Fréttablaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 10
Afgreiðslutímar á www.kronan.is Má vera kúrudýr um jólin? STJÓRNMÁL Þingmenn sem Frétta- blaðið hefur rætt við eru sammála um að þreyta sé komin í stjórnar- samstarfið, einkum í þingflokkum stjórnarf lokkanna. Þau viðhorf verða útbreiddari innan flokkanna að ekki borgi sig að halda samstarf- inu áfram eftir kosningar og nokkrir eru þeirrar skoðunar að slíta eigi samstarfinu fyrr. Viðmælendur blaðsins skiptast þó í tvö horn um framhaldið. Þingmenn í stjórnarandstöðu telja einsýnt að upp úr samstarfinu slitni skömmu eftir áramót og kosið verði í vor. Þingmenn meirihlutans sem blaðið ræddi við telja hins vegar spennu- stigið ekki það hátt að sjóða muni upp úr og hafa trú á því að öldur muni lægja þegar fjárlögin eru í höfn og fólk komið í jólafrí. Margir þingmenn eru farnir að huga að stöðu sinni fyrir næstu kosningar, nú þegar aðferðir við upp- röðun á framboðslista eru komnar til umræðu innan f lokkana. Þeir þingmenn sem þurfa að treysta á árangur í prófkjöri hljóta að velta fyrir sér hver sölupunkturinn eigi að vera í kosningabaráttunni. „Þá þykir mörgum hagfelldara að sýna sérstöðu sína fremur en samstöðu,“ eins og einn stjórnarþingmaður komst að orði. Margir eru til dæmis um odd- vitasæti Sjálfstæðismanna í Reykja- vík. Ráðherrarnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson gera án efa kröfu um for- ystusæti en ólíklegt er að Sigríður Á. Andersen sé reiðubúin að gefa odd- vitasæti sitt eftir. Þá er Brynjar Níels- son ekki heldur líklegur til að sýna sveigjanleika í annað sinn. Þessir fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eiga það einnig sameiginlegt að hafa efasemdir um ítrustu sóttvarnaað- gerðir heilbrigðisráðherra og gætu talið auðveldara að bjóða sig fram á hugsjónum sínum, sannfæringu og sérstöðu án þess að vera bundnir af stjórnarsamstarfi og þar með samstöðu með áherslum ráðherra Vinstri grænna í heilbrigðismálum. Það sama er uppi á teningnum í Suðurkjördæmi. Almælt er að Unnur Brá Konráðsdóttir ætli sér aftur á þing. Formaður allsherjarnefndar, Páll Magnússon, mun hins vegar ætla að halda í forystusæti sitt í Suð- urkjördæmi. Ekkert fararsnið mun heldur vera á öðrum þingmönnum kjördæmisins, Ásmundi Friðriks- syni og Vilhjálmi Árnasyni. Þá eru fleiri konur í Sjálfstæðisflokknum að íhuga stjórnmálaþátttöku í kjör- dæminu en Unnur Brá, þeirra á meðal er Guðrún Hafsteinsdóttir í Kjörís. Aðstoðarmenn nokkurra ráð- herra eru líklegir til að vilja losna undan þrýstingi stjórnarsamstarfs- ins en meðal þeirra aðstoðarmanna sem líklegir eru til framboðs eru Hildur Sverrisdóttir, aðstoðar- maður iðnaðarráðherra, Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður utanrík- isráðherra, og Orri Páll Jóhannsson, aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráð- herra. Þar sem Vinstri græn og og Fram- sókn raða yfirleitt á lista með forvali eða uppstillingu, standa þingmenn þessara f lokka ekki frammi fyrir sambærilegum vanda og þingmenn Sjálfstæðisflokksins, í það minnsta ekki fyrr en þegar hefur verið raðað á lista og út í kosningabaráttu milli flokkanna er komið. Þótt það kynni að koma for- manni Framsóknarflokksins ágæt- lega að flýta kosningum og slá með því á frest þeirri valdabaráttu sem ríkt hefur um forystu f lokksins, er ekki líklegt að það kæmi vara- formanni f lokksins jafn vel. Lilja Alfreðsdóttir er níundi af ellefu þingmönnum Reykjavíkurkjör- dæmis suður en Framsókn hefur ekki mælst með mann inni í kjör- dæminu allt þetta kjörtímabil. Einnig er óvíst hver muni leiða hitt kjördæmi borgarinnar, Reykjavíkur- kjördæmi norður, en lög mann in um Lár usi Sig urði Lárus syni sem leiddi lista Framsóknar í kjördæminu fyrir síðustu kosningar, var nýverið vikið úr starfi skipta stjóra þrota bús með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur vegna brots á starfsskyldum sínum. Í Vinstri grænum er útlit fyrir fjöruga baráttu um oddvitasætið í Norðausturkjördæmi en Stein- grímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tilkynnti fyrr í haust að yfirstand- andi kjörtímabil yrði hans síðasta á þingi. Tveir hafa þegar lýst því yfir að þeir gefi kost á sér til forystu í kjördæminu; Bjarkey Olsen Gunn- arsdóttir, þingflokksformaður VG, og Óli Halldórsson, oddviti f lokks- ins í bæjarstjórn Norðurþings. Eins og Fréttablaðið greindi nýverið frá hefur Kolbeinn Óttarsson Proppé nýverið fest kaup á fasteign á Siglu- firði sem gæti bent til þess að hann hafi einnig áhuga á að leiða flokkinn í Norðausturkjördæmi. Samkvæmt óformlegri könnun Fréttablaðsins sem birt var í vor ætla Svandís Svavarsdóttir og Lilja Rafney Magnúsdóttir, oddvitar sinna kjördæma, að gefa áfram kost á sér. Þá hefur forsætisráðherra ekki gefið annað til kynna en að hún verði áfram í framboði. Ari Trausti Guðmundsson, oddviti Suðurkjör- dæmis, svaraði hins vegar ekki könnuninni og þótt Rósa Björk Brynjólfsdóttir hafi svarað játandi, er ljóst í dag að hún mun ekki leiða lista VG í kraganum eins og í síðustu kosningum. Líklegast er að umhverfisráðherra og varafor- maður flokksins, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fari fram í því kjör- dæmi. Þeir f lokkar sem allra síst þurfa á því að halda að kosningum verði flýtt eru án efa þeir sem enn á eftir að stofna, eins og f lokkar Andr- ésar Inga Jónssonar og Guðmundar Franklíns Jónssonar. Það er í mörg horn að líta við stofnun stjórn- málaflokks, fyrir utan skriffinnsku, stefnuskrá, f lokkslög og slíkt, þarf að stofna félög um landið og finna á annað hundrað manns til að fylla framboðslista fyrir öll kjördæmin auk þúsunda meðmælenda fyrir hvert framboð. Einnig verður að ætla að aðrir stjórnmálaf lokkar sem stefna á þingframboð, bæði flokkar í stjórn- arandstöðu og flokkar sem ekki eiga fulltrúa á þingi, þurfi rúman tíma til að undirbúa framboð. Óvíst er því að kosningar í vor henti öllum stjórnarandstöðuflokkunum sem börðust þó mjög fyrir vorkosn- ingum þegar tímasetning kjördags var til umræðu síðastliðið sumar. adalheidur@frettabladid.is Mikil þreyta í ríkisstjórnarflokkum Þingmenn í stjórnarmeirihluta eru farnir að huga að pólitískri framtíð sinni og næstu kosningum. Hörð prófkjörsbarátta fram undan hefur áhrif á stuðning við stjórnarsamstarfið. Þingmenn í minnihluta spá stjórnarslitum. Fáir spá því hún lifi áfram eftir kosningar. Mikilvægt fyrir Katrínu og Bjarna að klára allt kjörtímabilið Þrátt fyrir spennustigið er mikilvægt, einkum fyrir oddvita Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, að stjórnin haldi velli út kjörtímabilið. Sjálfstæðis- mönnum hefur ekki tekist að halda ríkisstjórn á lífi heilt kjör- tímabil síðan á kjörtímabilinu 2003 til 2007 en á því kjörtímabili skiptust Davíð Oddsson, Geir H. Haarde og Halldór Ásgrímsson á að stýra úr Stjórnarráðinu. Síðari ríkisstjórn Geirs Haarde sprakk árið 2009 í kjölfar efnahagshruns- ins. Ríkisstjórn flokksins með Framsókn undir stjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þoldi ekki Panamaskjölin og boðaði til kosninga eftir þriggja ára stjórnar- tíð. Þriggja flokka stjórn Bjarna Benediktssonar með Bjartri framtíð og Viðreisn hafði ekki náð heilu ári áður en hún sprakk vegna kynferðisbrotamanns sem fékk uppreist æru með stuðningi föður forsætisráðherra. Í ljósi sögu undanfarinna ára er mikilvægt fyrir formann Sjálf- stæðisflokksins að halda sam- starfið út kjörtímabilið. Fyrir forsætis- ráðherra hlýtur að sama skapi að skipta máli að sýna leiðtoga- hæfileika sína og standa við loforð stjórnar- samstarfsins um stöðugleika í stjórnmálum eftir upplausnar- ástand á stjórnmálasviðinu í rúman áratug. Ríkisstjórn Katrínar hefur setið tæp þrjú ár. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Ríkisstjórnin hefur verið umdeild innan stjórnarflokka, sérstaklega VG og Sjálfstæðisflokks. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.