Fréttablaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 62
Það var planið frá upp-haf i að gera aðeins öðruvísi verk,“ segir Halldór. „Mig langaði að skrifa klassíska sögu sem væri dramatísk, og
um stórar, tímalausar spurningar
sem ættu jafn vel við í dag og fyrir
tvö þúsund árum.“
Halldóri virðist hafa tekist vel
til og gagnrýnandi Fréttablaðsins
hafði á orði að bókin minnti einna
helst á grískan harmleik. „Ég get
alveg viðurkennt að ég er mikill
áhugamaður um Forn-Grikkland,
og ekki síst um bókmenntirnar sem
þaðan komu. Ég var mjög spenntur
fyrir hugmyndinni um að vera með
tragíska hetju í íslenskum samtíma,
svo framvindan yrði að einhverju
leyti eins og í klassískum grískum
harmleik.“
Revíur og góðir dátar
Þrátt fyrir að þessi bók sé eins konar
frumraun hvað stíl og efnistök
varðar segir Halldór að líklegt sé að
hann muni halda áfram á þessu rófi.
„Segja má að fyrstu þrjár bækurnar
mínar hafi einhvers konar grein-
ingar á tíðaranda, en nú finn ég
mig betur í að skrifa hefðbundnari
sögur. Manni fer fram í þessu eins
og öðru og þá ræður maður betur
við að skrifa dýpri og f lóknari
bækur en áður.“
Í sögunni bregður fyrir ýmsum
ljóðum eftir Halldór sem á ekki
langt að sækja ljóðlistarhæfileik-
ana. „Langafi minn, Guðmundur
Sigurðsson, var revíuhöfundur og
mikill vísnakall. Það er mikið um
einhvers konar vísnaást í minni ætt
svo ég er sumpartinn alinn upp við
þetta.“
„Ein af mínum uppáhaldsbókum
hefur lengi verið Góði dátinn Svejk
þar sem alls konar grínvísur brjóta
upp frásögnina. Ég er mjög veikur
fyrir rímuðu gríni og leikhúsein-
ræðum og hef lengi viljað gera svona
sjálfur. Þetta er líka þekkt minni úr
Íslendingasögunum, að persónur
bresti í kveðskap.“
Skáldagyðjur með tvöfaldan
borgararétt
Halldór hefur verið búsettur í
Berlín undanfarin ár en sneri heim
til Íslands þegar kófið skall á. Hann
segist ekki viss um hvenær né hvort
hann muni fara aftur út.
„Ég hef búið þarna síðustu tvö
ár sem væntanlega hefur haft sitt
að segja við þessi bókarskrif,“ segir
hann. „Ég dýrka Berlín en ég hef
alltaf vitað frá upphafi að ég yrði
þar ekki til langframa. Þótt borgin
sé dásamleg þá hefur hún líka sínar
skuggahliðar.“
Búsetan hefur án efa litað út frá
sér segir Halldór þótt hugmynda-
vinnan og skrifin lúti sömu lög-
málum. „Skáldagyðjan kom eins
fram við mig á báðum stöðum
þótt maður kynnist óhjákvæmi-
lega miklum jaðar í borgum eins og
Berlín,“ segir hann.
Bráðabirgðataóismi
Bróðir hefur fengið góðar viðtökur
en Halldór segir hverja bók taka
sinn toll. „Ég er venjulega eins og
kreist sítróna eftir að hafa gefið út
bók. Þetta er bæði rosalegt spennu-
fall og mikið álag,“ segir hann.
Þá hefur faraldurinn líka sett
strik í reikninginn. „Ég veit bara
ekkert hvernig bóksala gengur
núna, eða hvernig þetta verður í
desember. Maður verður bara að
gerast einhvers konar taóisti eða
búddisti og segja sjálfum sér að
þetta sé ekki í manns eigin höndum.
Það er rosalega hverful tilvera að
vera rithöfundur, en ég þakka bara
fyrir að fá að sinna þessu á meðan ég
get.“ arnartomas@frettabladid.is
EIN AF MÍNUM
UPPÁHALDSBÓKUM
HEFUR LENGI VERIÐ GÓÐI
DÁTINN SVEJK ÞAR SEM ALLS
KONAR GRÍNVÍSUR BRJÓTA UPP
FRÁSÖGNINA.
Íslensk samtímasaga með forngrískum blæ
Bróðir er fjórða bók Halldórs Armand sem segir frá harmþrunginni sögu systkinanna Skorra og Tinnu.
Sagan er með hefðbundnara sniði en fyrri verk Halldórs sem vill þreifa fyrir sér á nýjum slóðum.
Halldór Armand brýtur upp söguna með ljóðum eftir sjálfan sig, en hann er alinn upp við mikla vísnaást. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
BÆKUR
Hetjusögur
Kristín Svava Tómasdóttir
Fjöldi síðna: 126
Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa.
Í nýrri ljóðabók Kristínar Svövu Tómasdóttur, Hetjusögum, gefur að líta kvennasögulegan ljóða-
bálk sem byggir á frumtexta úr öðru
riti – endurnýtir og endurskapar svo
úr verður nýtt verk: Nýstárlegt ljóð-
verk, unnið upp úr ritinu Íslenskar
ljósmæður I-III eftir séra Svein Vík-
ing (Grímsson, 1896–1971) sem kom
út 1962–1964 og hefur að geyma
æviþætti og endurminningar 100
ljósmæðra.
Bæði verkin, frumtextinn og
þessi ljóðabók, hampa hvort með
sínum hætti þeim kvenhetjum sem
fyrr á tíð fóru í öllum veðrum, á
nóttu sem degi, sumar sem vetur,
um fjallvegi og hrjóstur, til hjálpar
konum í fæðingu.
Aldrei var skammdegismyrkrið svo
svart
frostið svo biturt
ófærðin svo mikil
hríðarkófið svo þykkt
að hún léti bilbug á sér finna
að leggja út i óveðrin
aldrei urðu vötnin henni farar
tálmi
aldrei brast hana kjark ...
(s. 79)
Hvert einasta orð í ljóðabókinni
er fengið úr ritverki Sveins Vík-
ings, en hendingum er endurraðað
og orðin sett í nýtt samhengi. Hér
sameinast ljósmæður fyrri alda
í eina persónu í einni sviðsmynd
og ...
orðf leygt var um þrek hennar og
dugnað
(s. 34)
Kristín Svava Tómasdóttir (f.
1985) er sagnfræðingur auk þess að
ástunda ljóðagerð. Sem ljóðskáld
vakti Kristín Svava strax athygli
með sinni fyrstu ljóðabók Blótgæl-
um (2007) sem einn gagnrýnandi
gekk svo langt að kalla „menningar-
skjöld nýrrar kynslóðar“. Í kjölfarið
fylgdu Skrælingjasýningin (2011) og
Stormviðvörun (2015). Ljóð hennar
einkennast öðru fremur af frjáls-
legu hispursleysi í bland við ádeilu
og femíníska sýn. Viðfangsefnið
og orðfærið í anda
ungrar kynslóðar, laust við tilgerð
eða skreytni.
Að þessu sinni brýst sagnfræð-
ingurinn fram og tekur sér sess við
hlið ljóðskáldsins svo að nú kveður
við nokkuð nýjan tón í orðnotkun,
þó að feminíska sjónarhornið sé til
staðar sem fyrr. Nú fáum við sam-
legð lýsinga og orðfæris um íslensk-
ar ljósmæður fyrri alda í einni bók.
Samsöfnun og endurröðun styrkir
myndina og skerpir litina. Hríðar-
veðrin, myrkrið, kuldinn í kotbýl-
unum og straumharðar jökulár
ýkjast upp líkt og andstæðan sem
eru hlýjar hendur ljósmóðurinnar
sem vinna sitt verk undir súðinni.
Barnsgrátur. Skyndilega lýsist allt
upp í kraftaverki stundarinnar.
Hendur
gæddar furðulegum mætti til að
lina þjáningar
það dró úr þrautum verkir
linuðust
mjúkar og mildar
móður og barni
sem hún lyfti til ljóss þessa heims
(s. 44)
Einhver gæti sagt að bókin
geymi ofgnótt – allar helstu klisj-
urnar úr mörghundruð blaðsíðna,
margra binda verki saman komnar
á tiltölulega fáum blaðsíðum. Hér
er þó nýtt, og á sinn hátt, heillandi
samhengi. Því að um leið og
myndin ýkist upp þá dýpkar hún.
Orðfæri karlhefðarinnar er efni-
viðurinn sem unnið er með, en nú
sjáum við hlutskipti kvennanna og
ætlaða hneigð þeirra til líknarstarfa
togast á við menntunarþrá, metnað
og löngun til víðsýnis og ferða:
stóð hugur hennar fremur til náms
en búsýslu
ef hún hefði verið fædd á þessari
öld
hefði hún numið læknisfræði
bara að ég hefði orðið drengur
(s. 21)
Þannig birtir textinn togstreitu
milli þess sem hugurinn stendur
til og hins sem í boði er. Löngun og
draumar kallast á við klisjurnar og
hlutskiptið. Mýktin kallast á við
hörkuna: Liprar ljósmóðurhendur,
heitur hugur, harður vilji, þor og
dugnaður.
Ljóðabálkurinn er uppbyggður
eins og vegferð frá vöggu til grafar.
Fer vel á því. Bókin hefst á fæðingu
og endar við blómlausa, svarta kistu
þar sem „kærleiksminningin er dýr-
legasti kransinn“ (s. 115).
Hetjusögur eru viðeigandi titill á
þessari fallegu ljóðabók.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
NIÐURSTAÐA: Nýstárleg, ljóðræn
endurvinnsla á sagnfræðilegu
efni. Útkoman er fallegur minnis-
varði um íslensku ljósmóðurina.
„Þannig var kona þessi“
2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R44 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð