frístundabyggð. Farið hafi verið fram á það 8. september í haust að allt rusl og aðrir lausafjár- munir yrðu fjarlægðir af lóðinni. Mánuði síðar hafi ekki enn verið brugðist við. Úrskurðarnefndin segir í niður- stöðu sinni að byggingar fulltrúi geti mælt fyrir um úrbætur þar sem hlutum sé áfátt við eignir. Hann hafi heimild til að leggja á allt að hálfri milljón króna í dagsektir til að knýja fram úrbætur. „Fyrirliggjandi ljósmyndir af lóð kæranda bera með sér að þar sé talsvert af byggingar úrgangi, rusli og öðrum lausafjármunum. Er því engum vafa undirorpið að frágangi, ásigkomu lagi og umhverfi lóðar hans hafi á umræddum tíma verið ábótavant,“ segir úrskurðarnefnd- in. „Var því byggingarfulltrúa rétt að leggja á kæranda dagsektir til að knýja á um úrbætur á lóð hans, en samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hefur umhirðu hennar verið ábóta- vant um árabil.“ – gar Dagsektir vegna úrgangs á sumarhúsalóð í Grímsnesi óhaggaðar REYKJAVÍK „Það er jákvætt að þetta hafi verið samþykkt þannig að hægt sé að teikna upp vinnuna og skipu- leggja hvernig við viljum sjá svona virka,“ segir Jakob Einar Jakobs- son, veitingamaður á Jómfrúnni og stjórnarmaður í Miðborginni okkar, sem kynnti á fundi samstarfshóps miðborgarmála tillögu að vinnu- hópi um stofnun á nýju félagi hagað- ila í miðborginni sem var samþykkt. Jakob vill fá aðila sem lifa og starfa í miðborginni að borðinu og er einnig að tala um þá viðburði sem eru haldnir í miðborginni. „Það er mikilvægt að eiga samtalið við mismunandi hagaðila og fá inn sem flesta. Búðir, veitingastaði, fast- eignafélaög, leikhúsin, viðburðir eins og Pride og maraþonið og söfn.“ Hann segir að nauðsynlegt sé að stofna öf lugt félag rekstraraðila með skýrt hlutverk enda hafi það verið of lengi þannig að hver og einn væri í sínu horni. Og umræðan um miðborgina hefur ekki alltaf verið fögur að undanförnu. Bílastæða- leysi, göngugötur og ýmislegt fleira heyrist merkilega oft þrátt fyrir bíla- stæðakjallara og mikið líf á Laugar- veginum. „Það er fullt af jákvæðum hlutum að gerast og ég held að það sé mikil- vægt að þeir sem eru í miðborginni fari að tjá sig einni röddu. Ef fókus- inn er á verslun og viðskipti þá gengur ekki upp að það sé verið að tala það niður á meðan aðrir vinna að uppbyggingu. Það skýtur skökku við.“ Jakob fór ásamt samtökunum Miðborginni okkar til Svíþjóðar og kynnti sér hvernig svona félag vinnur í Stokkhólmi. Hann var hrif- inn af því sem hann sá og vill koma öllum röddum miðborgarinnar í eina. „Núna er að búa til grund- völlinn að því með hvaða hætti þetta yrði skipulagt. Þetta er enn á hugmynda stigi en ég segi samt, sem rekstraraðili í miðborginni, þá er fáránlegt að taka ekki þátt í svona vinnu því miðað við það sem ég sá og lærði í Svíþjóð er þetta frábært.“ – bb Miðborgin þarf að tjá sig einni röddu Laugavegurinn er ennþá jafn skemmtilegur að ganga enda iðar hann af mannlífi dag eftir dag, sérstaklega nær jólum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Ýmsu virðist áfátt á lóðinni. HEILBRIGÐISMÁL Frá og með næstu áramótum verða HPV-mælingar notaðar við leghálsskimun hjá konum á Íslandi eftir að heil- brigðisráðuneytið samþykkti í gær tillögur landslæknis um fyrir- komulag skimana fyrir krabba- meini í brjóstum, leghálsi, ristli og endaþarmi. Lagði landlæknir það til í minnisblaði sínu að skim- unin yrði framkvæmd á sýkla- og veirufræðideild Landspítala að ráði fagráðs um skimun fyrir legháls- krabbameini. Samkvæmt tilkynningu heil- brigðisráðherra í gær er næmi HPV-mælinga til að greina frumu- breytingar 95 prósent en hefð- bundin frumuskoðun er með um 50 prósent næmni. Samkvæmt tilskip- unum mun reglubundin legháls- skimun hefjast við 23 ára aldur og skal skima eftir frumubreytingum á fimm ára fresti. – kpt HPV-mælingar verða notaðar í leghálsskimun REYKJAVÍK Orkuveita Reykjavíkur segir að upplýsingapóstur hafi bor- ist Umhverfisstofnun í október þar sem stofnuninni var boðið að koma athugasemdum á framfæri vegna tæmingu Árbæjarlóns. Fram kemur í svari OR við fyrirspurn Frétta- blaðsins að einhverra hluta vegna hafi engin svör borist til baka. Líkt og fram hefur komið vissu hvorki stjórnendur Umhverfis- stofnunar né Náttúrufræðistofn- unar af tæmingu lónsins fyrr en eftir framkvæmdina. Pósturinn til Náttúrufræðistofnunar var fyrir mistök f lokkaður sem fyrirspurn um fuglalíf og því ekki skoðaður fyrr en lónið var tómt. – ilk Fengu ekki svar HPV-mælingar eru með 95% næmni við að greina frumubreytingar. 2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.